Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 67
- 63 -
GRASRÍKUR STARMÓI Á HÁLENDI.
(Öxnadalsheiði I, Skag.)
Tilraunin stóð árin 1967-1973 eða í sjö ár, og var uppskera mæld öll
árin. Gróðurfar var metið öll árin nema það síðasta. Tilraunaskipulag var
samkvæmt flokki I (sjá bls. 12).
Tilraunin var á þurrum, tiltölulega grasmiklum starmóa í um 450 m hæð.
Grös voru að jafnaði um 38% af þekju, stinnastör um 33% og mosi um 20% (sjá
nánar bls. 10).
Uppskera af óáborna landinu var að meðaltali 3.9 hestburðir á hektara,
mest 6.0, ninnst 0.9, en það er óvenjulega mikill munur.
Uppskera jókst lítið fyrsta árið, sem borið var á, eða aðeins um 4
hestburði miðað við meðal áburðarskammtinn 85N-29P. Eftir að gróðurfars-
breytingum af völdum áburðarins var lokið, en það var á öðru ári áburðar-
gjafar, virðist að jafnaði mega reikna með um 11 hestburða uppskeruauka, sé
borið á annað hvert ár (85N-29P). Uppskeruauki af völdum áburðar var mjög
breytilegur frá ári til árs. Þannig var 1970 slæmt ár og uppskera í ábomum
reitum aðeins 7 hestburðir á hektara, en 18 hestburðir 1972. Borið var á
réitina bæði þessi ár.
Milill breytileiki var í uppskeru mismunandi áburðarlia milli ára. Þó
gaf stærri köfnunarefnisskammturinn (70N-100N, 3lP) af sér að meðaltali 5
hestburða viðbótar uppskeruauka. Einnig fékkst nokkur uppskeruauki (3 hest-
burðir) eftir aukinn fosfór (22P-31P, 100N) og jafnmikill eftir kalíáburð (58K).
í eftirverkun var enginn uppskerumunur á milli áburðarliða.
Áburðargjöf í tvö ár hafði í för með sé allmikinn uppskeruauka fyrsta
árið eftir að hætt var að bera á. Á öðru ári höfðu hins vegar áburðaráhrifin
fjarað út að mestu, bæði hvað varðar uppskeru og gróðurfar.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru í tilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 20.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. LÍnurnar,
sem sýna áhrif áburaðrgjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára
áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburðar-
skammtur var 85N-29P á hektara.