Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 32
Þórunn Ólafsdóttir hefur gegnt starf i yf irlög-fræðings Fossa mark-aða síðan í desember á síðasta ári. Hún hefur komið sterk inn á golf- völlinn á undanförnum misserum. Fram undan er fæðingarorlof, en Þórunn og sambýlismaður hennar Ómar Örn eiga vona á sínu fyrsta barni á næstunni. Hver eru þín helstu áhugamál? Eins og svo mörgum þá finnst mér fátt skemmtilegra en að ferðast um og skoða heiminn en af hversdags- legri hlutum finnst mér yndislegt að fara í sund, einkum á köldum vetrarkvöldum. Auk þess þykir mér mjög gaman að vesenast eitt- hvað í eldhúsinu og prófa eitthvað nýtt fyrir mér þar með misgóðum árangri, sérstaklega ef einhver annar kaupir inn og gengur frá. Undanfarið hef ég svo verið að koma sterk inn í golfinu og stefni á að ná enn betri tökum á því sporti. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vildi að ég gæti sagt að rút- ínan væri jóga og grænn drykkur en staðreyndin er sú að ég opna yfirleitt fjölmiðla og tölvupóstinn upp í rúmi yfir fyrsta kaffibollanum áður en ég kem mér í sturtu. Fyrir COVID var líkamsrækt partur af þessari rútínu allavega þrjá morgna í viku. Stefni á að koma því aftur inn sem fyrst. Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Það verður að viðurkennast að vinnan hefur tekið stóran part af mínum hversdagsleika hingað til en það er nú fyrst og fremst vegna þess að ég hef gaman af því sem ég er að gera. Það verður sannarlega áskorun að aðlagast breyttum veru- leika með tilkomu frumburðarins og finna þetta jafnvægi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Áskoranirnar hjá lögfræðingi hjá fjármálafyrirtæki eru fjölmargar og snúast að miklu leyti um að halda yfirsýn yfir það mikla og síbreyti- lega regluverk sem fylgir rekstri slíkra fyrirtækja, halda starfsfólki upplýstu og ferlum í samræmi við lög og reglur. Skemmtilegri verkefni snúa svo að því að finna lausnir á lagalegum álitaefnum í tengslum við breytingar og nýjungar innan fyrirtækisins. Það er ótrúlega skemmtilegt og um leið krefjandi að starfa með færu fólki í því að láta nýjar hugmyndir verða að veru- leika. Hver er helstu verkefnin fram undan? Fram undan hjá mér er fæðingar- orlof sem ég ætla að reyna að njóta til hins ýtrasta. Planið var að nýta þann tíma meðal annars í ferðalög ef aðstæður leyfa. Að orlofinu loknu hlakka ég til að hverfa aftur til starfa og takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem munu bíða mín hjá Fossum mörkuðum. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég er mjög ánægð í þessu fagi og á erfitt með að sjá mig fyrir mér á öðrum vettvangi, en ef eitthvað þá hugsanlega í einhverjum rekstri. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Þessari spurningu á ég mjög erfitt með að svara. Hingað til hef ég svo- lítið látið hlutina ráðast og mín plön ná yfirleitt ekki lengra en nokkra daga eða vikur fram í tímann. Ég vona þó að ég eigi eftir að eiga góða vinkonu í tíu ára dóttur minni þá og verði ánægð í leik og starfi. Hvers hlakkarðu mest til þessa dagana? Þessi er aftur á móti mjög auð- veld! Settur dagur nálgast og biðin er afar löng svona á síðustu metr- unum og tilhlökkunin er gríðarleg. Jólaspenningurinn kemst ekki einu sinni að. Efnilegur kylfingur og liðtækur kokkur Svipmynd ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR Nám: Meistarapróf í lögfræði frá Háskól- anum í Reykjavík árið 2015. Mál- flutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Störf: Yfirlögfræðingur verðbréfafyrir- tækisins Fossa markaða hf. Ég tók við því starfi í desember 2019 eftir að hafa starfað sem lögmaður með áherslu á skatta- og félagarétt. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Ómari Erni Bjarn- þórssyni. Saman eigum við von á dóttur nú á allra næstu dögum. Það verður að viðurkennast að vinnan hefur tekið stóran part af mínum hversdags- leika hingað til en það er nú fyrst og fremst vegna þess að ég hef gaman af því sem ég er að gera. Þórunni finnst skemmtilegt að prufa nýjungar í eldhúsinu, svo fremi að annar kaupi inn og gangi frá. MYND/AÐSEND Afternoon Tea 3.990 kr. á mann Með glasi af Prosecco freyðivíni 4.890 kr. á mann Með glasi af Möet kampavíni 5.890 kr. á mann Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.is FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Bláberjaskonsur Þeytt íslenskt smjör og tvær tegundir af sultu Confit önd á vestfirskri hveitköku Andaconfit rillet, karamelluseruð epli, Maltsósa, appelsínusósa Bleikja & lummur Kjúklingabaunalummur, léttgrafin bleikja, piparrótarsósa, hrogn, stökkar linsubaunir, yuzu-ylliblómadressing Nauta carpaccio á stökku brauði Trufflu og sveppa duxelle, parmesanflögur Jólasamloka Hamborgarahryggur, gulróta- og grænbaunamæjó SÆTT Eton Mess skyr ostakaka Hvítsúkkulaði-skyrmús, marengs, hindber, hindberjasósa Þrista-súkkulaðiterta Súkkulaði, Þristur, vanilluís, þeyttur rjómi Bollakökur Red Velvet Súkkulaðifudge Sörur Makkarónur JÓLA AFTERNOON TEA ALLA DAGA 14.30–17.00 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.