Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 36
Hjálpartæki eru í margra huga vörur em enginn vill nota og senda skilaboð um að eitthvað ami að. Þessu viðhorfi þarf að breyta því fyrir þann sem notar hjálpartæki skiptir sköpum að hafa hjálpar- tæki við hæfi. Fagmennska og umhyggja eru þættir sem Stoð hefur að leiðarljósi í sinni starfsemi,“ segir Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari og deildarstjóri hjá hjálpar tækjadeild Stoðar. „Vörur og þjónusta Stoðar snú­ ast um heilsu og líkama fólks. Það skiptir öllu að þjónustan sem fyrir­ tækið veitir sé alltaf á faglegum grunni, unnin af starfsfólki sem hefur til þess þekk ingu, reynslu og menntun,“ útskýrir Karen. „Einnig er mikilvægt að hafa í huga að margir viðskiptavina Stoðar eru að ganga í gegnum erfiðleika og áföll vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða skertrar færni. Við reynum okkar besta til að þeir einstaklingar upplifi nærgætni og umhyggju í samskiptum sínum við starfsfólk Stoðar,“ segir Karen og heldur áfram: „Okkur er einnig umhugað um öryggi og aðbúnað aldraðra sem þurfa oft að nota hjálpartæki sem gera þeim kleift að búa lengur heima, með því að veita aukið sjálfstæði og öryggi. Sem dæmi má nefna hjálpartæki á baðherbergi, sjúkrarúm, göngugrindur og hjóla­ stóla.“ Hjálpartæki veita tækifæri Hjálpartækjadeild Stoðar býður fjölbreytt úrval hjálpar tækja, allt frá hækj um og sturtustólum til f lókinna rafmagnshjóla stóla. Stoð er með samninga við Sjúkra­ tryggingar Íslands sem í mörgum tilfellum greiða kostnað við kaup á hjálpartækjum. „Í hjálpartækjadeild Stoðar starfar hópur fagfólks, svo sem sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi, þroska­ þjálfi og heilbrigðisverkfræðing­ ur, sem hafa mörg hver áralanga reynslu af ráð gjöf og þjónustu sem tengist hjálpartækjum,“ upplýsir Karen. Hjá Stoð í Hafnarfirði er sýningarsalur þar sem hægt er að skoða og prófa flest þau hjálpar­ tæki sem fyrirtækið selur og fá ráð gjöf fagfólks við val og útfærslu. Innan deildarinnar er einnig Fagmennska og umhyggja Stoð er traust og rótgróið hjálpar- og stoðtækjafyrirtæki með faglega þjónustu og fjölbreytt úr- val af vörum sem bæta lífsgæði og fyrirbyggja eða draga úr heilsufarstengdum vandamálum. Í hjálpartækjadeild Stoðar starfar fagfólk sem veitir hlýlega og persónulega þjónustu. Frá vinstri: Rannveig, Aron, Nanna, Magnús, Heimir, Einar, Bára, Karen og Kristina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK verkstæði sem sér um þjónustu og viðgerðir tækjanna. „Hjálpartæki eru í margra huga vörur sem enginn vill þurfa að nota og senda þau skilaboð að eitt­ hvað ami að. Þessu viðhorfi þarf að breyta því fyrir þann sem notar hjálpartækið skiptir sköpum að hafa hjálpartæki við hæfi. Eða eins og einn af okkar viðskiptavinum orðaði það: „Ég er ekki bundinn við hjólastól en ég væri hins vegar mjög bundinn ef ég hefði ekki hjólastólinn til að komast um.“ Hjálpartæki veita því í f lestöllum tilfellum aukið sjálfstæði, aukin tækifæri og bæta lífsgæði þess sem nota þau,“ segir Karen. Stoð er í Trönuhrauni 8 í Hafnar- firði og á Bíldshöfða 9 í Reykjavík. Sími 565 2885. Allar nánari upp- lýsingar á stod.is Stoð býður fjölbreitt úrval hjálpartækja eins og hjólastóla, göngugrindur og baðhjálpartæki fyrir fullorðna og börn. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.