Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 28
24
LÍTIÐ GRÓINN MELUR.
(Skálholtsvik í Hrútafirói, Strand.)
Tilraunin stóð árin 1969-1973, og var uppskera og gróðurfar mælt öll
árin nema 1969. Tilraunaskipulag var samkvæmt flokki ÍI (sjá bls. 13).
Tilraunin var á lítið grónum mel á berangri í um 50 m hæð. Gróður-
hula við upphaf tilraunarinnar var aðeins um 36%. Mest bar á grösum með
19% þekju, rjúpnalaufi 16%, lambagrasi 13% og blóðbergi 11% þekju (sjá nánar
bls. 19).
Uppskera á óáboma landinu var óveruleg, eins og vænta má á svo lítið
'grónu landi, eða um 0.6 hestburðir á hektara að meðaltali.
Gróður þéttist mikið við áburðinn, og var gróðurhula orðin um 85% á
öðru ári. Grös urðu ráðandi með um 60-80% hlutdeild í gróðurþekju í ábornum
reitum öll árin, en hlutdeild annarra tegunda minnkaði.
Áhrif áburðarins á uppskeru urðu í heild fremur lítil. Uppskeruaukinn
var allbreytilegur milli ára, en komst mest í um 11 hestburði á hektara í
þeim reitum, sem borið var á árlega (10.0N-44P) . Uppskeruaukinn var hins
vegar mun minni í reitum, sem borið var á annað hvert ár (85N-38P).
Lítill uppskeruaioki fékkst eftir áburð umfram 7QN-31P, en það var
minnsti skammturinn. Þessi efnahlutföll virðast því nokkuð við hæfi. Engin
svörun fékkst fyrir kalíáburð (58K).
Áburðargjöf í tvö ár (85N-38P) hafði lítil áhrif á uppskeru, þegar frá
leið. Þremur árum eftir að hætt var að bera á, var uppskeruauki af völdum
áburðarins aðeins um 0.5 hestburðir á hektara. Áhrif á gróöurfar voru hins
vegar mun meiri en uppskera gefur til kynna. Á þriðja ári var gróðurhula um
75%, en var þá um 40% í óábornum reitum. Þar áttu grös stærstan hlut.
Þetta land er ákaflega illa fallið til áburðargjafar. Ástæðan er
öðru freraur sú, að landið er berangur, þar sem er snjólétt og vinda-
samt, eins og upprunalegur gróður ber með sér.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru í tilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 21.
Á næstu síðirni eru línurit, sem sýna uppskeru og gróður. Línurnar, sem
sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára áburðar-
gjafar, eru byggðar á meðaltali allra ábuðarliða. Meðaláburðarskammtur var
85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburðargjafar, byggir á
sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum 100N-44P á hektara.