Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 43

Fjölrit RALA - 20.03.1980, Page 43
39 MOSAÞEMBA MEÐ GRÖSUM. (Skálmholt í Flóaf Árn.) Tilraunin stóð árin 1969-1975 eða í sjö ár, og var uppskera mæld öll árin. Gróðurfar var metið öll árin nema 1974. Tilraunskipulag var sam- kvæmt flokki II. (sjá bls. 13). Tilraunin var í um 60 m hæð á grunnum (25-50 cm) móa á hrauni. Gróður- far einkennist fyrst og fremst af mosa (52%) og grösum (22%), en af öðrum tegundum eru þursaskegg, krækilyng og grasvíðir algengastar. Landið er illa fallið til ræktunar, vegna þess hve grunnt er á hraun (sjá nánar bls. 9 ). Tilraunalandið er mjög rýrt, og var uppskera í óábornu reitunum að meðaltali aðeins um 2.4 hestburðir á hektara, mest 4.0, minnst 1.1. Upp- skeruauki af völdum áburðarins var sáralítill fyrsta árið, aðeins um 3 hest- burðir miðað við meðaláburðarskammtinn 85N-38P, en á öðru ári um 14 hestburð- ir á hektara. í þeim reitum, sem borið var á árlega (100N-44P), var uppskeru- aukinn yfirleitt um 16-17 hestburðir, en meiri 1973, sem var með bestu grasárum á Suðurlandi. Áburðargjöf annað hvert ár (85N-38P) sýnir, að þessi jarðvegur virðist hafa litla efnageymslueiginleika. Þau ár, sem borið var á, var uppskeru- aukinn um 13 hestburðir á hektara að meðaltali, en árin 1971 og 1975 ekki nema 5 hestburðir. Árið 1973 sker sig úr, eins og sést á línuritinú. Eftirverkunaráhrifa gætti lítið, og var uppskeran aðeins rúmum hestburði meiri vegna eftiverkunar tveggja ára áburðargjafar (85N-38P) en á óábornu reitunum 1972. Stærri köfnunarefnisskammturinn gaf lítinn uppskeruauka, og var sá munur ekki marktækur. Vaxandi fosfór gaf engan uppskeruauka, og engin svörun fékkst fyrir kalíáburð. Hlutdeild grasa í gróðurþekju jókst á fyrsta ári áburðargjafar úr 19% í 46% og í 73% á öðru ári. Síðan var hún 60-70%, þar sem borið var á annað hvert ár (85N-38P), en jókst smám saman upp í um 90%, þar sem borið var á ár- lega (100N-44P). Hlutdeild grasanna minnkaði allmikið fyrstu tvö árin eftir að hætt var að bera á (85N-38P), en síðan hægar. Hlutur grasa og blómjurta óx með tímanum í óábornu reitunum, en hlutur mosa minnkaði vegna þéttari gróðurs. Bendir það til nokkurra friðunaráhrifa, en einnig gæti það stafað af áhrifum góðærisins 1973. 1 heild má segja, að þessi landgerð sé ekki vel fallin til áburðar- gjafar. Áhrif mismunandi áburðarliða á uppskeru ítilrauninni eru sýnd í töflu 5 bls. 21. Á næstu síðum eru línurit, sem sýna uppskeru og gróðurfar. Línurnar, sem sýna áhrif áburðargjafar annað hvert ár og eftirverkun tveggja ára áburðargjafar, eru byggðar á meðaltali allra áburðarliða. Meðaláburðarskammt- ur var 85N-38P á hektara. Línan, sem sýnir áhrif árlegar áburðargjafar, byggir á sama meðaltali fyrstu tvö árin, en síðan á áburðarliðnum 100N-44P á hektara.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.