Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 134
130
HELSTU NIÐURSTÖÐUR.
Reynt verður að taka saman helstu niðurstöður úr því, sem fram kemur
hér á undan. Um margar leiðir er að velja, þegar koma skal þeim a framfæri.
Hér hefur verið valið að setja viðbrögð einstakra tegunda við áburðargjöf
og friðun upp i einfalda töflu. Til að auðvelda yfirlit hefur viðbrögðum
verið gefin einkunn i stað þess aö nota tölur um hlutfallsþekju. Notað er
meðaltal allra staða. í töflunni koma þó ekki fyrir bein igildi talna,
heldur eru þetta matstölur. Aukning og minnkun er metin bæði sem mismunur
og hlutfall. Einn + og einn - gefa til kynna mjög lítinn mun og yfirleitt
ekki marktækan. Tvö merki, ++ eða —, þýða i stórum dráttum tvöföldun eða
helmingun litillar hlutfallsþekju og verulegar breytingar á mikilli þekju,
þrjú merki, +++ eða --- þýða þá margföldun eða hvarf lítils hluts i þekju
og tvöföldun eða helmingun mikillar þekju.
Ekki hefur þótt fært að setja upp ákveðnar reikniaöferðir til að fá
tákn i þessa töflu, þvi heimildir ná yfir mismörg ár á hinum ýmstu stöðum
og eru auk þess slitróttar. Þess i stað verður itrekaö, að her er um mat
að ræða og taka verður töfluna sem slíka.
í töflunni eru fjórir dálkar. Fremsti dálkurinn er i stórum dráttum
samanburður á þekju tegundarinnar i áburðarlausu reitunum fyrstu tvö árin
annarsvegar og þekju hennar i sömu reitum fra þriðja ari til loka hins
vegar. Annar dálkurinn sýnir mun áburöarreitanna og áburðarlausu reitanna
fyrstu tvö árin. Þriðji dálkurinn sýnir mun áburðargjafar annað hvert ár
og áburðarlausra reita frá þriðja ári til loka, og fjórði dálkurinn greinir
mun eftirverkunarreitanna og áburðar annað hvert ár á sama tima.
Auk þessa hefur verið reynt að flokka tegundir niður i fáeina flokka
eftir viðbrögðum þeirra við áburðargjöf og friðun. Þessir flokkar hafa
verið kynntir hér að framan. Lýsing þeirra gæti verið á þessa leið:
Flokkur 1: Mikill útbreiðsluhæfni. Ná hámarksþekju á fyrsta sumri
áburðargjafar. Þoka, er svörður þéttist.
Flokkur 2: Breiðast út við friðun. Halda hlut sinum við áburð annað
hvert ár.
Flokkur 3:
Flokkur 4:
Flokkur 5:
Halda hlut sinum við áburðargjöf. Litil þekja, en breytist
ekki að ráði.
Draga saman seglin við áburðargjöf. Hverfa þó ekki alveg.
Hverfa við áburðargjöf. Breiðast sáralitiö út i eftir-
verkunarreitunum.