Fjölrit RALA - 20.03.1980, Blaðsíða 43
39
MOSAÞEMBA MEÐ GRÖSUM.
(Skálmholt í Flóaf Árn.)
Tilraunin stóð árin 1969-1975 eða í sjö ár, og var uppskera mæld öll
árin. Gróðurfar var metið öll árin nema 1974. Tilraunskipulag var sam-
kvæmt flokki II. (sjá bls. 13).
Tilraunin var í um 60 m hæð á grunnum (25-50 cm) móa á hrauni. Gróður-
far einkennist fyrst og fremst af mosa (52%) og grösum (22%), en af öðrum
tegundum eru þursaskegg, krækilyng og grasvíðir algengastar. Landið er illa
fallið til ræktunar, vegna þess hve grunnt er á hraun (sjá nánar bls. 9 ).
Tilraunalandið er mjög rýrt, og var uppskera í óábornu reitunum að
meðaltali aðeins um 2.4 hestburðir á hektara, mest 4.0, minnst 1.1. Upp-
skeruauki af völdum áburðarins var sáralítill fyrsta árið, aðeins um 3 hest-
burðir miðað við meðaláburðarskammtinn 85N-38P, en á öðru ári um 14 hestburð-
ir á hektara. í þeim reitum, sem borið var á árlega (100N-44P), var uppskeru-
aukinn yfirleitt um 16-17 hestburðir, en meiri 1973, sem var með bestu grasárum
á Suðurlandi. Áburðargjöf annað hvert ár (85N-38P) sýnir, að þessi jarðvegur
virðist hafa litla efnageymslueiginleika. Þau ár, sem borið var á, var uppskeru-
aukinn um 13 hestburðir á hektara að meðaltali, en árin 1971 og 1975 ekki
nema 5 hestburðir. Árið 1973 sker sig úr, eins og sést á línuritinú.
Eftirverkunaráhrifa gætti lítið, og var uppskeran aðeins rúmum hestburði
meiri vegna eftiverkunar tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) en á óábornu
reitunum 1972.
Stærri köfnunarefnisskammturinn gaf lítinn uppskeruauka, og var sá munur
ekki marktækur. Vaxandi fosfór gaf engan uppskeruauka, og engin svörun fékkst
fyrir kalíáburð.
Hlutdeild grasa í gróðurþekju jókst á fyrsta ári áburðargjafar úr 19% í
46% og í 73% á öðru ári. Síðan var hún 60-70%, þar sem borið var á annað
hvert ár (85N-38P), en jókst smám saman upp í um 90%, þar sem borið var á ár-
lega (100N-44P). Hlutdeild grasanna minnkaði allmikið fyrstu tvö árin eftir
að hætt var að bera á (85N-38P), en síðan hægar. Hlutur grasa og blómjurta
óx með tímanum í óábornu reitunum, en hlutur mosa minnkaði vegna þéttari
gróðurs. Bendir það til nokkurra friðunaráhrifa, en einnig gæti það stafað
af áhrifum góðærisins 1973.
1 heild má segja, að þessi landgerð sé ekki vel fallin til áburðar-
gjafar.
Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru ítilrauninni eru sýnd í töflu
5 bls. 21.
Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. Línurnar,
sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára
áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburðarskammt-
ur var 85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburðargjafar,
byggir á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum 100N-44P á
hektara.