Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 46
42
KVISTLENDI Á HÁLENDI.
(Vaðlaheiði, S.-Þing.)
Tilraunin stóð árin 1969-1973, eða í fiiran ár, og var uppskera mæld öll
árin. Gróðurfar var metið öll árin nema það síðasta. Tilraunaskipulag var
samkvæmt flokki II (sjá bls. 13).
Tilraunin var í um 450 m hæð á meira en 1 m þykkum móajarðvegi. Land-
inu hallar um 2% til NV. Gróðurþekja var aðeins 76%. Gróðurfar einkennist
fyrst og fremst af smárunnum, einkum krækilyngi með 21% þekju, sauðamerg 17%
og bláberjalyngi 5%. Mosi hefur um 20% þekju, hálfgrös um 14% og grös um
10% (sjá nánar bls. 9).
Uppskera jurta á óáborna landinu var fremur lítil eða að meðaltali 0.7
hestburðir á hektara, mest 1.6, minnst 0.2. Uppskera runna var talsverð, en
ekki mæld.
Áburðarsvörun var lxtil fyrsta árið, og var uppskeruaukinn þá aðeins um
2 hestburðir á hektara að meðaltali. Eftir það jókst uppskeran smám saman,
en samt virðist full áburðarsvörun ekki hafa náðst fyrr en á fjórða ári. Hún
var þá allgóð, ef tekið er tillit til þess, hve tilraunin er hátt yfir sjó.
Virðist mega reikna með um 18 hestburða uppskeru á hektara, sé borið á annað
hvert ár (85N-38P), en um 30, sé borið á árlega (100N-44P). Þó er mögulegt,
að um einhverja sinublöndun gróðursýna hafi verið að ræða, og þessar tölur
gætu því verið í hærra lagi.
Eftirverkunaráhrif tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) voru allgóð, en
vegna sinu eru þau sennilega ofreiknuð. Áhrifin voru þó að mestu eða öllu
horfin 1975 eða 5 árum eftir að borið var á í seinna skiptið.
Engin regla var á uppskeru eftir mismunandi áburðarskammta, og hún var
mjög breytileg milli ára. í heild var engin uppskerumunur milli liða. Minnsti
áburðarskammturinn (70N-31P) verður því að teljast fullnægjandi við þessar að-
stæður.
Við áburðinn jókst hlutdeild grasa í 35% og hélst um 40% við áburðar-
gjöf annað hvert ár (85N-38P). Hlutur hálfgrasa -einkum stinnastarar- jókst
einnig í sömu reitum, en það er heldur fátítt. í reitum, sem borið var á
árlega (100N-44P), komst hlutdeild grasa í rúm 80% á þriðja ári. Ekki bar á,
að áburðurinn veikti gróðurinn, en þó komu sum árin í ljós lítilsháttar kal-
skellur, einkum eftir stærstu áburðarskammtana. Þegar hætt var að bera á
eftirverkunarreitina, færðist gróðurfar smám saman í fyrra horf, en smárunnar-
nir voru þó nokkuð lengi að ná sér aftur á strik.
í heild má segja, áð þessi landgerð, sýni óvenju mikla áburðarsvörun
miðað við hæð yfir sjó. Hins vegar tekur nokkur ár að byggja upp frjósemi
landsins með endurtekinni áburðargjöf, og hinn mikli breytileiki í uppskeru,
sem kom fram á milli reita, bendir til þess, að uppskerubrestur geti átt sér
stað.