Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 55
51
MOSARÍKUR ÞURSASKEGGSMÓI.
(Hrosshagi í Biskupstunguni/ Árn.)
Tilraunin stóð árin 1969-1977 eða x níu ár, og var uppskera mæld öll
árin nema 1969. Gróðurfar var metið öll árin nema 1974. Tilraunaskipulag
var samkvæmt flokki II (sjá bls. 13).
Tilraunin var í um 10Q m hæð yfir sjávarmáli á fremur djúpum, stór-
þýfðum móa. Gróðurfar einkennist af mosa (45% þekja), grösum (17%), þursa-
skeggi (11%) og stinnastör (6%). Smárunnar, aðallega krækilyng og grasvíðir,
eru helstu fylgitegundir (5% þekja). Tilraunalandið var nær algróið við
upphaf tilraunarinnar (sjá nánar bls. 101.
Tilraunalandið er fremur rýrt, og var uppskera á óábornum reitum aðeins
um 3 hestburðir á hektara að meðaltali, mest 4.4, rainnst 1.8.
Fremur lítil gróðurfarsbreyting átti sér stað af völdum áburðarins fyrsta
árið og kom það fram í litlum uppskeruauka. yppskera náði ekki hámarki fyrr en
á fjórða ári. Eftir það var uppskeruaukinn í þeim reitum, sem borið var á
annað hvert ár (85N-38P), um 18 hestburðir á hektara að jafnaði, en um 37 á
þeim reitum, sem borið var á árlega (10QN-44P).
Eftirverkun tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) var allmikil fyrsta
áburðarlausa árið, og uppskera varð þá nokkru meiri en slðara áburðarárið.
Úr því minnkaði uppskeran nokkuð ört, og var uppskeruaukinn kominn niður í um
1 hestburð fimmta áburðarlausa árið.
Lítill og óreglulegur munur var á uppskeru eftir mismunandi áburðarskammta
fyrstu tvö árin, en það bendir til þess, að minnsti áburðarskammturinn (70N-
3lP) sé nógu stór í upphafi á±>urðargjafar. Eftir það kom fram talsverður upp-
skeixiauki fyrir vaxandi köfnunarefni(70N-100N). Hann var nokkuð óreglulegur
milli ára, en að jafnaði um 6 Iiestburðir á hektara. Enginn uppskeruauki var
fyrir vaxandi fosfór (31P-44P1 og ekki teljandi víxilverkanir milli köfnunar-
efnis og fosfórs. Engin svörun kom fram fyrir kalíáburð. Munur milli áburðar-
skammta í ef.tirverkun var ekki marktækur.
Gróðurfar breyttist lítið við áburðinn fyrsta árið, en eftir það jókst
hlutur grasa í ábomu reitunum mjög ört, en hlutdeild allra annara tegunda,
nema blómjurta, minnkaði að sama skapi. Mosinn var að mestu horfinn úr þeim
reitum á þriðja og fjórða sumri. í reitum, sem borið var á annað hvert ár
(85N-38P), var hlutdeild grasa að meðaltali um 80% eftir að gróðurfarslegu
jafnvægi við áburðinn var náð, en um 93% í reitum, sem borið var á árlega
(100N-44P). Hlutur grasa minnkaði jafnt og þétt eftir að áburðargjöf (85N-
38P) var hætt á eftirverkunarreitina og var að lokum, kómin nær í sama far
og þar, sem aldrei hafði áburður komið. í staðinn óx upp mosi og hálfgrös.
Gróðurfarsbreytingar af völdum áburðar endast þó sýnu lengur en upp-
skeruauki í eftirverkunarreitunum.