Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 76
72
SENDIÐ GRASLENDI MEÐ SEFGRÓÐRI.
(Melur i Sæmundarhliðy Skag.)
Tilraunin stóð árin 1967-1974 eða í átta ár, og var uppskera mæld
öll árin. Gróðurfar var metið öll árin nema tvö þau síðustu. Tilrauna-
skipulag var samkvæmt flokki I (sgá bls. 12)’.
Tilraunin var á þýfðum, frémur grunnum, þurrum móa í um 6Q m hæð.
Ríkjandi tegundir eru grös (33%), þnrsaskegg (21%), móasef (11%), stinna-
stör (7%) og mosi (15%) (sjá nánar bls. 10)..
Uppskera á óáborna landinu var að meðaltali um 3.5 hestburðir á hektara,
mest 6.6, minnst 2.0.
Uppskera jókst um 6 hesbburði við áburðinn fyrsba árið, en á öðru ári
var jafnvægi náð. Virðist þá að jafnaði mega reikna með um 16 hestburða
uppskeruauka, sé borið á annað hvert ár (85N-29P), en uppskera var mjög
breytileg milli ára.
Marktækur uppskeruauki fékks-t fyrir aukið köfnunarefni (70N-10QN,
3lP) eða rúmir 5 hestburðir. Aukinn fosfór (22P-31P, 100N) virðist hins
vegar ekki gefa uppskeruauka og sama gildir um kalí (58K).
Hlutdeild grasa jókst ekki veirulega fyrsta árið, en náði síðan há-
marki og jafnvægi með um 70-80% þekju.
Áhrif tveggja ára áburðardreifingar (85N-29P) voru varanlegri en á
flestum hinum tilraunastöðunum. Fjórum árum síðar var hlutdeild grasa enn
um 50% í eftirverkunarreitum. Uppskera hélst einnig allmikil, en mun hafa
verið eitthvað ofmetin vegna sinublöndunar sýna. Enginn munur kom fram á
milli mismunandi áburðarliða í eftirverkun.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru í tilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 20.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. . Línumar,
sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára
áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburaðr-
skammtur var 85N-29P á hektara.