Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 58
54
ÞURSASKEGGSMÓI MEÐ SMÁRUNNUM.
(Kýrholt í Viðvíkursveit, Skag.)
Tilraunin stóð frá 1967 til 1972 eóa í sex ár, og var uppskera og
gróðurfar mælt öll árin. Tilraunaskipulag var samkvæmt flokki I (sjá bls. 12)
Tilraunin var á grunnum, leirblöndnum þursaskeggsmóa í um 80 mhæðogþar
sést víða í beran melinn. Gróðurfar einkennist af þursaskeggi (með um 35%
af gróðurþekju), grösum (18%), krækilyngi (9%), rjúpnalaufi (12%) og mosa
(14%). Að meðaltali eru 16% landsins gróðurlaus (sjá nánar bls. 10).
Uppskera á óáboma landinu var að meðaltali 3.6 hestburðir á hektara,
mest 6.6, minnst 1.7.
Uppskera jókst lítið við áburðinn (85N-29P) fyrsta árið eða um 2 hest-
burði; annað árið var uppskeruaukinn um 6 hestburðir. Ór því, virðist að
jafnaði mega reikna með um 17 hestburða uppskeruauka miðað við áburðargjöf
annað hvert ár (85N-29P).
Aburðarsvörun fyrir einstaka áburðarliði var misjöfn milli ára og
mjög breytileg. ÞÓ virðist vera um óverulegan uppskeruauka að ræða eftir
vaxandi köfnunarefni (70N-100N, 31P) og fosfór (21P-31P, 70N), en sá munur
er ekki marktækur.
Hlutdeild grasa jókst við áburðinn fyrsta árið í 40% og hélst síðan
á bilinu 70 til 80%. Landið mátti heita algróið á þriðja ári.
Ahrif tveggja ára áburðargjafar voru óvenju varanleg, og var hlut-
deild grasa enn 55% fjórum árum eftir að borið hafði verið á landið í
seinna sinnið (85N-29P) eða meira en helmingi meiri en í óábomu reitunum.
Áhrif á uppskeru voru einnig mun varanlegri en í flestum hinna tilraunanna.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskerii i tilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 20.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. Línurnar,
sem sýna áhrif áburðargjarfar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára
áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburðar-
skammtur var 85N-29P á hektara.