Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 36
Skotsilfur Kveiktu í þinghúsi Gvatemala Mótmælendur lögðu eld að þinghúsi Gvatemala í mótmælaskyni um helgina. Byggingin var tóm þegar hundruð mótmælenda gáfu sig tilfinningum á vald. Að mati mótmælenda forgangsraðaði ríkisstjórnin stórum innviðaverkefnum til vel tengdra fyrirtækja á kostnað félagslegra og efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Mótmælendur eru sömuleiðis æfir yfir því sem þeir kalla verulegan niðurskurð til mennta- og heilbrigðismála. Að sama skapi ríkir óánægja með að fjármálaáætlunin hafi verið samþykkt á meðan samfélagið var önnum kafið við að takast á við afleiðingar ofsaveðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lítið hagkerf i og agnar-smátt myntsvæði gerir sjálfstæða peningastefnu eins og þolfimi í litlu her-bergi, það er svo mikil hætta á að reka sig í veggina í kring. Með þessum skilaboðum opnaði seðlabankastjóri erindi sitt á Pen- ingamálafundi Viðskiptaráðs sem fram fór í síðustu viku. Þolfimin hefur gengið vel, sérstaklega fram- an af ári, en ekki árekstralaust. Peningastefna er í eðli sínu vænt- ingastjórnun. Seðlabankinn stýrir væntingum með því að gefa til kynna hvernig hann muni bregðast við þróun hagstærða. Árangurinn byggir á trúverðugleika og trú- verðugleikinn byggir á vopnabúri Seðlabankans og vilja hans til að beita þeim vopnum. Þann 25. mars síðastliðinn boð- aði peningastefnunefnd til fundar í þeim tilgangi að veita upplýsingar um fyrirhuguð kaup bankans á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 150 milljarða króna. Yfirlýst markmið var að hafa áhrif á langtímavexti í landinu og tryggja þannig fram- gang peningastefnunnar eftir vaxtaferlinum. Reynt yrði að beita heimildinni á meðan krísan gengi yfir, þetta yrðu nýir peningar og ekki ætti að nota gjaldeyrisforðann í þessa aðgerð. Varla mátti skilja yfirlýsinguna öðruvísi en svo að Seðlabankinn ætlaði sér að stuðla að lækkun langtímavaxta á mark- aði og vinda ofan af þeirri hækkun vaxta sem fyrirsjáanleg lánsfjár- þörf ríkissjóðs hafði leitt af sér. Yfirlýsingin hafði tilætluð áhrif. Eins og segir í fundargerð peninga- stefnunefndar frá 20. maí að „til- kynning um kaupin hefði skilað árangri og undið ofan af tíma- bundinni hækkun ávöxtunar- kröfu“. Smám saman fóru þó að renna tvær grímur á markaðsaðila. Kaup bankans á ríkisbréfum voru í snefilmagni og aðeins í stuttum vöxtum. Fljótlega var því farið að kalla eftir skýrari svörum frá Seðla- bankanum enda vaxandi efasemd- ir um að bankinn hefði í raun vilja til að bregðast við. Svar bankans var ávallt á þá leið að framboðið af auknum ríkisbréfum hafði ekki komið fram. Síðan tók framboð ríkisbréfa að aukast og lítið bólaði á Seðlabankanum. Trúverðugleik- inn beið hnekki. Langtímavextir hafa hækkað jafnt og þétt síðustu mánuði. Sam- tímis lendir ríkið í erfiðleikum með að fjármagna sig og lengri tíma fjármagnskostnaður ríkis, fyrirtækja og almennings hækkar. Þess vegna hafa ég og f leiri gagn- rýnt Seðlabankann fyrir aðgerða- leysi – í ljósi fyrri yfirlýsinga. Í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn hjá Seðlabank- anum og svörin breyttust. Að láta sér detta í hug að Seðlabankinn myndi prenta peninga og kaupa ríkisskuldabréf á meðan gjald- ey rismarkaðurinn væri undir pressu, þvílík fásinna! Það er vel skiljanlegt að Seðlabankinn hafi ekki viljað með inngripum hjálpa erlendum aðila að losna út úr stöðu, fyrst á skuldabréfamarkaði og síðan á gjaldeyrismarkaði. Í stað þess beindi bankinn sjónum sínum eingöngu að gjaldeyrismarkaði og beitti sér af hörku. Gengisþrýsting- urinn var ekki nýr af nálinni, hann hafði staðið yfir frá ágústmánuði. Af hverju nýtti þá peningastefnu- nefnd ekki tækifærið, annaðhvort þegar regluleg gjaldeyrissala var kynnt til leiks í september eða á vaxtaákvörðunarfundi í október, til að útskýra aðgerðaleysi sitt á skuldabréfamarkaði? Slík útskýr- ing hefði komið í veg fyrir óþarfa óvissu með tilheyrandi hártog- unum og áhrifum á markaði. Á fyrrnefndum Peningamála- f u nd i l ík t i seðlaba n k a st jór i íslenska peningakerfinu við bað- kar, vatn færi inn, vatn færi út og Seðlabankinn þyrfti að viðhalda réttu vatnsmagni. