Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 18
14
Tilraunaflokkur IV.
Tilraunaliðir voru þeir sömu og í tilraunaflokki III að undanskildum
liðum B, C og I. Að öðru leyti var tilraunaskipulag það sama.
AÐFERÐIR VIÐ ÚRVINNSLU GAGNA.
Niðurstöður tilraunanna voru reiknaðar út í tölvu. Forritakerfin SPSS
(Statistical Package for Social Sciences). og SAS (Statistical Analyses
System) voru að mestu notúð við úrvinnsluna.
Flestum reitum í tilraununum var skipt á fjórða ári ("split plot")
og borið á helminginn annaö hvert ár, en hinn ekkert. Fyrstu þrjú áfin
fengu reitahelmingarnir sömu meðferð og voru við úrvinnslu sameinaðir þessi
ár. Ekki var unnt að sameina alla reiti (E_i og E2 í tilraunaflokki II) , en
það veldur því, að meðaltöl fyrir einstaka tilraunaliði innan ára eru mis-
örugg. Eftir að búið var að skipta reitura voru hins vegar fleiri mælingar
á bak við meðaltöl úr óábomum reitum og úr I reitum í tilraunaflokki III
en úr öðrum reitum.
Við tölfræðilegt mat á niðurstöðum voru notuð meðaltöl þeirra mælinga,
sem gerðar voru innan endurtekninga, en fyrir bragðið þarf munur milli liða
að vera heldur meiri en ella til að verða tölfræöilega marktækur. Við saman-
burð milli ára var þó ekki tekiö meðaltal innan endurtekninga. Við tölfræði-
legt mat á niðurstöðum var einkum stuðst við STEEL and TORRIE (1960), SNEDE-
COR and COCHRAN (1972) og RUSSELL (munnlegar upplýsingar 1974). Prófanir á
marktækni miðuðust við 5% mörkin.
MÆLINGAR Á UPPSKERU.
Uppskera var mæld þannig, að tveir hringir, 1/2 m2, voru lagðir í hvorn
reitshelming og klippt innan úr þeim. Uppskeran var hreinsuð að rusli og
sinu og síðan greind í jurtir og trjákenndan gróður. Hún var því næst þurrk-
uð og vegin og tölurnar umreiknaðar í hkg/ha með 100% þurrefni.
Uppskerumælinga-hringimir voru lagðir í reitina eftir vissum reglum,
þannig að ekki var klippt nema einu sinni á sama stað. Þetta var gert til
að koma í veg fyrir skekkju af völdum þess, að áhrif sláttar á gróðurinn eru
ekki þau sömu og af beit. Þessi mismunur verður einkum mikill, þar sem um
er að ræða land gróið tegundum, sem lítið eru bitnar.