Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 12

Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Við erum enn drepnar inni á heimilum okkar og erum sjálfar dæmdar fyrir ofbeld- isbrotin gegn okkur. Horfast verður í augu við þá stað- reynd að nýting á strætisvögn- um er of lítil og því verður að breyta. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Í allri umræðu um nýjar lausnir í samgöngum megum við alls ekki missa sjónar á því markmiði að efla og bæta strætó. Hann er það almennings- samgöngukerfi sem er til staðar og flestir eru sam- mála um að bæta megi þjónustu strætó til muna. Í sáttmála vinstrimeirihlutans í borgarstjórn segir m.a. um strætó orðrétt: „Við ætlum að bæta strætó. Við viljum að börn 12 ára og yngri fái frítt í strætó í fylgd með fullorðnum. Tíðni á helstu stofnleiðum verður aukin í 7,5 mín. á háannatímum… “ Nú þegar langt er liðið á kjörtímabilið er rétt að skoða hvernig þetta hefur gengið. Í dag þurfa börn að greiða 9.100 krónur fyrir afsláttarkort. Tólf ára börn þurfa að greiða 23.300 krónur þrátt fyrir fögur fyrirheit í sáttmála vinstrimeirihlutans. Það er því ljóst að þetta loforð hefur ekki verið efnt. Aukin tíðni ferða er svo hitt loforðið, en flestir eru á því að aukin tíðni á helstu leiðum strætó sé lykilatriði í að fleiri sjái sér fært að nota kerfið. Borgarstjórnar- meirihlutinn má þó eiga það að hann lagði fram formlega tillögu í borgarstjórn 2. október 2018 um að strætó færi á 7,5 mínútna fresti á helstu leiðum frá ársbyrjun 2020. Sú tillaga var samþykkt með 22 atkvæðum Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar, VG, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Sósíalista. Skýrara verður umboðið varla. En hvað gerist svo? Ekki neitt. Ekkert gerist í því að auka tíðni strætós á helstu leiðum þrátt fyrir skýrt umboð frá borgar- stjórn, því miður. Ekkert bólar á að strætó gangi á 7,5 mínútna fresti. Þvert á móti hefur það gagnstæða gerst en í sumum tilfellum hefur ferðum verið fækk- að. Eðli málsins samkvæmt er rétt að spyrja sig hvort ekkert sé að marka samþykktir borgarstjórnar. Var þetta aðeins sýndarmennska? Voru þetta kannski atkvæðaveiðar? Það er okkar skoðun í Sjálfstæðis- flokknum að stuðla eigi að bættri nýtingu með því að auka tíðni á vinsælum leiðum. Horfast verður í augu við þá staðreynd að nýting á strætisvögnum er of lítil og því verður að breyta. Að missa af strætó Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Jói frændi á jólunum  Staða faraldursins um jólin er farin að minna á aðdraganda Eurovision, við vitum öll að við munum tapa en það er alltaf smá séns að þetta bjargist. Til að allt gangi upp þurfa allir ættingjar sem koma að utan að halda jól í sóttkví. Jói frændi sem lenti 21. desember þarf að dúsa inni í gestaherbergi á aðfangadags- kvöld. Forspáir ættingjar voru búnir að koma fyrir malti og appelsíni undir rúminu. Þunnri skinkusneið verður lætt undir hurðina, grænmetið verður smátt skorið og kartöflugratínið kemur ósamsett. Enn á eftir að finna leið til að koma Waldorf- salatinu og sósunni í gegnum um hurðina. Rósakálinu má alltaf kasta inn um gluggann. Pappa-Brynjar Það skal enginn segja að Sjálf- stæðismenn hampi sínum manni Brynjari Níelssyni. Hann settist á þing með drauma um dóms- málaráðuneytið. Þess í stað var hann settur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að hlusta á keiluspil Samfylkingar