Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Síða 16
16 EYJAN Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is 6. NÓVEMBER 2020 DV ÞESSA BÓK ÞURFTI AÐ SKRIFA H vað er að á Íslandi?“ Þessarar spurningar spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir í formála nýrrar bókar sem hún hefur ritað. Í bókinni leitast Ólína við að svara þeirri spurningu með því að varpa ljósi á þá spillingu og fyrirgreiðslu­ pólitík sem hún telur ríkja hér á landi og deilir reynslu sinni og annarra af atvinnu­ banni og misbeitingu ráðn­ ingarvalds. „Ég skrifaði þessa bók af samviskuástæðum,“ segir Ól­ ína við blaðamann. „Ég taldi einfaldlega ekki undan því vikist að deila með lesendum því sem ég veit og hef kynnst um fyrirgreiðslupólitíkina og klíkuveldið í samfélagi okkar – að lyfta hulunni upp og leyfa almenningi að sjá það sem undir liggur.“ Frændhygli og flokkadrættir Ólína segir frændhygli og flokkadrætti lengi hafa tíðkast við ráðningar í störf hér á landi og skipti þá oft máli hvaða stjórnmálaflokk umsækjendur styðja. „Um leið hefur annað fólk verið beitt atvinnubanni, eða því sem á þýsku nefnist Berufsverbot. Það er aðferð sem notuð var á dögum þýska ríkisins gegn kommúnistum, gyðingum og fleirum sem ekki voru stjórnvöldum þóknanleg­ Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingis- kona, vill svipta hulunni af gamalgróinni meinsemd í íslensku samfélagi, ítökum sterkra hagsmuna- og stjórnmálaafla og því hvaða afleiðingum það getur haft fyrir þá einstaklinga sem fara gegn þeim. ir. Fólki var haldið frá störfum vegna stjórnmálaskoðana eða uppruna. Hér hafa svipaðir til­ burðir verið uppi allar götur frá því að stjórnmál tóku að myndast.“ Skuggabaldrar samfélagsins Bókin fékk titilinn Spegill fyrir skuggabaldur. Ólína seg­ ir að sá titill sé afar viðeig­ andi fyrir viðfangsefni bókar­ innar, því að hún eigi að vera spegill fyrir skuggabaldrana sem leynast í skúmaskotum samfélagsins. „Mér fannst samlíkingin svo augljós. Skuggabaldur er fyrirbæri úr þjóðsögum okkar. Hann er afkvæmi tófu og kattar, mikið skaðræðis­ kvikindi sem grandar öllu sem á vegi hans verður. Ekk­ ert getur ráðið niðurlögum hans nema takist að sýna hon­ um sína eigin mynd. Í honum sameinast tvö ósamrýmanleg öfl eins og þegar stjórnmálin yfirtaka það sem ætti að vera utan seilingar þeirra; þegar atvinnugreinar leggja undir sig háskólastarfsemi; þegar stjórnmálin hnekkja aka­ demísku frelsi vísindamanna; þegar fjölmiðlum er haldið í gíslingu sterkra hagsmuna­ eða stjórnmálaafla; þegar fagmennska er fyrir borð borin og látin víkja fyrir sér­ hagsmunum. Þá fara reglur og viðmið úr skorðum en til verða afkvæmi – skugga­ baldrar.“ Raunverulegar afleiðingar Sjálf hefur Ólína reynslu af því að vera beitt svonefndu Berufsverbot eftir þátttöku í stjórnmálum á árunum 2009­ 2015. Hún hefur því þurft að leita réttar síns þegar gengið hefur verið fram hjá henni við veitingu opinberra starfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.