Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 31
27
HÁLFGRÓINN MELUR.
(Melgerði í Eyjafirói, Eyf.)
Tilraunin stóð árin 1969-1976 eða í átta ár, og var uppskera mæld
öll árin, en gróðurfar aðeins fjögur þau fyrstu. Tilraunaskipulag var
samkvæmt flokki II (sjá bls. 13 ).
Tilraunin var á sléttum, nokkuð leirblöndnum mel í um 30 m hæð.
Melurinn var hálfgróinn, eða 57% við upphaf tilraunarinnar (sjá nánar
bls. 19).
Uppskera var á mörkum þess að vera mælanleg eða um 0.5 hestburðir á
hektara að jafnaði í óábornu reitunum þau átta ár, sem uppskera var
mæld.
Við áburðinn þéttist gróðurinn, og var hluti ógróins lands aðeins um
15% í ábornum reitum (85N-38P) í lok fyrsta sumars, og landið mátti heita
algróið árið eftir. Einkum voru það grös, sem breiddust út við áburðinn,
og urðu þau strax næstum einráð í gróðurþekjunni.
Frjósemi landsins var hins vegar lengur að aukast við áburðargjöfina.
Uppskeruauki fyrsta árið var aðeins um 5 hestburðir á hektara, miðað við
meðaláburðarskammtinn 85N-38P. annað árið um 7 og þriðja árið um 9 hest-
burðir. Á fjórða ári var áburðaráhrifanna aftur á móti farið að gæta að
fullu með miklum uppskeruauka eða um 35 hestburðum á hektara að jafnaði í
þeim reitum, sem borið var á annað hvert ár (85N-38P), en um 46 hestburðum
í þeim reitum, sem borið var á árlega (100N-44P). Líklegt er þó, að
gróðursýni hafi verið sinu blandin sum árin, og því gætu þessar tölur
verið í hærra lagi, einkum 1973.
Áburðarsvörun fyrir mismunandi áburðarliði var heldur óregluleg milli
ára, en nokkur uppskeruauki fæst bæði fyrir aukið magn af köfnunarefni (70N-
100N) og fosfór, þótt sá munur sé á mörkum þess að vera marktækur vegna
mikilla sveiflna. Stærsti áburðarskammturinn (100N-44P) gefur þó 10 hest-
burðum meiri uppskeru á hektara en sá minnsti (70N-31P), ef tekið er meðal-
tal þeirra átta ára, sem tilraunin stóð.
Eftirverkunaráhrifa tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) gætti tals-
vert fyrstu árin, en þau voru að mestu horfin fjórða áburðarlausa árið
hvað uppskeru snerti. Þeirra gætti hins vegar lengur í gróðurfari.
Vegna hagstæðra veðurskilyrða í Eyjafirði svara jafnvel hálfgrónir
melar þar vel áburði, en eftirverkun er lítilfeins og ævinlegaá slíku landi.