Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 23
19
í tilraununum var borið á hluta reitanna fyrstu tvö árin og síðan
ekki meira. Aftasti hluti töflu 4. sýnir meðaluppskeru í þessum reitum
frá þriðja ári til loka tilraunarinnar og uppskeruauka vegna eftirverkunar-
áhrifa áburðarins síðasta árið, sem uppskera var mæld á hverjum stað.
Uppskerausýni munu hafa verið nokkuð sinublandin sum árin, en það veldur
þvi, að uppskerutölur eru í sumura tilvikum full háar, einkum úr eftirverk-
unarreitunum. Eftirverkunaráhrif tveggja ára áburðargjafar voru mjög mis-
munandi eftir aðstæðum. Á nokkrum stöðum var sáralítill uppskeruauki
árið eftir að hætt var að bera á, en á öðrum stöðum fjöruðu áburð.aráhrifin
hægar út. Yfirleitt virðist mega reikna með því, að ef borið er á fullgróið
land í tvö ár aðeins, þá séu áburðaráhrifin að mestu horfin á 6-8 árum,
og gróðurfar og uppskera verður svipuð og áður en borið var á landið.
Sums staðar vara þó áiburðaráhrifin lengur.
Tafla 5. sýnir meðaluppskeru fyrir mismunandi áburðarliði í til-
raununum. Tekið var meðaltal allra ára í óábornum reitum, reitum sem borið
var á árlega og reitum, sem borið var á annað hvert ár. Fyrir reiti, sem
borið var á fyrstu tvö árin aðeins, var hins vegar tekið meðaltal fyrir tíma-
bilið frá fjórða ári til loka viðkomandi tilraunar.
Taflan, sem er í þrem hlutum eftir tilraunaflokkum, sýnir ra.a.,að
kalí áburður hefur sjaldnast áhrif á uppskeru. Það kemur einnig fram af
töflunni, að munur á uppskeru eftir mismunandi áburðarmagn er sáralítill i
mörgum tilraunanna. Þetta á einkum við mýratilraunimar og tilraunir, sem
gerðar voru við óhagstæð gróðurskilyrði, t.d. á hálendi. Við slíkar aðstæður
er ekki ráðlegt að bera mikið á.
í reitum,þar sem eftiiverkunaráhrif tveggja ára áburðargjafar voru kcnnuð, er
óvíða raunur á uppskeru eftir mismunandi áburðarskammta. Við athugun á frumgögnum
og tölfræðilega greiningu kom í ljós mikill breytileiki í niðurstöðum á öllum
tilraunastöðunum. Munur milli tilraunaliða þarf því yfirleitt að vera nokkuð
mikill,til að hann verði tölfræðilega marktækur. Af þessum sökum ber að
skoða mismun miili tilraunaliða í töflu 5 með varkámi.
Her á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir niðurstöðum á hverjum
tilraunastað, og uppskera og hlutdeild grasa, hálfgrasa, blómjurta, runna,
mosa og ógróins lands á tilraunatímanum sýnd með línuritum. Til einföldunar
eru aðeins sýnd meðaltöl tilraunaliða. Meðaltöl fyrir tilraunir, sem höfðu
mismunandi tilraunaskipulag, eru því ekki fyllilega sambærileg. Einnig
liggur stærri áburðarskammtur á bak við meðaltalið "Borið á árlega" en meðal-
tölin "Borið á annað hvert ár” og "Eftirverkun" í tilraunaflokkum II og III.
Þetta misræmi kemur þó ekki verulega að sök,því að munur á niðurstöðum fyrir
mismunandi tilraunaliði var sjaldnast mikill.