Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 54
Í ÞESSARI SÖGU ER SÖGUHETJA SEM VILL TRÚA, EINS OG VIÐ FLEST, AÐ ÞAÐ SÉ AUÐVELT AÐ BREYTA LÍFINU. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is GILDIR Í VIKU OG VIÐ SENDUM FRÍTT 20% afsláttur af öllum vörum* Black Friday * Gildir ekki ofan á önnur tilboð og ekki af Simba vörum. Upplýsingar um afgreiðslutíma verslana og vefverslun á www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566 Tónlistin mín er undir áhrifum frá söngva-skáldum Kanada þar sem ég ólst upp,“ segir tónlistar- og blaða-konan Jelena Ciric og nefnir í því sambandi sérstak- lega þau Joni Mitchell og Leonard Cohen. „En einnig frá þjóðlagatónlist Serbíu. Ég ólst upp á milli tveggja heima og tónlist var alltaf mín leið til að kanna hver ég væri í raun og veru eða hvaða stað ég tilheyrði,“ segir Jelena sem syngur og spilar á píanó. Jelena fæddist í Serbíu en ólst upp í Toronto í Kanada þangað sem fjölskylda hennar f lutti þegar hún var fjögurra og hálfs árs þannig að hún segir að í gegnum tónlistina hafi hún jafnvel reynt að skapa sjálfri sér eitthvað sem hún gæti kallað „heimili“. Djassprófessor í Mexíkó „Ég lærði klassískan söng í háskóla og fór svo í mastersnám í Berklee College of Music, sem var nýbúinn að opna útibú í Valencia á Spáni og hitti manninn minn sem er Íslend- ingur en við f luttum ekki strax til Íslands,“ segir Jelena sem fékk pró- fessorsstöðu við háskólann Uni- versidad Veracruzana í Mexíkó þar sem hún var deildarstjóri djass- söngdeildar í tvö ár. „Við f luttum til Íslands árið 2016 og höfum búið hér í fjögur ár. Mér finnst það bara mjög fínt og held að ég hafi verið spenntari fyrir því að f lytja hingað heldur en maður- inn minn þegar við tókum þessa ákvörðun,“ heldur Jelena áfram á ómfagurri íslensku. Skapandi pláss „Ég tala fimm tungumál; serb– nesku, ensku, frönsku, spænsku og íslensku, og það má kannski segja að tungumál séu hin ástríðan mín á eftir tónlistinni,“ segir Jelena bros- andi og ef til vill ekki furða að hún hafi í það minnsta tveggja heima sýn á tilveruna. „Þetta var líka allt svo nýtt fyrir mér og bara æðislegt hvað það er mikið af skapandi fólki hérna. Til dæmis í tónlist og mér finnst líka æðislegt að búa á aðeins minni stað en áður,“ segir Jelena sem samhliða tónlistarsköpuninni starfar sem blaðamaður hjá Iceland Review. „Fyrir mig sem nýjan Íslending get ég varla hugsað mér betri leið en blaðamennsku til að læra um og komast inn í samfélagið. Það er skemmtilegt að vera blaðamaður vegna þess að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Tvírætt skjól „Við bjuggum í aðeins stærri borg í Mexíkó áður en við komum hingað. Það var gaman og fullt af lífi og svona en mér fannst líka rosalega næs að koma hingað og hafa meiri ró í lífinu. Það er bara meira pláss á Íslandi og ég held að það sé svo hollt fyrir listamenn að hafa pláss,“ segir Jelena sem telur víst að skapandi hugsun eflist í slíku andrúmi. „Ég var búin að gefa eitthvað út fyrir nokkrum árum en tónlistin þá var svolítið öðruvísi. Kannski aðeins meira serbnesk þannig að ég lít á þetta alveg sem nýja byrjun,“ segir Jelena um breiðskífuna Shelt- ers one sem kemur út á föstudaginn. „Titill plötunnar hefur tvær merkingar. Hvert og eitt lag er athvarf, skjól þar sem ég og hlust- andinn líka, getum gengið inn og spurt spurninga eða upplifað til- finningu í friði. Síðan lýkur laginu en lífið heldur áfram og maður er vonandi í betri stöðu til að takast á við það,“ segir Jelena og bætir við að hin merkingin felist í því að lesa úr titlinum eitthvað sem veitir ein- hverjum einum skjól. Spáð í ástina og lífið „Lögin eru mjög persónuleg og hvert og eitt snýst um tilfinningu eða upplifun sem maður fer í gegnum einn.“ Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Lines, kom út í síðustu viku og Jelena fylgdi því strax eftir með tón- listarmyndbandi á YouTube. „Lines er eins og mörg lög úr þjóðlagahefð- inni að því leyti að það segir sögu. Í þessari sögu er söguhetja sem vill trúa, eins og við flest, að það sé auð- velt að breyta lífinu. Til dæmis með því að hitta spákonu eða verða ást- fangin… og þá allt í einu meiki lífið sens. Hvort ég trúi því eða ekki? Það segir sig sjálft þegar þú hlustar á lagið,“ segir Jelena mátulega dular- full. toti@frettabladid.is Tveggja heima sýn á spákonur og ástina Jelena Ciric kom víða við á heimskortinu áður en ástin leiddi hana til Íslands þar sem hún fann andrúm til að semja plötuna Shelters one sem markar nýtt upphaf í allavegana tvennum skilningi. Jelena er ákaflega þakklát öllu því frábæra fólki sem kom að gerð plötunnar. „Mér finnst ég hafa dottið í lukkupott- inn hérna á Íslandi og hef hitt alls konar fólk sem er rosalega skemmtilegt að vinna með.“ MYND/JULIETTE ROWLAND SÍMALAUS SUNNUDAGUR 15. nóvember SIMALAUS.IS 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.