Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 120
116
sér á nýjan leik, en náði þó óvíða sömu hlutfallsþekju og í áburðarlausu
reitunum á tilraunatímanum.
c. Hærur (LUzula) komu fyrir í hverri einustu tilraun, bæði á mýri
og þurrlendi. Hlutur þeirra var þó hvergi meiri en 3% af gróðurþekju í
áburðarlausu reitunum. Sumsstaðar jókst hlutur þeirrafyrsta ár áburðar-
gjafar og komst þá mest í 7% í Austurhlíð, en minnkaði niður í 1% á öðru
ári áburðargjafar. Hærur hurfu hvergi við áburðargjöf og héldu um eða
innan við 1% hlut í gróðurþekju við áburðargjöf árlega og annaðhvert ár,
svo og í eftirverkunarreitum í öllum tilraunum. Eina undantekningin var
6% hlutfallsþekja á Vaðlaheiði við áburð annað hvert ár, en það er ein-
ungis meðaltal tveggja ára.
Vallhæra (Luzula multiflora) átti mestan hlut í sameiginlegri þekju
hæra og á því flest við hana, sem sagt er um hærur hér á undan. Hún náði
1% af gróðurþekju á 18 stöðum, en hvergi var þekjan meiri en 2%.
Axhæra (Luzula spicata) fannst í rúmum helmingi tilrauna og náði 1%
af gróðurþekju eðameira á níu stöðum. Lítt varð þess vart, að útbreiðsla
hennar breyttist við áburðargjöf. Axhæra þakti meira en vallhæra á fimm
stöðum - Skálholtsvík, Melgerði, Gæshólum, Vaðlaheiði og Gæshólamýri. Ætla
má, að þetta séu þeir staðir, sem hafa hvað erfiðust vaxtarskilyrði upp á
að bjóða.
d. Stinnastör (Carex Bigelowii). kom nær'hvarvetna fyrir á þurrlendi.
Hún náði 1% hlutdeild í gróðurþekju eða meira á 20 stöðum. Á átta stöðum
var hlutur stinnastarar 13% eða meiri; mestur var hann 34% á Öxnadalsheiði
I, 28% á Melshorni og 27% á Öxnadalsheiöi II. Stinnastör breiddist hvar-
vetna út við friðun að tilrauninni á Melshorni undanskilinni. Við árlega
áburðargjöf rýrnaði hlutur stinnastarar mest á öðru sumri og hún hvarf
nær alveg á endanum. Þegar borið var á annað hvert ár, hélt stinnastör
nokkurn veginn hlut sínum miðað við áburðarlausu reitina og sumsstaðar nokkru
betur svo sem á Finnbogastöðum; þar jókst hlutfallsþekja úr 13% í 23%. í
eftirverkunarreitunum var þekjan svipuð því, sem gerðist í áburðarlausu
reitunum.
e. Flfur (Eriophorum Scheuchzeri; E. anqustifolium). Ekki var greint
á milli klófífu og hrafnafífu. Þær var eingöngu að finna í mýrartilraunun-
um fimm og naðul% þekju eða meira í þeim öllum nema í Lambhaga. Stærstur
var hluturinn í Gæshólamýri og Mýrarkoti eða um 9% af þekju. Fifan hvarf
yfirleitt að mestu á öðru og þriðja ári áburðargjafar og átti ekki aftur-
kvæmt í eftirverkunarreitina að marki. Gæshólamýrivar undantekningin, eins