Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 4
DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hefur
stefnt tryggingafélaginu Sjóvá
Almennum vegna tjóns sem varð
á lögreglubíl er lögregla veitti bíl
eftirför sem ekið var á ofsahraða á
Miklubraut 2018.
Ágreiningur er um hvort tjón sem
verður á lögreglubílum við slíkar
aðstæður falli undir ábyrgðartrygg-
ingu þess bíls sem veitt er eftirför,
en úrskurðarnefnd vátryggingar-
mála komst að þeirri niðurstöðu
í fyrra að lögregla þurfi að standa
straum af þeim kostnaði sem hlýst
af hlutverki hennar við að halda
uppi lögum og reglu.
Málsatvik eru rakin í úrskurði
nefndarinnar en þar segir að eftir-
för lögreglu hafi hafist á Miklubraut
þar sem maðurinn ók á 170 kíló-
metra hraða í júní 2018. Umferð
þurfti að sveigja frá til að forðast
slys og veitti lögregluvarðstjóri lög-
reglumönnum heimild til að aka á
bíl mannsins til að freista þess að
stöðva ferð hans. Það var fyrst reynt
á hringtorgi við Vesturlandsveg,
án árangurs, og setti lögreglan á
Vesturlandi þá naglamottu á veg
í Kjósarskarði. Við það dró aðeins
úr hraðanum. Lögreglubíll ók síðan
þétt upp að afturenda bíls manns-
ins, nýtti skriðþunga sinn og ýtti
honum, þannig að bíllinn snerist
og fór út af veginum.
Lögreglan taldi Tryggingafélag
hins brotlega ökumanns eiga að
bæta tjón sem varð á lögreglu-
bílnum vegna aðgerðarinnar. Öku-
maðurinn hafi gerst brotlegur við
f jölmörg ákvæði umferðarlaga,
ekki sinnt stöðvunarmerkjum
og lagt sjálfan sig og aðra í stór-
hættu. Hann hafi sýnt af sér víta-
vert gáleysi og aðgerðir lögreglu
verið eðlilegar miðað við aðstæð-
urnar sem sköpuðust. Ökumaður-
inn beri því ábyrgð á því tjóni sem
hlaust af.
Vísar lögreglan einkum til 15.
greinar lögreglulaga sem heimili
lögreglu að grípa til nauðsynlegra
ráðstafana á kostnað manns til að
koma í veg fyrir að óhlýðni hans
valdi tjóni eða stofni almenningi
í hættu og 19. greinar um skyldu
almennings til að hlýða fyrirmæl-
um sem lögregla gefi.
Umrætt tryggingafélag benti
hins vegar á að lögreglan hefði ekið
á bílinn af ásetningi, þrátt fyrir að
fyrirsjáanlegt væri að tjón hlytist
af. Úrskurðarnefndin tók undir
það og komst að þeirri niðurstöðu
að lögreglan ætti ekki rétt á bótum
úr ábyrgðartryggingu bíls öku-
fantsins.
Nokkrum mánuðum eftir að
þessi úrskurður var kveðinn upp
tók úrskurðarnefndin annað svipað
mál til úrskurðar. Þá var um að ræða
tvo lögreglubíla sem freistuðu þess
að stöðva för ökumanns sem var
á númerslausum bíl og virti ekki
stöðvunarmerki lögreglu. Hann
hafði ekið á allt að 140 kílómetra
hraða og gerst sekur um fjölda ann-
arra umferðarlagabrota, til dæmis
svigakstri milli akreina og annarra
bifreiða. Eftir töluverða eftirför hafi
öðrum lögreglubílnum verið komið
fyrir sem tálma fyrir framan bílinn,
sem ók beint inn í hliðina á lög-
reglubílnum og stöðvaðist svo. Við
það hafnaði hin lögreglubifreiðin
óhjákvæmilega aftan á bílnum.
Líkt og í fyrra málinu hafnaði
tryggingafélag ökufantsins bóta-
skyldu vegna þess tjóns sem varð
á lögreglubílunum, með vísan til
ásetnings lögreglunnar og féllst
úrskurðarnefndin aftur á það mat.
Með málshöfðun sinni leitast
ríkislögreglustjóri við að eyða rétt-
aróvissu um ábyrgð á tjóni lögregl-
unnar af aðgerðum sem þessum.
