Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 92
88
FRAMRÆST GRASGEFIN MÝRI.
(Syðri-Hamrar í Holtum, Rang.)
Tilraunin stóð árin 1969 - 1973 eða í fimm ár. Uppskera og gróður-
far var mælt öll árin. Tilraunaskipulag var samkvæmt flokki III. (sjá
bls. 14).
Tilraunin var á framræstu mýrlendi í um 40 m hæð. Landið er heldur
deigara en í tilrauninni á Gerðubergi. Gróðurfar einkennist af grösiam
(57%), mýrastör (25%) og öðrum hálfgrösum (sjá nánar bls. 11).
Uppskera á óáborna landinu var að meðaltali 13 hestburðir á hektara
mest 20, minnst 8. Uppskera jókst eftir því, sem leið á tilraunatímann,
en það gæti bent til friðunaráhrifa og að áhrif framræslunnar hafi verið
að aukast á tilraunatímanum.
Uppskera jókst lítið við áburðinn fyrsta árið eða aðeins um rúmlega
einn hestburð fyrir meðaláburðarskammtinn 50N-36P. Á öðru ári virtist
gróðurfarsbreytingin vegna áburðarins lokið, og var uppskeruaukinn raunar
mestur það ár eða um 18 hestburðir miðað við áburðarskammtinn 50N-36P.
Uppskeruaukinn varð eftir það ekki nema um 7 hestburðir á hektara, ef
borið var á annað hvert áir (50N-36P) . Hins vegar virðist mega reikna
með um 14 hestburða uppskeruauka, sé borið á árlega (80N-44P).
Fosfór einn sér hafði í för með sér talsverðan uppskeruauka eða
í meðaltal fyrir öll ár 5 hestburði fyrir minni skammtinn (26P), en 6
fyrir þann stærri (44P). 40 kg N á hektara gaf 2 hestburði miðað við
minni fosfórskammtinn (26P) og 6 hestburði miðað við þann stærri (44P).
Þessi uppskeruauki vegna köfnunarefnis og vaxandi skammta af því er að
verulegu leyti tilkominn vegna mikill áhrifa á öðru áburðarári, en önnur
ár gætti áhrifa köfnunarefnisins minna. Svörun fyrir kalíáburð var ekki
mælanleg.
Hlutdeild grasa jókst tiltölulega lítið við áburðinn, enda um gras-
gefna mýri að ræða. Hlutdeild þeirra var þó 80-90%, þar sem borið var á
árlega.
Eftirverkunaráhrif tveggja ára áburðargjafar (50N-36P) voru lítil
og engin á öðru ári eftirverkunar.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru i tilrauninni eru sýnd í
töflu 5 bls. 22.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. LÍnur-
nar, sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja
ára áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburð
arskammtur var 50N-36P á hektara. LÍnan, sem sýnir áhrif árlegar áburðar
gjafar, byggir á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum
80N-44P á hektara.