Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 79
75
SENDIÐ GRASLENDI MEÐ SEFGRÓÐRI.
(Galtalækur á Landif Rang.)
Tilraunin stóð árin 1969-1975 eða í sjö ár, og var uppskera mæld öll
árin. Gróðurfar var líka metið hvert ár nema 1974. Tilraunaskipulag var
samkvæmt flokki II (sjá bls. 13).
Tilraunin var í um 100 m hæð á djúpum, sendnum valllendismóa. Gróður-
far einkennist af grösum (um 40% af þekju), þursaskeggi (16%), mosa (17%),
gulmöðru, sem er einkennandi fyrir þurran sandjarðveg, og krossmöðru (sjá
nánar bls. 10).
Tilraunalandið er nokkuð frjósamt, en allmiklar sveiflur voru í upp-
skeru milli ára, eins og oft er á valllendi. Að jafnaði var uppskera á ó-
ábornum reitum 6 hestburðir á hektara, mest 8.4, minnst 2.3 . Áburðar-
svörun var nokkuð góð og eftir að gróðurfarslegu jafnvægi er náð, virðist
mega reikna með um 19 hestburða uppskeruauka á hektara af áburðinum í meðal-
ári, sé borið á annað hvert ár (85N-38P), en um 29, ef borið er á árlega (100N-
44P). Uppskera náði ekki hámarki fyrr en eftir 3-4 ára áburðardreifingu.
Eftirverkun tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) var mikil fyrstu tvö árin,
en féll nokkuð ört úr því. Fimmta áburðalausa árið var munur á uppskeru milli
eftirverkunar- og óáborinna reita 3.5 hestburðir á hektara.
Enginn munur var á uppskeru eftir mismunandi áburðarskammta fyrsta árið.
Eftir það fékkst að meðaltali 6 hestburða uppskeruauki fyrir stærri köfnunar-
efnisskammtinn (70N-100N), en uppskeruaukinn var þó mjög mismunandi milli
ára. Enginn uppskeruauki fékkst fyrir aukið magn af fosfór (31P-44P) ög ekki
heldur fyrir kalíáburð (58K).
Full gróðurfarsbreyting vegna áburðar náðist strax á fyrst ári, og hélst
hlutdeild grasa um 80% á ábornu reitunum flest árin. Mikilla friðunaráhrifa
gætti i tilrauninni, og kom það fram í aúkinni hlutdeild blómjurta, einkum
krossmöðru og gulmöðru. Eftirverkunaráhrif áburðarins á gróðurfar voru heldur
meiri og varanlegri en á upþskeru.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru ítilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 21.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar.
Línurnar, sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverk-
un tveggja ára áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðaliða. Meðal-
áburðarskammtur var 85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburðar
gjafar, byggir á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum 100N
44P á hektara.