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur nú ryksugað upp 100 milljarða króna í gegnum gjaldeyrisinngrip er heldur farið að minnka í baðkarinu, jafnvel óþægilega mikið miðað við hita- stigið í raunhagkerfinu, og því ekki að undra að fyrirsagnir á borð við „Næsta ár verður ár peningaprent- unar“ prýði fréttamiðla. Á sama tíma og ég fagna aukinni viðleitni peningastefnunefndar og seðla- bankastjóra til að vísa veginn fram á við get ég ekki annað en sett fyrirvara við stórhuga yfirlýsingar. Brennt barn forðast jú eldinn og hingað til virðist Seðlabankinn hafa hagað seglum eftir vindi þegar kemur að magnbundinni íhlutun, jafnvel hlaupið á sig í vor með sterkri yfirlýsingu. Þá er alls kostar óljóst hvaða form peningaprentunin tekur. Ef marka má síðustu útboð eru lífeyrissjóðir ekki „náttúrulegir kaupendur“ að ríkisskuldabréfum eins og Seðlabankinn vonaðist eftir í vor. Svo virðist sem innlendur sparnaður sé einfaldlega ekki búinn að meðtaka að fullu nýjan vaxtaveruleika, en það er efni í annan pistil. Þessi þróun gerir það að verkum að sífellt líklegra verður að peningaprentunin fari fram í gegnum erlenda lántöku og þar af leiðandi gjaldeyrismarkaðinn og forðann, andstætt fyrri yfir- lýsingum Seðlabankans. Það heimtar eng inn mag n- bundna íhlutun að gamni sínu, líklega eru f lestir vel meðvitaðir um hætturnar sem henni fylgja. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að andvaraleysi Seðlabankans í ljósi fyrri yfirlýsinga. Fjármögnunar- þörf ríkissjóðs er að hafa, og hefur haft, öll þau áhrif sem Seðlabank- inn ætlaði sér að standa í vegi fyrir. Af þolfimi og baðvenjum Seðlabanka Íslands Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðing­ ur Arion banka Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur nú ryksugað upp 100 milljarða króna í gegnum gjaldeyrisinngrip er heldur farið að minnka í baðkar- inu. Nóg fyrir stafni Seðlabankinn ásælist mjög stjórnarmenn ríkisbankanna þessa dagana. Flóki Halldórs­ son hætti í stjórn Íslandsbanka fyrr í þessum mánuði eftir að hafa tekið við nýju embætti for­ stöðumanns skrifstofu skila­ valds í Seðlabankanum og þá sagði Hersir Sigurgeirsson sig úr bankaráði Landsbankans í liðinni viku til þess að sinna ráðgjafarstörfum fyrir Seðla­ bankann. Hersir, sem er dósent í fjármálum við viðskiptadeild Háskóla Íslands, mun í störfum sínum fyrir bankann koma að lánamálum ríkissjóðs, boðaðri magnbundinni íhlutun á ríkis­ skuldabréfamarkaði og stýringu gjaldeyrisforðans. Það mæðir mikið á Seðlabankanum um þessar mundir og Hersir ætti því að hafa nóg fyrir stafni á næstu mánuðum en seðlabankastjóri hefur boðað að næsta ár verði ár peningaprentunar. Slegið á þráðinn Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur stað­ fest það sem marga grunaði. Seðlabankinn taldi ekki æskilegt að hefja magnbundna íhlutun fyrr en sjóðastýringarfyr­ irtækið Bluebay Asset Manage­ ment hefði gengið frá allri sölu sinni á íslenskum ríkisskulda­ bréfum. Það kláraðist endanlega þegar Bluebay seldi ríkisbréf fyrir 11 milljarða króna á einu bretti í lok október. Kannski hafa nokkur orð frá seðlabankastjóra þrýst á sjóðsstjóra Bluebay að ganga frá sínum málum. Á Peningamála­ fundi sem Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir í síðustu viku nefndi Ásgeir að mikið rót hefði komið á gengi krónunnar í haust sem mátti rekja til sölu erlends sjóðs á ríkisbréfum. „Við höfðum ekki val um annað en að taka þennan erlenda aðila út og enduðum á því að tala við hann beint,“ sagði seðlabankastjóri og bætti við að hann hefði trú á því að erlendir sjóðir kæmu brátt aftur inn á markaðinn. Lágmarkskrafa „Landsbankinn greinir frá því að kaupmáttur hafi aukist um 30 prósent,“ sagði Sigríður Hagalín, frétta­ maður RÚV, við Drífu Snædal, forseta ASÍ, í Kastljósi mánudagsins, um launaþróun á Íslandi síðastliðin ár. Drífa hélt því þá fram að ekki væri tekið tillit til verðbólgu á evrusvæðinu og verðbólgu á Ís­ landi og þessi kaupmáttaraukn­ ing færi því eftir því hvernig á málið væri litið. Svaraði Sig­ ríður þá til „já“ og fór í næstu spurningu. Það verður að gera þá kröfu bæði til fréttamanna Ríkissjónvarpsins og verkalýðs­ leiðtoga að þeir viti að kaup­ máttarmælingar taka tillit til verðbólgu. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.