Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 128
124 -
Miðbær, Jökuldalsheiði, Vaðlaheiði og Syðri-Hamrar. Þekjan var of lítil
til þess að draga megi af henni ályktanir. Friðun virtist litlu breyta
um þekju þessara víðitegunda á tilraunatímanum, en hann var skemmri en
svo, að hægvaxnir r'unnar næðusér á strik. Hlutfallsleg þekja minnkaði
heldur við áburðargjöf annað hvert ár, og tegundir þessar hurfu við ár-
lega áburðargjöf á þremur stöðum af sex. Breytingar á þekju þessara
víðitegunda tóku langan tíma. Eftirverkunarreitirnir sýndu, að tveggja
ára áburðargjöf hafði ekki valdið varanlegum breytingum á hlut þeirra í
gróðurþekju.
b. Grasvíðir (Salix herbaceal kom fyrir á 19 stöðum og náði 1% af
gróðurþekju á 12 stöðum. Hvergi var þó hlutur hans meiri en 3%. LÍtil
áhrif sáust af friðun. Víðast hvar dró úr hlutfallsþekju grasvíðis,
einkum ef borið var á árlega. Sjaldnast hvarf hann alveg, en breytingar-
nar urðu þó fyrr en á undanfarandi tegundum. Frá þessu voru undantekningar.
Á fjórum stöðum - Jökuldalsheiði, Vaðlaheiði, Gæshólum og Gæshólamýri-sem
allir eru á hálendi, virtist grasvíðir nýta áburð til jafns við aðrar teg-
undir. Þar jók hann jafnvel hlut sinn í gróðurþekjunni við áburðargjöf og
varð auk þess áberandi í eftirverkunarreitunum. Þarna virtust þær jurtir,
sem yfirleitt bregðast best við áburðargjöf, eiga erfitt uppdráttar.
c. Fjalldrapi (Betula nana) fannst á sjö tilraunastöðum, en þakti
ákaflega mismikið. Hann náði 1% af gróðurþekju eða meira á fjórum stöðum
og meira en 5% á þremur stöðum. Mest var þekjan á Hólmavík eða 23% að
meðaltali í áburðarlausu reitunum öll tilraunaárin. Aðeins tvær þeirra
tilrauna, er höfðu fjalldrapaþekju að marki, stóðu nógu lengi til þess
að sjá mætti áhrif friðunar. Þar jókst þekja fjalldrapa mjög á tilrauna-
tímanum. Meðaltal frá þriðja ári til loka var allt að sexfalt meðaltal
tveggja fyrstu áranna. Fjalldrapinn vék fyrir áburði, væri borið á árlega,
en virtist að mestu halda hlut sínum við áburðargjöf annað hvertár, svo og
í eftirverkunarreitunum.
d. Krækilyng og krummalyng (Empetrum nigrum; E hermafroditum).
Þessar tegundir voru ekki aðgreindar, þegar gróðurfar var metið. Þær
fundust á 18 stöðum, en náðu 1% af gróðurþekju eða meira á 12 stöðum? mest
48% á Hólmavík. Friðun virtist litlu breyta. Við áburð dróst hlutur þeirra
mjög saman og breytingin virtist einkum verða annað sumarið. Þar sem borið
var á árlega, hvarf lyng þetta nær alveg, en hélt víða um hálfum upphaflegum
hlut, þar sem borið var á annað hvert ár. í eftirverkunarreitunum var hlut-
fallsþekja svipuð og við áburðargjöf annað hvert ár. Útbreiðslugeta virtist
vera lítil.
J