Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 28

Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 28
Við byrjuðum með nokkra hjólastóla og göngugrindur en höfum vaxið mikið síðan þá, erum í dag til dæmis með 40 hjóla­ stóla, fimm sjúkrarúm, 20 göngugrindur og fimm rafskutlur. Rannsóknir sýna að of mikil áhersla hefur verið á að einstakl­ ingsvæða vanda tengdan streitu og kulnun og því þarf að beina sjónum að sálfélagslegu starfs­ umhverfi þeirra fag­ stétta sem eru í áhættu. Í endurhæfingu þurfa fjölmargir þættir að haldast í hendur til að meðferðin beri sem bestan árangur. Félagsráðgjafar í endurhæfingu starfa til verndar félagslegu og andlegu heilbrigði og vinna í þverfaglegu samstarfi við annað fagfólk, en þannig fæst víðtækari sýn á aðstæður skjól- stæðingsins og möguleika hans,“ útskýrir Sveindís. Steinunn segir marga aðila og stofnanir koma að málaflokknum. „Endurhæfing snertir allmörg þjónustukerfi og reynir á að mynda samfellu í þjónustu, en það er engin ein stofnun með yfirsýn, eða sem tryggir samræmingu og samfellu í endurhæfingu.“ Styrkleikanálgun og valdefling Það getur verið flókið að fóta sig í þessum aðstæðum að sögn Sveindísar. „Félagsráðgjafar veita stuðning í persónulegum málum og ráðgjöf um félagsleg réttindi og úrræði til skjólstæðinga og oft fjöl- skyldunnar. Stuðningsnet er kort- lagt og beitt er styrkleikanálgun og valdeflingu. Félagsráðgjafar hafa milligöngu um og eiga samstarf við stofnanir og samræma þjónustu, auk þess að vinna að úrlausnum sem tengjast fjármálum, búsetu, menntun, atvinnu, fjölskyldu og fleiru.“ Sveindís segir námið bæði yfirgripsmikið og starfsmiðað. „Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Nám þeirra er fimm ára háskólanám og þeir geta að loknu námi sótt um löggild starfsrétt- indi í félagsráðgjöf til embættis Landlæknis og leyfi til að reka heil- brigðisþjónustu hjá sama embætti. Sérstakt þverfaglegt diplomanám í starfsendurhæfingu er einnig í boði og hafa margir félagsráðgjafar bætt því við til að sérhæfa sig enn frekar.“ Heildarsýn á margþætt kerfi Steinunn segir starfið krefjast víð- tækrar þekkingar á ýmsum mála- flokkum. „Félagsráðgjafar hafa heildræna þekkingu á úrræðum velferðarkerfisins, greina félags- legan vanda, sjá um málastjórn, meta þörf á úrræðum og sinna meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Jafnframt hafa þeir þekkingu á sifja- og velferðar- löggjöf, ásamt þekkingu á sviði stjórnsýslulaga.“ Sveindís segir ekki síður mikil- vægt að félagsráðgjafar geti veitt skjólstæðingum sínum ráðgjöf um þá þætti sem snúa að fjár- málum viðkomandi og leiðbeina með hvort einstaklingar eiga rétt á veikindagreiðslum, sjúkradag- peningum, endurhæfingarlífeyri, lífeyrisgreiðslum, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga eða annarri félags- legri aðstoð. Fjölskylduráðgjöf og handleiðsla „Margir félagsráðgjafar hafa bætt við sig menntun til að veita sérhæfða meðferð, þar með talið fjölskyldumeðferð, en rann- sóknir sýna að fjölskyldumeð- ferð samhliða annarri meðferð bætir árangur og leiðir þannig til sparnaðar til lengri tíma litið. Að baki kvíða og/eða þunglyndi eru oft f lókin fjölskyldumál sem vinna þarf úr, eða að erfiðar fjölskyldu- aðstæður trufla endurhæfingu verulega og eru jafnvel ástæðan fyrir brotthvarfi úr vinnu,“ segir Steinunn. Hún segir sérstaklega brýnt að hlúa að börnum sem búa við erfið- ar aðstæður. „Börn sem alast upp við vanrækslu og/eða of beldi eru oft í þörf fyrir endurhæfingu síðar á lífsleiðinni og fjölskylduráðgjöf eða meðferð. Í endurhæfingu þarf einnig að hafa í huga að konur eru oft í krefjandi umönnunarhlut- verki innan fjölskyldu, sem hefur áhrif á endurhæfingu þeirra.“ Sveindís tekur undir. „Hand- leiðsla er forvörn og viðbragð við einkennum streitu og kulnunar ætti að vera í boði fyrir þær fag- stéttir sem vinna náið með fólki en kennarar, hjúkrunarfræðingar og fleiri fagstéttir hafa sótt í ríkum mæli í endurhæfingu hjá Virk. Styðja þarf fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á handleiðslu- kerfum og þróa jákvæða vinnu- staðamenningu. Rannsóknir sýna að of mikil áhersla hefur verið á að einstaklingsvæða vanda tengdan streitu og kulnun og því þarf að beina sjónum að sálfélagslegu starfsumhverfi þeirra fagstétta sem eru í áhættu.