Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 70
- 66
MOSARÍKT GRASLENDI,
(Efri-VÍk í Landbroti/ V.-Skaft.)
Tilraunin" stóð árin 1969-1975 eða í sjö ár, og var uppskera mæld öll
árin. Gróðurfar var metið öll árin nema 1974. Tilraunaskipulag var sam-
kvæmt flokki II (sjá bls. 13).
Tilraunin var í um 40 m hæð á grunnum, sendnum móa á gleypnu hrauni.
Gróðurfar einkennist af'grösum (37% af þekju), mosa (32%), gulmöðru (15%)
þursaskeggi (5%). Landið er algróið (sjá nánar bls. 10).
Tilraunalandið er fremur ófrjósamt og var uppskera á óábornum reit-
um um 4 hestburðir á hektar að meðaltali, mest 5.4, minnst 2.4.
Breytingum á gróðurfari af völdum áburðarins var að mestu lokið
strax á öðru ári. Eftir það virðist að jafnaði mega reikna með um 15
hestburða uppskeruauka, sé borið á annað hvert ár, miðað við meðaláburðar-
skammtinn 85N-38P, en um 25, ef borið er á árlega (100N-44P).
Áburðarsvörun fyrir mismunandi tilraunaliði var allbreytileg milli
ára. 1 þeim reitum, sem borið var á annað hvert ár, gaf aukið magn af
köfnunarefni (70N-100N) talsverðan uppskeruauka tvö þeirra ára, sem borið
var á reitina (annað og fjórða ár). Að öðru leyti var munur á uppskeru
á milli áburðarskammta óverulegur, bæði ef borið var á annað hvert ár og
eins í eftirverkun.
Áburðargjöf í tvö ár hafði skammvinn áhrif. Tveimur árum eftir að
hætt var að bera á (85N-38P), var uppskeruauki kominn niður í rúma 4 hest-
burði á hektara, en 1 hestburð fimmta eftirverkunarárið.
Við áburðinn jókst hlutdeild grasa í um 80% strax á fyrst ári og
hélst á því bili, ef borið var á annað hvert ár (85N-38P), en um 85%, ef
borið var á árlega (100N-44P). Hlutdeild grasa minnkaði mikið i eftir-
verkunarreitunum fyrsta áburðarlausa árið, og gróðurfar hafði nálgast að
mestu sitt upphaflega form fimmta árið.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru i tilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 21.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. Línurnar,
sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára
áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra ábuðrðarliða. Meðaláburðar-
skammtur var 85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburðar-
gjafar, byggir á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum
100N-44P á hektara.