Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 21
FÓKUS 21DV 6. NÓVEMBER 2020 Krakkaklassík Börnum finnst yfirleitt það einfalda best og því eru spagettí og kjötbollur skothelt ofan í flesta smjattpatta. Ég nota oftast glútenlaust pasta til að koma til móts við óþols- og ketófólkið og finnst það reyndar alveg jafn- gott og venjulegt hveitipasta. Basilíkubollurnar eru upp- lagðar í einfalda hversdagsmáltíð fyrir 3-4. Basilíkubollur, einn pakki ferskar basilsprettur eða fersk fullvaxin basilíka hakkaðir tómatar í dós 2 hvítlauksrif 1/2 gulur laukur, smátt skorinn 1 tsk. gróft salt svartur, mulinn pipar að vild Brúnið bollurnar á pönnu í góðri ólífuolíu. Skóflið þeim á disk og látið bíða. Bætið ofurlitlu af ólífuolíu á pönnuna og látið smátt skorinn lauk og hvítlauk svitna á pönnunni og hellið tómötum úr dós yfir. Skellið fersku basilíkunni yfir og látið malla stutta stund. Sleppið bollunum til sunds í sósunni og saltið og piprið. Bollurnar fá svo að eldast í gegn í sósunni á vægum hita á meðan pastað sýður. Berið fram með rifnum parmesanosti og dreypið góðri ólífuolíu yfir herlegheitin áður en þið rífið þetta í ykkur. Trukkasamloka steiktar Basilíkubollur langlokubrauð trufflu-majónes eða sósa að eigin vali salatblöð rauðlaukur Góðar samlokur eru stundum bara það eina sem manni dettur í hug að fá sér. Besta nestið og endalaust hægt að búa til nýjar útgáfur. Hér átti ég gott snittubrauð og smurði það að innan með trufflu-mæói og lagði svo salatblöð og niðurskorinn rauðlauk innan í. Setti svo þrjár bollur á milli og þetta var alveg frábær- lega gott. Ég veit… sumir myndu segja að tvær bollur væru nóg en þetta heitir nú einu sinni nú einu sinni trukkasamloka og ég yrði örugglega mjög góður trukkabílstjóri. Spítt chili con bollur Þetta er brjálæðislega fljótlegt og ekta helgarmatur fyrir alla fjöl- skylduna eða partýmatur fyrir góða vini. Best að græja allt á stórri pönnu með stálskafti sem þolir að fara inn í ofn. Það er engin leið að borða þetta eins og siðuð mannvera og best að leyfa öllum bara að vera með sprittaða fingur og næla sér bita í með góðum nachos-flögum. 1 pakki Basilíkubollur 1 matskeið CUMIN ekki KÚMEN 1 tsk. chiliduft 1 gulur laukur 4 hvítlauksrif 1 dós nýrnabaunir 1 dós saxaðir tómatar salt og pipar rifinn ostur sýrður rjómi ferskt chili rautt og grænt, smátt saxað Brúnið bollurnar á pönnunni, takið af og geymið á disk. Þurrkið pönn- una að innan með eldhúsbréfi og setjið hana aftur á heita hellu. Setjið cumin- og chiliduftið á þurra, heita pönnu og leyfið kryddinu að hitna um stund. Setjið þá smá ólífu- olíu á pönnuna og smátt skorinn lauk og hvítlauk saman við. Látið dansa á pönnunni stutta stund þar til laukurinn byrjar að verða glær en passið að brenna ekki. Hellið mestu af vökvanum úr baunadósinni og skellið baun- unum á pönnuna líka og blandið öllu vel saman. Þá næst er að setja tómatana saman við, salta og pipra og blanda saman. Basilíkubollurnar eru þá settar út í sósuna og svo er pönnunni skellt inn í ofn á 180°C í svona 10 mínútur. Vinsamlegast setjið á ykkur hanska áður en þið takið pönnuna út úr ofninum, annars er voðinn vís! Skellið dálitlu af rifnum osti á víð og dreif um pönnuna og stillið ofninn á grill. Pannan fer aftur inn þar til osturinn er bráðnaður. Hanskann á og pönnuna beint á matarborðið á hitahlíf. Skreytið með sýrðum rjóma, nachos og niður- skornu, fersku chili. lega samræmanleg þeirra eigin framleiðslu. En Norð- lenska hefur sannarlega sýnt okkur að hugur fylgir máli og bollurnar eru alveg eins og við vildum gera þær. Hreint gæðahakk, fullt af sprettum og salti og pipar og ekkert ofnæmisvaldakjaftæði. Bara holl prótein- og vítamínrík súperfæða. Við erum svo að þróa fleiri vörur með Norð- lenska og alls ekki bara kjöt- vörur, því við erum auðvitað að hlusta eftir því að fólk vill stærra úrval af vegan-vörum og þar eru svo ótrúlega mikil tækifæri til að bæta vöruval á innlendum markaði.“ Tengdamömmubollur Steina segir Stefán sjálf- an hafa verið mikið fyrir kjötboll ur, en hún hafi þó ekki hætt sér í samanburð við tengdamömmubollurnar. „Stefán var alæta á mat, en honum þóttu bollurnar henn ar Huldu tengdamömmu bestar. Maður keppir ekki við heima- gerðar tengdamömmu bollur, þar á maður ekki séns í hel- víti. Það er mitt húsráð til ungs fólks í eldhúsinu. En kjötbollurnar sem við hjá Sprettu erum að framleiða með Norðlenska eru geggj að- ar engu að síður og ég er mjög stolt af þeim. Þær eru líka ferskvara svo að ég treysti þeim til að sparka fryst um systrum þeirra yfir á vara- mannabekkinn,“ segir Steina að lokum og ítrekar að á erfið- um tímum megi ekki vanmeta þær ljúfu samverustundir sem eldhúsborðið veitir. Hún deilir hér nokkrum afbragðs- uppskriftum sem eru fljót- legar en gleðja mikið. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.