Fréttablaðið - 24.09.2020, Side 44
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
TRAUST Í 80 ÁR
Fylgdu
okkur á
Facebo
ok
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
SKOÐIÐ
LAXDAL.IS
LAXDAL
ER Í LEIÐINNI
LAXDAL
FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI
LI tákna rómversku stafina fyrir 51. Catherine Zeta-Jones fæddist 25. september 1969,
og sleit barnsskónum í Swansea.
Leiklistin heillaði hana frá unga
aldri og hún var staðráðin í að
verða leikkona. Leikheimurinn
var tilbúinn fyrir Zeta-Jones, sem
fékk strax hlutverk sem lítil hnáta
í söngleikjunum Annie og Bugsy
Malone.
Hún lagði stund á söng og leik-
list við Arts Educational
School í Lundúnum
og vakti strax
athygli fyrir hlut-
verk sitt í 42nd
Street árið
1987. Fyrsta
kvikmynda-
hlutverkið var
í frönsk-ítölsku
myndinni 1001
Nights sem
þótti frekar mis-
heppnuð, en stjarna
Kötu reis fyrir alvöru í
bresku sjónvarpsþáttunum The
Darling Buds of May á árunum
1991-1993.
Þegar lítið bólaði á hlutverkum
heima á Englandi sem hæfðu jafn
fagurri konu og Catherine, fór hún
vestur um haf og gerði sig breiða
í Hollywood. Þar komu menn
strax auga á ómældan kynþokka
Zeta-Jones og fékk hún áberandi
hlutverk í bíómyndunum The
Mask of Zorro og Entrapment.
Hún hlaut mikið lof fyrir leik sinn
sem ólétt kona í hefndarhug í
kvikmyndinni Traffic og morðótt
kvendi í söngleiknum Chicago, en
fyrir það hlaut hún bæði Óskars-
verðlaun og BAFTA-verðlaun sem
besta leikkonan í aukahlutverki.
Við tóku gæðamyndir eins og
Ocean’s Twelve, The Terminal og
Intolerable Cruelty, en þegar um
hægðist á hvíta tjaldinu sneri Kata
aftur á svið leikhúsanna og í sjón-
varpsþætti.
Catherine Zeta-Jones styður
fjölmörg góðgerðarmál og lætur
gott af sér leiða. Barátta hennar við
þunglyndi og geðhvarfasýki hefur
komist á síður blaðanna, en hún er
gift bandaríska leikaranum Mich-
ael Douglas og eiga þau tvö börn.
Zeta skrifar LI á afmæliskökuna
Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones heldur upp á 51 árs afmælið sitt á morgun. Hún er ann-
áluð fyrir einstakan kynþokka og kvenlegt fas, er jafnan óaðfinnanleg til fara og stelur senunni.
Catherine Zeta-Jones stolt með börnunum sínum tveimur, Dylan Michael
Douglas, sem stendur á tvítugu, og Carys Zeta Douglas sem er sautján ára.
Einstakir persónutöfrar og sláandi
fegurð einkenna þokkadísina Kötu.
Hjónin í stásslegum grímubúning-
um á hrekkjavökunni í fyrravetur.
Kvik-
myndahjónin
Cathe rine Zeta-
Jones og Michael
Douglas fyrr á
þessu ári.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R