Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 122
118 -
3. BLÓMJURTIR.
Þessi flokkur var mjög misstór þáttur í gróðurfari einstakra tilrauna.
Við upphaf var hlutur þeirra í gróðurþekju óábornu reitanna 2-42%. Sú friðun,
sem tilraunirnar létu í té, nægði til þess, að hlutur blómjurta óx heldur í
áburðarlausu reitunum. Við áburðargjöf annað hvert ár virtust blómjurtir
halda hlut sínum að mestu, en viku fyrir grösum við árlega áburðargjöf.
Hvergi lá þó nærri, að þær hyrfu. Þessi flokkur gengur því næst grösum að
getu til að nýta áburð og standast samkeppni í þéttum sverði og mikilli
grósku. Ekki eru þó allar tegundir blómjurta þar á sama báti, eins og
kemur fram hér á eftir. Flestar blómjurtir virtust breiðast út í eftirverk-
unarreitunum, en þó voru frá því veigamiklar undantekningar; þar er helst að
nefna blóðberg og rjúpnalauf.
Hér á eftir verður fjallað um þær tegundir hverja fyrir sig, sem náðu
meira en 1% þekju að meðaltali í áburðarlausum rei.tum í að minnsta kosti
einni tilraun. Þær eru 12 talsins. Auk þeirra fundist um 40 tegundir blóm-
jurta í tilraununum. Margar þeirra fundust mjög sjaldan og engin þeirra
svo oft, að tilefni gefi til ályktana um viðbrögð við áburðargjöf. Þeirra
verður því ekki getið sérstaklega.
a. Ljónslappi (Alchemilla alpina), var fremur fátíður í tilraunum
þessum. Hann náði 1% þekju eða meira á 7 stöðum af 28, öllum norðanlands.
Þar af skáru 3 staðir sig úr með 8-29% þekju. Þessir staðir voru Skáldsstað-
ir, Gil og Kirkjuból. Vænta má, að svo mikil tíðni ljónslappa sé merki um
snjóþyngsli. Þekja minnkaði við áburðargjöf, einkum væri borið á árlega.
Við friðun jókst hlutfallsþekja ljónslappa, en hann var í of fáum tilraunum
að finna til þess að draga megi af því víðtækar ályktanir.
b. Hrafnaklukka (Cardamine pratensis) fannst í öllum mýratilraununum
og allvíða í þurrlendistilraununum. Hlutur hennar 1 gróðurþekju var þó
hvarvetna mjög lítill eða mestur um 1%. Áburðargjöf virtist litlu breyta
um þekjp tegundarinnar.
c. MÚsareyra og vegarfi (Cerastium alpinum; C. caespitosum). fundust
víðast hvar, en yfirleitt bar litið á þeim í áburðarlausu reitunum. Þar
náðu tegundir þessar samanlegt 1% af gróðurþekju eða meira á sjö stöðum af
28; mest 3% í Skálholtsvík og í Melgerði. Friðunin ein sér breytti litlu.
Sumsstaðar breiddust tegundir þessar verulega út fyrsta ár áburðargjafar, en
þoka síðan um set fyrir grösum. Þetta átti einkum við á lítt grónum
stöðum á þurrlendi. í lok fyrst sumars áburðargjafar náðu tegundirnar 1%
þekju eða meira a 20 stöðum; mest 8% í Kýrholti, 7% í Skálholtsvík og 6%
.