Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 101
97
MÝRI Á HÁLENDI.
(Gæshólamýri á Hjarðarfellsdal/ Hnapp.)
Tilraunin stóö frá 1969 til 1973 eða i sex ár, og var uppskera mæld
öll árin. Gróðurfar var metið öll árin nema það síðasta. Tilraunaskipu-
lag var samkvæmt flokki I (sjá bls. 12).
Tilraunin var á óframræstri mýri í um 280 m hæð. RÍkjandi
gróðurtegundir eru mýrastör, fífa, ljósastör og mosi, sem er um helmingur
af gróðurhulu. Grös eru lítið áiberandi, eða aöeins um 2% af þekju (sjá
nánar bls. 11).
Uppskera á óáborna landinu var að meöaltali 4.6 hestburðir á hektara,
mest 9.5, minnst 2.8 .
Gróðurfar breyttist fremur lítið við áburðinn. Hlutdeild grasa jókst
aöeins úr 2% í um 12%, en hlutdeild mosa minnkaði samsvarandi. , Uppskera
jókst einnig lítið eða að jafnaöi aðeins um 5 hestburði á hektara þeu sex
ár, sem tilraunin stóð. BoriÖ var á fyrstu tvö árin og síöan annað hvert
ár (85N-29P). Enginn munur var í uppskeru eftir mismunandi áburðarskammta
(minnst 70N-31P, mest 100N-31P).
Eftirverkunaráhrif tveggja ára áburðargjafar voru óveruleg og með
öllu horfin 1973, eða fjórum árum eftir að boriö var á í síðara skiptið.
Meginniðurstaða tilraunarinnar er sú, að tilgangslítið sé að bera
á óframræsta mýri með miklu af fífu og ljósastör. Þessar tegundir benda
til mjög slæmra rakaskilyrða fyrir grös, en það eru fyrst og fremst þau,
sem svara áburði.
Áhrif mismunandi áburöarliöa á uppskeru í tilrauninni eru sýnd í
töflu 5 bls. 20.
Á næstu síöum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar.
Línurnar, sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftir-
verkun tveggja ára áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða.
Meðaláburðarskammtur var 85N-29P á hektara.