Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 30
Kost naðu r Ísla nd s vegna uppgjörs á Kyoto-samningnum ve r ð u r l í k l e g a s t innan við 200 millj-ónir króna, ef marka má framvirka markaði með svo- kallaðar CER-einingar (e. certified reduction unit). Slíkar einingar má nýta til að standa skil á skuldbind- ingum Kyoto-sáttmálans. Ekki þarf að kaupa svokallaðar ETS-einingar til að standa skil á skuldbindingun- um, að sögn Halldórs Þorgeirssonar, formanns loftslagsráðs umhverfis- ráðuneytisins. ETS-kerfið er evr- ópskt viðskiptakerfi með losunar- heimildir, en samkvæmt vefsíðu Umhverfisstofnunar er ETS-kerfið „meginstjórntæki ESB á sviði lofts- lagsmála og er ætlað að mynda hag- rænan hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samband- inu,“ að því er segir á vef Umhverfis- stofnunar. ETS-einingar kosta um 25 evrur fyrir jafngildi eins tonns af koltvísýringi á markaði, en CER- einingar kosta um 0,29 evrur um þessar mundir, samkvæmt mark- aðsgögnum frá Intercontinental Exchange-kauphöllinni (ICE). Upphaf leg einingaúthlutun Kyoto-sáttmálans var í formi svo- kallaðra AAU-eininga (e. assigned amount unit), en þær miðuðust við leyfðan útblástur á árunum 2008 til 2012. Viðskipti með slíkar einingar eru fátíð og eiga sér yfirleitt stað í tvíhliða samningum frekar en á opnum markaði. CER-einingar eru hins vegar jafngildar AAU-eining- um, þegar kemur að því að uppfylla skilyrði Kyoto-sáttmálans. Halldór nefnir að hafa þurfi hraðar hendur ef kaupa eigi þær CER-einingar sem til þarf, þar sem gera megi ráð fyrir því að verð á slíkum einingum hækki eftir að útgáfu þeirra verður hætt, þegar skuldbindingartímabili Kyoto-sáttmálans lýkur við árslok og Parísarsamkomulagið tekur við. CER-kerf inu var upphaf lega komið á fót til að ýta undir lofts- lagsvænar fjárfestingar í þróunar- löndum, en Kyoto-samkomulagið náði aðeins til OECD-ríkja. Að sögn Halldórs hefur fjöldi iðnríkja kosið að kaupa einingar af löndum sem þau eru þegar í þróunarsamstarfi við, en CER-einingar eru gefnar út eftir að árangur af fjárfestingum í loftslagsvænum verkefnum hefur verið mældur og vottaður. „Þetta kerfi hefur gefist mjög vel. Þetta hefur líka þýtt að ríki sem þurfa að kaupa losunarheimildir gera það á grundvelli fjárfestinga í umhverfis- vænum verkefnum,“ segir Halldór. CER- eininga r ganga reg lu- lega kaupum og sölum á opnum markaði. ICE-kauphöllin er með framvirka samninga skráða fyrir slíkar einingar. Síðasta viðskipta- verð slíkra eininga var 0,29 evrur í þessari viku. Miðað við að Ísland þarf að kaupa einingar fyrir sem nemur fjórum milljónum tonna af koltvísýringi, yrði kaupverðið um 1,16 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 187 milljónum króna. Áður hefur verið haft eftir umhverfisráð- herranum Guðmundi Inga Guð- brandssyni að ríkissjóður gæti staðið frammi fyrir milljarðaút- gjöldum vegna umframútblásturs á árunum 2008 til 2012. Ef marka má núverandi markaðsverð CER-ein- inganna er það þó líklega töluvert ofmat, þó að ráðherrann hafi sagt í viðtali við Ríkisútvarpið 10. nóv- ember síðastliðinn „nokkrar leiðir færar til þess að bregðast við þessu“. Litlu munaði að Kyoto-samkomu- lagið hefði ekki öðlast gildi að fullu á dögunum. Eitt skilyrða fullgild- ingar sáttmálans var að 144 af 192 ríkjum heims myndu formlega sam- þykkja hann fyrir 2. október síðast- liðinn. Aðeins nokkrum klukku- tímum áður en fresturinn rann út skilaði Nígería inn samþykki sínu á sáttmálanum. Deginum áður hafði karabíska eyríkið Jamaíka einnig veitt samþykki sitt, en af því tilefni tísti loftslagsdeild umhverfisráðu- neytis Jamaíka að samþykki hafi verið veitt á hraða Usain Bolt. thg@frettabladid.is Þetta hefur líka þýtt að ríki sem þurfa að kaupa losunarheimildir gera það á grundvelli fjárfestinga í umhverfis- vænum verkefnum. Halldór Þorgeirs- son, formaður loftslagsráðs arionbanki.is Gjafakort í jólapakka starfsmanna Gjafakort Arion banka er góður kostur sem jólagjöf frá þínu fyrirtæki til starfsfólksins. Þú velur upphæðina – viðtakandinn velur gjöfina. Allir fá það sem þá langar í. Gjafakortið er hægt að nota til greiðslu í verslunum um allan heim og einnig á netinu.* Þú getur pantað gjafakort fyrir þitt fyrirtæki á arionbanki.is. Hægt er að nota gjafakortið í Apple Pay. * Þar sem PIN eða auðkenningar er ekki krafist. Kyoto-uppgjör ódýrara en talið var Ekki er þörf á því að kaupa ETS-einingar til að gera upp skuldbindingar Íslands vegna Kyoto-samningsins. Formaður loftslagsráðs stjórnarráðsins segir að hægt sé að kaupa svokallaðar CER-einingar, sem myndi aðeins þýða um 200 milljóna króna kostnað. Ef keyptar yrðu CER-einingar vegna umframmengunar Kyoto myndi það kosta 187 milljónir króna. MYND//VILHELM 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.