Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Síða 16
16 EYJAN
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
6. NÓVEMBER 2020 DV
ÞESSA BÓK ÞURFTI AÐ SKRIFA
H vað er að á Íslandi?“ Þessarar spurningar spyr Ólína Kjerúlf
Þorvarðardóttir í formála
nýrrar bókar sem hún hefur
ritað. Í bókinni leitast Ólína
við að svara þeirri spurningu
með því að varpa ljósi á þá
spillingu og fyrirgreiðslu
pólitík sem hún telur ríkja
hér á landi og deilir reynslu
sinni og annarra af atvinnu
banni og misbeitingu ráðn
ingarvalds.
„Ég skrifaði þessa bók af
samviskuástæðum,“ segir Ól
ína við blaðamann. „Ég taldi
einfaldlega ekki undan því
vikist að deila með lesendum
því sem ég veit og hef kynnst
um fyrirgreiðslupólitíkina og
klíkuveldið í samfélagi okkar
– að lyfta hulunni upp og leyfa
almenningi að sjá það sem
undir liggur.“
Frændhygli og
flokkadrættir
Ólína segir frændhygli og
flokkadrætti lengi hafa tíðkast
við ráðningar í störf hér á landi
og skipti þá oft máli hvaða
stjórnmálaflokk umsækjendur
styðja. „Um leið hefur annað
fólk verið beitt atvinnubanni,
eða því sem á þýsku nefnist
Berufsverbot. Það er aðferð
sem notuð var á dögum þýska
ríkisins gegn kommúnistum,
gyðingum og fleirum sem ekki
voru stjórnvöldum þóknanleg
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingis-
kona, vill svipta hulunni af gamalgróinni meinsemd
í íslensku samfélagi, ítökum sterkra hagsmuna- og
stjórnmálaafla og því hvaða afleiðingum það getur
haft fyrir þá einstaklinga sem fara gegn þeim.
ir. Fólki var haldið frá störfum
vegna stjórnmálaskoðana eða
uppruna. Hér hafa svipaðir til
burðir verið uppi allar götur
frá því að stjórnmál tóku að
myndast.“
Skuggabaldrar
samfélagsins
Bókin fékk titilinn Spegill
fyrir skuggabaldur. Ólína seg
ir að sá titill sé afar viðeig
andi fyrir viðfangsefni bókar
innar, því að hún eigi að vera
spegill fyrir skuggabaldrana
sem leynast í skúmaskotum
samfélagsins.
„Mér fannst samlíkingin
svo augljós. Skuggabaldur
er fyrirbæri úr þjóðsögum
okkar. Hann er afkvæmi tófu
og kattar, mikið skaðræðis
kvikindi sem grandar öllu
sem á vegi hans verður. Ekk
ert getur ráðið niðurlögum
hans nema takist að sýna hon
um sína eigin mynd. Í honum
sameinast tvö ósamrýmanleg
öfl eins og þegar stjórnmálin
yfirtaka það sem ætti að vera
utan seilingar þeirra; þegar
atvinnugreinar leggja undir
sig háskólastarfsemi; þegar
stjórnmálin hnekkja aka
demísku frelsi vísindamanna;
þegar fjölmiðlum er haldið í
gíslingu sterkra hagsmuna
eða stjórnmálaafla; þegar
fagmennska er fyrir borð
borin og látin víkja fyrir sér
hagsmunum. Þá fara reglur
og viðmið úr skorðum en til
verða afkvæmi – skugga
baldrar.“
Raunverulegar afleiðingar
Sjálf hefur Ólína reynslu af
því að vera beitt svonefndu
Berufsverbot eftir þátttöku í
stjórnmálum á árunum 2009
2015. Hún hefur því þurft að
leita réttar síns þegar gengið
hefur verið fram hjá henni
við veitingu opinberra starfa.