Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 121
117
og fyrr. Ekki varð séö, að áburður hefði þar nokkur áhrif á fífu, enda er
sú mýri æöi blaut. Land í sumum hinna mýrartilraunanna mun hafa verið að
þorna á tilraunatímanum. Við það minnkaði hluti fífu í óábornu reitunum
nokkuö.
f. Votlendisstarir og skúfgrös (Carex sp., Scirpus sp.) eru tekin í
einu lagi. Stinnastarar var getið sérstaklega hér að framan.
Þessi flokkur kom fyrir í raýratilraununum fimm og á Melshorni. Á
síðastnefnda staðnum var þekjan aðeins 3% í áburðarlausu reitunum, en 26-45%
í sömu reitum mýratilraunanna. Á þurrlendi hurfu þessar tegundir strax við
áburðargjöf, en í mýrum héldu þær velli að nokkru leyti og því lengur, sem
mýrinn var blautari. í Gæshólamýri jókst hlutdeild þessara tegunda lítil-
lega við áburðinn. í hinum mýratilraununum - Gerðubergi, Syðri-Hömrum,
Mýrarkoti og Lambhaga - minnkaði hlutur þeirra í 20-27% við áburð annað
hvert ár og 3-14% við árlega áburðargjöf. Breytingin virtist varanleg, því
tegundirnar unnu litt á i eftirverkunarreitunum. Friðun áburðarlausu reit-
anna virtist litil áhrif hafa. í Mýrarkoti minnkaði þekja þessara tegunda
þó mjög i óábomu reitunum á tilraunatimanum. Þar mun landiö hafa verið að
þorna, enda nýlega ræst fram. Rakastig mýranna virðist ráða miklu um við-
brögð þessara tegunda við áburðargjöf.
g. Tilraun til flokkunar hálfgrasa. Ef saman er tekið það, sem sagt
er hér á undan um viðbrögð hálfgrasa við áburðargjöf og friðun, má draga
þau i þrjá dilka. Þá er sleppt votlendisstörum og skúfgrösum vegna fjöl-
breytileika, en þau ættu likast til heima i siðasta flokknum. Flokkamir eru
þessir:
Breiðast út við friðun.
Halda hlut sinum við áburðargjöf annað hvert ár: Stinnastör.
Halda hlut sinum við áburðargjöf.
Litil þekja, en breytist ekki að ráði: Vallhæra og axhæra.
Draga saman seglin við áburðargjöf.
Halda þó 1-2% þekju við áburð annað hvert ár: MÓasef, þursaskegg og
fífur.
Siðar verður reynt að tengja þetta við samskonar flokkun annarra teg-
unda.