Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 2
Það var klárlega meiri aðsókn í bóluefni en hefur verið og við höfum reynt að fá meira en það er fullreynt, við fáum ekki meira. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga 9 sjúklingar liggja á sjúkra- húsi með COVID-19. Jólatréð komið upp í Kópavogi Jólatré Kópavogsbæjar var sett upp á sínum stað í gær en hefð er fyrir því að tréð standi fyrir utan Gerðarsafn í miðbænum. Ljósin verða síðan tendruð á trénu við hófstillta og fallega athöfn, þar sem sóttvarna verður gætt í hvívetna, á laugardaginn næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID-19 „Ég hef heyrt í nokkrum sem hafa verið að velta þessu fyrir sér, hvenær þeir þurfa að vera komnir heim upp á sóttkví og annað,“ segir Haukur Logi Karlsson, formaður SÍNE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, en hann hefur rætt við þó nokkra íslenska námsmenn sem staddir eru erlendis og segir fyrstu spurningu yfirleitt vera hvenær viðkomandi þurfi að koma heim til að halda jólin. Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá almannavörnum, sagði á upplýsingafundi í vikunni að Íslendingar sem eru búsettir erlend- is og ætla að koma heim yfir jólin þurfi að koma heim eigi síðar en 18. desember til að sleppa við sóttkví um jólin. Fólk sem flýgur hingað til lands þarf að velja milli þess að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli eða 14 daga sóttkví. Víðir benti einnig á að yfirvöld væru vel í stakk búin til að taka á móti auknum fjölda í kringum jólin. Haukur segir að eitt sé að komast heim og ná jólunum en að fara aftur út og fara þá aftur í sóttkví geti flækt stöðuna. Ef Ísland fer á grænan lista Evrópusambandsins í kjölfarið á því að smitum hafi fækkað mikið að undanförnu geti það þó leyst mörg vandamál námsmanna erlendis. „Flestir íslenskir námsmenn eru staddir í Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum og svo er svolítið stór hópur af læknanemum í Ung- verjalandi. En svo er fólk reyndar út um allt og það eru Íslendingar víða í námi,“ segir Haukur. Hann segir að hann geti ímyndað sér að þetta námsár hafi verið mörg- um þungt í skauti enda hafi COVID sett allt skólastarf um allan heim úr skorðum. „Ég held að þetta sé búið að vera strembið hjá ansi mörgum. Fólk náði að koma sér út en svo lentu margir í því að skólunum var hreinlega lokað og viðkomandi þarf þá að fara í fjarnám fastur inni í lítilli íbúð. Viðkomandi hittir varla neinn, hefur ekkert stuðningsnet og upplifir ekkert félagslíf. Þetta er búið að vera erfitt ástand hjá mörgum. Það er öðruvísi að vera hér á Íslandi þar sem stuðningsnetið er með fjölskyldu og vini. Námsmenn erlendis þurfa að standa á eigin fótum og sækja þá yfirleitt í félags- skap frá öðrum samnemendum. Síðan er skólanum lokað.“ Hann veit til þess að margir hafi frestað námi sínu eða hrökklast úr náminu sökum ástandsins. „Ég held að margir námsmenn hafi séð í hvað stefndi og frestað námi. Stefndu á að fara í mastersnám eða annað styttra nám og slógu því á frest. Svo hefur maður heyrt af námsmönnum sem fóru út en hafa komið aftur heim vegna ástandsins.“ benediktboas@frettabladid.is Námsmenn vilja vita sóttkvíarrammann Íslenskir námsmenn erlendis eru margir að velta því fyrir sér þessa stundina hvernig málum verði háttað varðandi sóttvarnir við heimkomu um jólin. Málin séu flókin og sumir ætla að sleppa því að koma heim vegna flækjustigs. Námsmenn erlendis hafa þurft að takast á við hindranir og jafnvel einangr­ un fjarri fjölskyldu og hlakka til að koma heim um jól. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ég held að þetta sé búið að vera strembið hjá ansi mörgum. Fólk náði að koma sér út en svo lentu margir í því að skólunum var hreinlega lokað og viðkomandi þarf þá að fara í fjarnám fastur inn í lítilli íbúð sem er verið að leigja. Haukur Logi Karls- son, formaður SÍNE HEILBRIGÐISMÁL Bóluefni gegn árlegri inflúensu er búið á landinu en 75 þúsund manns hafa verið bólusett. Jón Magnús Kristjáns- son, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum ,og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, eru sammála um að mikilvægt sé að fólk hugi áfram vel að sóttvörnum nú þegar mesti f lensutími ársins er fram undan til að auka ekki álag á heilbrigðis- kerfið. „Það eru sömu sóttvarnir sem verja menn fyrir inflúensu og fyrir COVID-19 þannig að það er bara mjög mikilvægt að við höldum þeim áfram og minnkum þannig álag á spítalann,“ segir Jón Magnús. Sigríður segir mestan hluta bólu- efnisins hafa farið til forgangshópa og að fleiri hafi verið bólusettir í ár en undanfarin ár. „Það var klárlega meiri aðsókn í bóluefni en hefur verið og við höfum reynt að fá meira en það er nú fullreynt, við fáum ekki meira.“ Þá segir hún jákvætt að f lensan sé ekki enn farin að láta á sér kræla, lítið sé um umgangspestir. „Það virðist vera þannig að þessar almennu sóttvarnir séu að skila því að fólk er að smitast minna,“ segir Sigríður. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að passa upp á þetta bæði með tilliti til f lensunnar og COVID. En svo megum við ekki gleyma því að við eigum lyf sem hægt er að nota ef fólk veikist af f lensu og það er til nóg af því,“ bætir hún við. – bdj Ekki til bóluefni gegn flensu Mikil ásókn var í sprautu vegna inflúensu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Weber Pulse Rafmagnsgrill Weber salurinn Skútuvogi 1h (inng. frá Barkarvogi) Sími: 58 58 900 HEILBRIGÐISMÁL Við bragðs stjórn og far sótta nefnd Land spítalans á- kváðu á fundi sínum í gær að færa Land spítala af hættu stigi á ó vissu- stig vegna kórónaveirufar aldursins. Far sótta nefnd mun á fram fylgjast náið með stöðunni og kalla við- bragðs stjórn að borðinu ef þurfa þykir. Tæpar tvær vikur eru síðan spítalinn var færður af neyðar stigi yfir á hættu stig. Níu ein staklingar liggja nú á Land spítalanum með virka CO VID- 19 sýkingu. Þrír sjúk lingar eru á gjör gæslu og tveir í öndunar vél. Þá eru 172 sjúk lingar í eftir liti CO VID- 19 göngu deildar, þar af 23 börn. – eþs Spítalinn ekki á hættustigi 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.