og Pírata. Hefur hann óskað eftir því að flokkurinn finni annað fórnar- lamb til að kveljast. Enginn hönd hefur sést á lofti í þingflokknum. Hefur flokkurinn því látið útbúa pappakall, sem ungliðar munu sjá um að koma fyrir á nefndar- fundum. Á bak við Pappa-Brynj- ar verður svo segulband sem dæsir reglulega og kvartar undan þöggun á heila tímanum. Á síðustu tuttugu árum hafa tólf konur verið drepnar á Íslandi af eiginmönn-um sínum, sambýlismönnum eða karl-mönnum sem þær vildu ekki hlýða.Flestar voru kyrktar, sem bendir til að gerendurnir hafi alls ekki getað hamið heift heimilisofbeldisins án þess endilega að hafa morð á stefnuskránni. Ein var barin til bana með kúbeini, önnur með slökkvitæki. Morðingja hinnar síðar- nefndu mislíkaði að hún sængaði hjá hörundsdökkum mönnum. Ung kona var stungin 28 sinnum með hnífi, áður en hún komst til að vitna gegn morðingja sínum í nauðgunarmáli vinkonu sinnar. Rúmlega tvítugri stúlku var kastað fram af svölum á tíundu hæð af því hún neitaði gerandanum um samfarir. Tvær þessara tólf kvenna voru drepnar árið 2000, tvær létust í mars síðastliðnum. Karlmenn þeim nákomnir hafa verið ákærðir fyrir manndrápin. Fjöldi kvenna hefur einnig hlotið fangelsisdóm á Íslandi fyrir ofbeldi sem þær hafa verið beittar. Árið 2013 var spænsk kona dæmd í árs fangelsi fyrir inn- flutning á fíkniefnum sem troðið var inn í leggöng hennar með valdi af ofbeldismönnum á Spáni. Hún var handtekin við komuna til landsins og dæmd í fangelsi. Dómarinn lét þess getið í dómi að frásögn hennar um neyð og ofbeldi væri trúverðug. Hún var samt sakfelld og fékk tólf mánaða dóm. Hún er ein af fjölmörgum. Líkt og í baráttunni gegn morðum og misþyrm- ingum í nánum samböndum hefur okkur lítið orðið ágengt í baráttu við mansalið sem svokölluð burðardýr verða fyrir. Aldrei berast fréttir af því að manselj- endur þessara kvenna hafi verið eltir uppi, ákærðir og dæmdir. Þessi brotastarfsemi virðist því halda áfram óáreitt, með minniháttar afföllum af efnum og fórnar- lömbum. Í síðustu viku voru þýskar mæðgur dæmdar í fangelsi fyrir að flytja annarra manna fíkniefni til landsins í líkama sínum. Engum sögum fer af kvöl- urum þeirra. Þótt konur geti vissulega fagnað mörgum góðum sigrum í jafnréttisbaráttunni á undanförnum ára- tugum er staðreyndin sú að við erum enn drepnar inni á heimilum okkar og erum sjálfar dæmdar fyrir ofbeldisbrot gegn okkur. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar líka á milli ára. Kannski á #metoo-hreyfingin einhvern þátt í því að konur tilkynni frekar ofbeldi sem þær verða fyrir, en það er líka ástæða til að hafa áhyggjur af því að þær konur sem verða fyrir alvarlegasta ofbeldinu kyns síns vegna hafa lítið sem ekkert tekið þátt í fyrrnefndri byltingu millistéttarkvenna. Það er of hættulegt fyrir þær að stíga fram. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagn- vart konum. Dagurinn er gott tilefni til að minnast þeirra kvenna sem kynsystur þeirra gleyma of oft í aktívisma sínum. Kvenna sem hafa dáið af völdum heimilis ofbeldis án þess að hafa fundið tækifæri eða leiðir til að óska eftir hjálp, kvenna sem sitja í fang- elsi fyrir ofbeldið sem þær hafa orðið fyrir, kvenna sem hafa ekkert tengslanet í landinu okkar annað en ofbeldismenn, hvort heldur er á heimilum sínum, í undirheimum eða í forstjórastólum. Heimilismorð 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.