Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Page 18
18 EYJAN Þegar Joseph Robinette Biden yngri tekur við embætti Bandaríkjafor­ seta í byrjun næsta mánaðar verður hann langelstur allra til að sverja embættiseiðinn, eða 78 ára. Metið átti fráfar­ andi forseti, hinn afar litríki Donald Trump, sem var 70 ára á innsetningardaginn fyrir tæpum fjórum árum. Ronald Reagan (forseti 1981– 1989) er enn sá sem setið hefur elstur á stóli Bandaríkjafor­ seta. Hann vantaði ekki marga daga upp á 78 ára afmælið er hann lét af embætti – var sem sagt yngri en Biden verður í janúar á ári komanda. George Bush eldri (forseti 1989–1993) var 94 ára er hann lést árið 2018 og Jimmy Carter (forseti 1977–1981) varð 96 ára 1. október síðastliðinn en eng­ inn fyrrverandi Bandaríkja­ forseti hefur náð svo háum aldri. Rosalynn kona hans er enn á lífi og ef þeim endist aldur munu þau fagna 75 ára brúðkaupsafmæli á næsta ári. Gömlu mennirnir Meðalaldur hefur hækkað hratt á síðustu áratugum og margir halda óskertu starfs­ þreki langt fram á efri ár. Sagan geymir þó ótal dæmi um afreksverk öldunga. Sóf­ ókles mun hafa verið níræður er hann ritaði Elektru, Mich­ elangelo teiknaði Sankti Pét­ urskirkjuna í Róm sjötugur og Goethe lauk við Faust 82 ára. En ef við víkjum að stjórn­ málamönnunum þá þótti William Gladstone háaldr­ aður er hann lét af embætti forsætisráðherra Breta árið 1894 orðinn 84 ára og Win­ ston Church ill stóð á áttræðu er hann yfirgaf Downing­ stræti 10 í síðasta sinn. Sá síðarnefndi var fæddur 1874, tveimur árum eldri en Konrad Adenauer, kanslari Vestur­ Þýskalands, sem lét af því embætti 1963 orðinn 87 ára. Hann sat þó áfram á þinginu í Bonn, allt fram í andlátið fjórum árum síðar, orðinn 91 árs að aldri. Golda Meir á Landspítalanum Hér hafa bara verið nefndir karlleiðtogar en Elísabet II. Englandsdrottning er orðin 94 ára og hefur setið „á valda­ stóli“ í 68 ár og ef til vill tekst henni að slá heimsmet Loð­ víks 14. Frakkakonungs sem hafði ríkt sem konungur í 72 ár er hann andaðist 1715. En kannski er sanngjarnari samanburðurinn við lýðræðis­ lega kjörna leiðtoga. Golda Meir, forsætisráðherra Ísra­ els, var 76 ára þegar hún lét af embætti 1974. Golda Meir kom hingað til lands í opin­ bera heimsókn 1961, þá utan­ ríkisráðherra Ísraels. Hún heimsótti meðal annars Pétur Ottesen, fyrrverandi alþingis­ mann, á Landspítalann þar sem hann hafði legið í fimm vikur vegna fótbrots. Pétur hafði þá farið nokkru fyrr í ferðalag til Ísraels og skrifað greinar um heimsóknina í Morgunblaðið. Golda Meir tók innilega í hönd Péturs þar sem hann lá á sjúkrabeðnum og sagði: „Þér eigið fallegt land, hérna.“ – Já, en mig dreymir nú oft heim og nú er aðalannatíminn að hefj­ ast. Mér líður illa að komast ekki heim til búsýslunnar.“ Golda Meir svaraði þá: „Ég er ekkert hissa á því. Bændur ættu helst aldrei að liggja í rúminu. Ég hef sjálf verið bóndi og veit hvað það er.“ Ellert elstur á þingi Pétur Ottesen lét af þing­ mennsku sjötugur að aldri árið 1959 og hafði þá setið samfellt á Alþingi fyrir Borg­ firðinga í 43 ár. Ari Trausti Guðmundsson er nú elstur alþingismanna, 72 ára. Sig­ Pétur Ottesen, Guðmundur Í. og Golda Meir. MYND/TIMARIT.IS Ólafur Ragnar Grímsson er árinu yngri en Joe Biden en hér er hann með George Bush eldri, fyrrv. Banda- ríkjaforseta, sem lést fyrir tveimur árum, 94 ára að aldri. MYND/STEFÁN Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is SKOÐANAPISTILL GAMLA FÓLKIÐ Á VALDASTÓLUM Margir halda starfsþreki fram yfir sjötugt og því eðlilegt að fjölgi í hópi aldraðra ráða- manna. Joe Biden verður elstur Bandaríkjaforseta. Fáir öldungar í stjórnmálum hér. 13. NÓVEMBER 2020 DV hvatur Árnason, bóndi í Ey­ vindarholti og þingmaður Rangæinga, var 78 ára þegar hann sat seinast á Alþingi, en það var 1902. Pétur Pétursson biskup var sömuleiðis 78 ára þegar hann sat seinast á þingi, en hann var konungkjörinn al­ þingismaður til ársins 1887. Ellert B. Schram tók sæti sem varamaður á Alþingi 2018 þá orðinn 79 ára. Enginn annar hefur setið svo gamall á Alþingi, en Sighvatur í Ey­ vindarholti var tæplega 79 ára þegar þingmennsku hans lauk. Ráðherrar og forsetar Ef litið er til ráðherra þá var Ólafur Thors 71 árs er hann lét af embætti forsætisráð­ herra 1963 en Gunnar Thor­ oddsen var 72 ára þegar hann yfirgaf Stjórnarráðið tuttugu árum síðar. Vilhjálmur Hjálm­ arsson, menntamálaráðherra 1974–1978, er sá ráðherra sem lengst hefur lifað, varð 99 ára, og annar framsóknar­ ráðherra, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra 1981– 1983, hefur náð háum aldri. Hann er nú 94 ára. Hvað forsetana áhrærir var Ásgeir Ásgeirsson á for­ setastóli til 74 ára aldurs og Ólafur Ragnar Grímsson yfirgaf Bessastaði 73 ára. Ólafur Ragnar hefur hvergi nærri lagt árar í bát eftir að hann lét af embætti enda enn með mikið starfsþrek – og svo má minna á að hann er árinu yngri en Joe Biden, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. n Sagan geymir þó ótal dæmi um afreksverk öldunga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.