“ Afleiðingar COVID-19 Steinunn segir hlutverk félags- ráðgjafa sjaldan hafa verið jafn aðkallandi. „Þeir búa yfir vitn- eskju um þær afleiðingar sem félagslegur vandi hefur fyrir ein- staklinga og fyrir efnahag þjóða og geta lagt mikið af mörkum til lausnar. Við stöndum nú frammi fyrir fordæmalausum tímum vegna COVID-19. Félagsráð- gjafar eru heilbrigðisstétt og eru í tengslum við þá sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu í samfélaginu, þá sem eiga á hættu útilokun og einangrun vegna faraldursins. Félagsráðgjafar gegna lykilhlut- verki á næstu misserum þegar kemur að því að mæta afleiðingum faraldursins löngu eftir að búið verður að ráða niðurlögum hans, því sálfélagslegar afleiðingar vara lengi eftir það.“ Margþætt og mikilvægt hlutverk Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, og Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi á Reykjalundi, segja starf félagsráðgjafa í endurhæfingu margþætt. Sveindís Anna Jóhannsdóttir og Steinunn Bergmann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Okkur fannst nauðsyn-legt að allir gætu sótt sér hjálpartæki á höfuðborgar- svæðinu, en á þessum tíma voru tvær hjálpartækjaleigur að hætta á markaðnum. Til okkar kemur fólk alls staðar að á landinu,“ segir Davíð Þ. Olgeirsson, umsjónar- maður Hjálpartækjaleigunnar. „Við byrjuðum með nokkra hjólastóla og göngugrindur en höfum vaxið mikið síðan þá, erum í dag til dæmis með 40 hjólastóla, fimm sjúkrarúm, 20 göngugrindur og fimm rafskutlur. Bæði er hægt að leigja til skemmri og lengri tíma. Þegar hjálpartækinu er skilað sótt- hreinsum við það og yfirförum, áður en við setjum það eins og nýtt aftur í leigu. Við leggjum mikið upp úr því að öll hjálpartækin séu vel sótthreinsuð og yfirfarin þegar fólk leigir þau. Sérstaklega núna á COVID-tímum,“ segir Davíð. Nauðsynleg tæki Hjálpartækin eru mörgum bráð- nauðsynleg. „Oft og tíðum er viðkomandi á sjúkrahúsi en það á að senda hann heim. Þá er nú gott að geta hringt í okkur og fengið leigt til dæmis hjólastól, sjúkra- rúm eða göngugrind. Einnig ef fólk er að ferðast innanlands jafnt sem utan, þá kemur það til okkar og getur fengið hjólastól sem gott er að ferðast með, þar sem það er mjög þægilegt að fella þá saman. Íslendingar hafa líka verið duglegir að taka rafskutlur í einn dag eða meira,“ segir Davíð. Viðskiptavinir Hjálpartækja- leigunnar eru allir þeir sem hafa Létta fólki lífið með réttum tækjum Hjálpartækjaleiga Sjálfsbjargar var stofnuð árið 2017 og er leiðandi á sínu sviði. Þar eru til leigu vönduð tæki sem fólk þarf á að halda til að auðvelda sér lífið, til dæmis eftir slys eða veikindi. „Við leggjum mikið upp úr því að öll hjálpartækin séu vel sótthreinsuð og yfirfarin þegar fólk leigir þau. Sérstak- lega núna á COVID-tímum,“ segir Davíð, umsjónarmaður Hjálpartækjaleigunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Margvísleg hjálpartæki eru í boði hjá Hjálpartækja- leigu Sjálfs- bjargar. veikst eða slasast. „Í raun og veru geta allir orðið okkar viðskipta- vinir, ef hægt er að segja sem svo. Við sinnum öllum sem þurfa á hjálpartækjum að halda. Þó koma fleiri til okkar sem eru með skammtímaáverka til dæmis vegna fótbrots eða handleggsbrots. Við erum líka með allt frá barna- hjólastólum og upp í þrjár stærðir af hjólastólum fyrir fullorðna, þannig að allir ættu að geta fundið sér stól við hæfi. Það er of boðs- lega gott að geta aðstoðað fólk við þessar aðstæður. Við höfum líka verið í samskiptum við Reykja- víkurborg og aðstoðum þau með hjólastóla þegar það eru kosningar í borginni,“ greinir Davíð frá. „Þá hefur Hjálpartækjaleigan leigt stórum fyrirtækjum og stofn- unum hjólastóla, sem viðskipta- vinir þeirra geta fengið að láni,“ segir hann. En hvert snýr fólk sér sem þarf á hjálpartækjum að halda? „Ein- faldast er að fara á síðuna okkar, hjalpartaeki.is, og senda okkur síðan tölvupóst í hjalpartaeki@ sjalfsbjorg.is. Við svörum alltaf f ljótt og vel. Það má líka hringja í síma 550-0118. Það er opið á milli 10.00-14.00 á virkum dögum en það er lokað um helgar,“ segir Davíð. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.