Málið hefur þegar verið þingfest
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
stendur gagnaöflun yfir.
adalheidur@frettabladid.is
Lögreglan stefnir Sjóvá vegna
tjóns sem hlaust af ofsaakstri
Réttaróvissa ríkir um ábyrgð á tjóni lögreglubíla sem til kemur vegna eftirfarar og stöðvunar ökumanna
sem hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Lögreglan vill fá tjónið bætt úr ábyrgðartryggingu ökumanns sem
veitt er eftirför. Tryggingafélagið segir hins vegar lögreglu valda tjóni af ásetningi og hafnar bótaábyrgð.
Úrskurðarnefnd vátryggingarmála telur lögregluna bera ábyrgð á tjóni sem verður á lögreglubílum í eltingaleikjum við ökufanta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ORKUM ÁL Tveimu r st jór na r-
mönnum í Orkuveitu Reykja-
víkur, Eyþóri Arnalds fulltrúa
Sjálfstæðisf lokks og Sigríði Rut
Júlíusdóttur fulltrúa meirihlutans
í borgarstjórn, var í október falið
„að af la utanaðkomandi grein-
ingar á mismunandi valkostum
ásamt kostum og göllum þess að
hafa meirihluta stjórnarmanna
dótturfélaga sjálfstæða frá öðrum
félögum í samstæðu OR“, eins og
segir í fundargerð stjórnar OR.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær lagði Eyþór til í stjórn OR
ásamt samflokkskonu sinni, Hildi
Björnsdóttur, að skoðuð yrði sú
„sviðsmynd að OR verði lagt niður
í núverandi mynd og verkefni verði
f lutt til dótturfélaga“ til að gera þau
sjálfstæðari.
„Ábendingar Innri endurskoð-
unar Reykjavíkur benda til þess að
sjálfstæði einstakra eininga innan
samstæðu OR kunni að vera ábóta-
vant hvað varðar skipan stjórna.
Endurskoðunar nef nd Reyk ja-
víkurborgar hefur fallist á þessi
sjónarmið,“ bókuðu þau Hildur og
Eyþór. Rétt væri því ð endurskoða
skipan stjórna dótturfélaganna.
„Sú tilhögun að viðhalda OR sem
sérstöku móðurfélagi með sam-
stæðu í óbreyttri mynd getur valdið
hagsmunaárekstrum þar sem stoð-
einingar og stefnumótun er sam-
eiginleg.“ – gar
Falið að skoða
skipun stjórna í
samstæðu OR
fyrir áhugafólk um stjórnmál
ÓMISSANDI RIT
„Þessi bók er mikið stórvirki og vitnar um dæmafáa elju ...“
G U Ð M U N D U R A N D R I T H O R S S O N
Í þessu mikla ritverki Kjartans Ólafssonar er fjallað um
lykilpersónur, átök og atburði í sögu Kommúnistaflokks
Íslands og Sósíalistaflokksins.
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10 – 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
LÖGREGLA Fram kemur í af brotatöl-
fræði Lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu fyrir október að embætt-
inu hafi borist 655 tilkynningar
um heimilisof beldi það sem af er
þessu ári.
Það er 12 prósenta aukning á
meðaltali tilkynninga frá sama
tímabili síðustu þriggja ára. Þá bár-
ust tæplega tvöfalt f leiri tilkynn-
ingar í október um kynferðisbrot
en í september.
Tilkynningar vegna kynferðis-
brota í síðasta mánuði voru 30, en
tilkynnt var um 17 kynferðisbrot
í september. Það sem af er ári hafa
borist um 27 prósent færri tilkynn-
ingar um slík brot en að meðaltali
árin 2017 til 2019.
Alls voru skráð 848 hegningar-
lagabrot á höfuðborgarsvæðinu
í október en tilkynningum hefur
f jölgað frá mánuðinum þar á
undan þegar tilkynnt var um 787
brot. – hó
Aukning hefur
orðið á ofbeldi
á heimilum Ágreiningur lögreglunn-
ar og Sjóvár um ábyrgð á
tjóni sem til kemur í eftirför
lögreglu þegar ökumaður
virðir ekki tilmæli er komið
til meðferðar hjá dóm-
stólum.
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð