Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 16
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Örlygs Hálfdanarsonar bókaútgefanda, Jaðarleiti 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns og starfsfólki Landspítala í Fossvogi og Grensás fyrir hlýhug og góða umönnun. Þóra Þorgeirsdóttir Þorgeir Örlygsson Iðunn Reykdal Hálfdan Örlygsson Guðbjörg Geirsdóttir Arnþór Örlygsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Viktoría Karlsdóttir Áshamri 3f, Vestmannaeyjum, lést 31. október. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum mánudaginn 30. nóvember kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju, www.landakirkja.is Jónas Ragnar Gíslason Erika Ruiz Stella Gísladóttir Guðmundur Gíslason Guðný Jensdóttir Viktoría Gísladóttir Fanney Gísladóttir Oddur Magnús Oddsson Bryndís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, Unnur Hjartardóttir lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarnesi, 9. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt á sonik.is/unnur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Brákarhlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Dídí Jóhannsdóttir Ólöf Jóhannsdóttir Hjörtur Jóhannsson Matthildur Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæra og elskulega eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Bjarnadóttir Skipalóni 7, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt laugardagsins 21. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför auglýst síðar. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson Bjarni Þór Gunnlaugsson Sigríður Sigurðardóttir Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir Silja Rún Gunnlaugsdóttir Friðrik Guðjón Sturluson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Guðfinna Thorlacius hjúkrunarkennari, Háagerði 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22.nóvember. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni af síðu Akureyrarkirkju. Kristjana Aðalgeirsdóttir Jari Turunen Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir Margrét Th. Aðalgeirsdóttir Ari Gunnar Óskarsson Petra, Breki, Gunnar Aðalgeir og Inga Rakel Margrét G.Thorlacius Ólafur Þór Thorlacius Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valur Pálsson viðskiptafræðingur og leiðsögumaður, lést á Landspítalanum 23. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Erna Maríusdóttir Páll Valsson Nanna Hlíf Ingvadóttir Karl Steinar Valsson Erla Dögg Guðmundsdóttir Hermann Valsson Þóra Magnea Magnúsdóttir Sigurður Valur Valsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sixten Elof Holmberg málmsmiður, til heimilis að Dalbraut 16, lést 24. nóvember á Landspítalanum. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Heiður S. Sæmundsdóttir Edda Svanhildur Holmberg Jón Birgir Gunnarsson Heiðar Holmberg Jónsson María Lind Jónsdóttir Benjamín Páll Gíslason Jón Trausti Benjamínsson Bækurnar mínar eru fyrst og fremst hugsaðar til að upp-lýsa  börn um sitt nánasta umhverfi, í bland við dálít-inn skáldskap og ævintýri,“ segir Hallbera Jóhannes- dóttir, kennari á Akranesi, sem var að gefa út barnabók númer tvö. Báðar eru þær myndskreyttar af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni. Sú fyrri, Á ferð og flugi með ömmu, kom út árið 2012 og í henni fór amma með hinn sex ára Frey um Akranes og fræddi hann í leiðinni. Nýja bókin heitir Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli og núna er það Smári, átta ára, sem fer með ömmu á  bæjar- fjallið sjálft,  sem Hallbera segir  vera aðgengilegt. Svo er það líka fallegt eins og flestir vita. „Bókin skiptist í tvo meg- inkafla. Í þeim fyrri fara þau amma og Smári að Guðfinnuþúfu og þeim seinni á Háahnjúk og lenda í ýmsum ævintýrum, bjarga bæði slösuðum hjólreiðamanni og fótbrotnu lambi, auk þess sem Smári fræðist um örnefni og Arnes útilegu- mann og Jón Hreggviðsson, svo eitthvað sé nefnt,“ lýsir höfundurinn. Það skiptir máli að bæði börn og full- orðnir þekki sína heimabyggð, að mati Hallberu. „Ég er sjálf alin upp í þeim anda,“ segir hún.  „Móðir mín, Bjarn- fríður Leósdóttir, var mikill náttúru- unnandi og fræðari. Hún var alltaf að segja  okkur krökkunum  sögur sem tengdust staðháttum ef við vorum ein- hvers staðar utan heimilis og kenndi okkur að þekkja örnefnin.“ Les, gengur og prjónar Hallbera starfaði sem umsjónarkennari á Skag- anum  í þrettán ár og sem bókasafnskennari  í nítján  ár, en er nú komin á eftirlaun. „Ég hélt áfram tengslum við skólann minn, mætti tvo morgna í viku í sjálf boðavinnu í einn og hálf- an tíma og lét krakka í 1. og 2. bekk lesa. Svo kom COVID-19 og síðan hef ég ekki farið inn í skólann, enda utanaðkomandi skiljanlega ekki æskilegir þar. Vonandi get ég tekið þráðinn upp aftur næsta haust,“ segir hún. Ekki situr Hallbera þó aðgerðarlaus alla daga, heldur kveðst hafa nóg við að vera. „Ég á sjö barnabörn og fimm þeirra búa hér á Akranesi. Það eru algjör forréttindi og ég hef haft þann sið til margra ára að bjóða öllum í mat á sunnudögum. Svo þarf ég stundum að passa litlu krílin mín og það gefur lífinu svo sannarlega lit.“ Hún kveðst líka ganga, hjóla eða synda á hverjum degi og segir fátt betra fyrir líkama og sál. „Þá hef ég alltaf lesið mikið, aðallega skáldsögur og ljóð og svo er ég auðvitað í kór. Ekki má gleyma prjónunum, fátt er notalegra en að hlusta á útvarp eða geisladiska og prjóna.“ Allir velkomnir Ekki er allt upptalið. Hall- bera er líka í hópi kvenna sem kalla sig Kellingarnar og hafa síðustu sex ár staðið fyrir sögu- eða bókmenntagöngum á Akranesi. Hún segir þátttöku að jafnaði góða. Einu sinni hafi hundrað manns mætt! Skyldi hún sjálf fara oft upp í Akrafjall? „Já, þetta er fjallið okkar og við erum heppin með hvernig það snýr og breiðir faðm sinn á móti okkur íbúunum. En það eru líka allir velkomnir á Akranes og í göngu á Akrafjallið.“ Hún segir bækur sínar eiga að hvetja fólk til að fara með börnum sínum í göngu - og hjólaferðir. Þær séu á góðu máli, þessi nýja sé þó ekki fyrir smá- börn. „Þetta er svona átthagafræði, enda er ég kennari. Það gefur góðum göngu- túr með krökkum alltaf gildi að segja þeim eitthvað á leiðinni.“ gun@frettabladid.is  Í ævintýrum á Akrafjalli Hallbera Jóhannesdóttir kennari hvetur fullorðið fólk til að fara með börnum í göngur og fræða þau í leiðinni. Hún var að gefa út bókina Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli. Þetta er fjallið okkar og við erum heppin með hvernig það snýr og breiðir faðm sinn á móti okkur, segir Hallbera. MYND/GÍSLI GÍSLASON Ég hef haft þann sið til margra ára að bjóða öllum í mat á sunnudögum. Svo þarf ég stundum að passa litlu krílin mín og það gefur lífinu svo sannarlega lit. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.