Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 46
BÆKUR Bróðir Halldór Armand Útgefandi: MM Fjöldi síðna: 292 Það gladdi mig mjög að sjá að ný bók eftir rithöfundinn Halldór Armand væri væntanleg í ár, þremur árum eftir að hann gaf út síðustu skáld- sögu sína Aftur og aftur. Fyrri verk hans höfðu mér þótt lofa góðu; hér var á ferð spennandi ungur höfund- ur sem átti auðvelt með að gera sam- félaginu skil á frumlegan og skáld- legan hátt. Eitthvað smávegis þótti mér þó alltaf vanta upp á hjá honum en eftir lestur á nýjustu skáldsögu hans Bróður er sú tilfinning horfin. Hér stígur fram fullmótaður höf- undur með vandað og vel ígrundað skáldverk. Bróðir f ja l la r u m samband systkinanna Skarphéðins Skorra og Hrafntinnu Helenu, sem er litað af sameiginlegu og hræðilegu leyndar- má li þeir r a beg g ja . Sagan f léttist um sam- band systkinanna og gerir höfundur vel með að f letta ofan af því, einu lagi í einu, þar til lesandinn stendur eftir frami fyrir kjarna þess; harmþrungnu leyndarmáli þeirra systkina og gífurlega f lóknum til- finningum. Bygging sögunnar er vel heppn- uð og tekst höfundi vel að halda spennustiginu nokkuð háu út alla frásögnina þó hér sé alls engin spennusaga á ferð. Sagan minnir helst á grískan harmleik (enda nokkuð af vís- unum í slíka í verkinu) í nútímabúningi þar sem per sónu r er u dæmdar til að gangast við örlögum sínum, sama hvað þær reyna að flýja þau. Og í anda grískra harmleikja hefur höf- undurinn komið fyrir ýmsum ljóðum víða í verkinu og leggur þau aðallega í munn Skarphéðins Skorra. Skáldskapurinn og skáldleg tjáning verða einmitt eitt meginvið- fangsefni verksins og með þessum hætti er það tekið skemmtilega til umfjöllunar. Ljóðin eru oftast stak- hendur en stundum rímaðar tví- hendur og minna þannig á íslenskar þýðingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare og grísku harmleikj- unum. Ljóðin eru skemmtileg form- tilraun í skáldsögunni en stundum eru þau ekki alveg nógu góð hjá Halldóri og verða á tímum örlítið klaufalegur partur af frásögninni. Halldór er næmur á mannlegar tilfinningar og gerir hér vel í að lýsa flóknum fjölskylduaðstæðum, rifrildum og hugðarefnum persón- anna á sannfærandi hátt. Hann er þó einna næmastur á samfélagið og félagslega þætti þess og varpar oft nýju og skemmtilegu ljósi á ýmsa hluti: „Að vera skotinn í manneskju er að leggja á hana kross. Það er of beldi að klyfja einhvern svo óumbeðið með aðdáun manns. Þess vegna er tærasta of beldi sem þú beitir aðra manneskju að elska hana […] Skyndilega er hún von heimsins og ber ábyrgð á velferð þinni og hamingju, óháð því hvort hún kærir sig um það.“ (23) Þessum félagslegu greiningum hefur Halldór verið einna færastur í en í Bróður er ekki skortur á þeim frekar en í fyrri verkum hans. Það atriði eitt og sér er þó ekki nóg til að halda uppi skáldverkum; það þarf öf luga persónusköpun, lif- andi og áhugaverðan söguþráð og kannski vott af spennu. Í Bróður tekst honum að tvinna saman alla þessa þætti á prýðisgóðan hátt í best heppnaða skáldverki sínu til þessa. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Fullmótaður skáldsagna- höfundur stígur fram í besta verki sínu til þessa. Bróðir er vel heppnuð og vönduð frásögn af harmþrungnu en fallegu systkinasambandi. Fullmótaður Armand Br á ð i n e r ný j a s t a s p e n n u s a g a Yr s u Sigurðardóttur. Uppi á öræfum er leitað að hópi fólks sem er saknað. Um leið gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöð- inni á Stokksnesi. „Kveikjan að sögunni er mál sem gerðist um 1960 í Úralfjöllum og er ein af þessum frægu óleystu ráð- gátum. Jarðfræðinemar fóru með kennara sínum í göngu yfir fjöllin um vetur og skiluðu sér ekki til baka. Leit hófst og tjald sem þau höfðu verið í fannst skorið að innan. Fólkið hafði ruðst út um miðja nótt og fannst látið hér og þar. Sum dóu úr of kælingu, önnur voru mjög lemstruð. Það hefur aldrei fundist nein skýring á þessu. Það hefur mallað lengi í mér að nýta þetta í sögu og þá sérstaklega það hvað gæti orðið til þess að fólk ryki út í opinn dauðann úr því litla skjóli sem það þó hafði,“ segir Yrsa. Draugagangur kemur nokkuð við sögu í bókinni, en ein vinsæl- asta og besta bók Yrsu Ég man þig byggðist að stórum hluta á drauga- gangi. „Fyrir höfund er mjög gaman að nota draugakonseptið því það býður upp á að glæpur eða mis- gjörðir úr fortíð fái úrlausn. Lang- best er að láta svona aðstæður ekki gerast í borgarumhverfi með útilýsingu, gsm-síma og neti. Það gerir upplifunina allavega ekki eins sterka.“ Yrsa segist vera mjög jarðbundin manneskja en bætir við: „Ég væri alveg til í að hafa drauga úti um allt. Þeir mættu sannarlega koma inn í mitt hús.“ Dómharðir kettir Bráðin er ekki eina bók Yrsu þetta árið. Eftir sautján ára hlé sendir hún frá sér gamansama barnabók, Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin. Síðasta barnabók hennar Biobörn hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003. „Ég hef lengi ætlað að skrifa barnabók og svo fékk ég svo góða hugmynd að ég ákvað að drífa í því. Ég hugsa að næstu árin muni ég senda frá mér tvær bækur, glæpa- sögu og barnabók.“ Dóttir Yrsu, Kristín Sól Ólafsdótt- ir, er höfundur mynda í bókinni. „Þetta var mjög skemmtilegt því ég gat unnið þetta með dóttur minni. Fyrir nokkru fékk ég senda frétta- mynd sem var tekin þegar ég vann barnabókaverðlaunin árið 2003 og Til í að hafa drauga úti um allt Nýjasta spennusaga Yrsu Sigurðardóttur er Bráðin en þar gerast dularfullir atburð- ir. Hún sendir einnig frá sér barnabók. Ég hugsa að næstu árin muni ég senda frá mér tvær bækur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is á þeirri mynd er dóttir mín með mér. Ekki hafði ég hugmynd þá um að næsta barnabók sem ég myndi skrifa væri með aðstoð hennar.“ Aðalpersónan í Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin er köttur, sem segir söguna. „Þannig get ég lýst heimilislífinu, börnunum og því sem á gengur með augum einhvers sem sér hlutina allt öðruvísi og ekki eins raunsætt og ef um manneskju væri að ræða.“ Köttur kemur einnig nokkuð við sögu í Bráðinni og því liggur bein- ast við að spyrja Yrsu hvort hún sé kattakona. „Ég átti kött sem dó fyrir ári síðan. Kannski hefur hann að hluta verið kveikjan að þessum köttum í sögunum tveimur. Kettir eru skemmtilegir og maður hefur á tilfinningunni að þeir séu fremur dómharðir.“ Ný sería næst Yrsa segist vera farin að leggja drög að næstu spennubók. „Það verður fyrsta bókin í splunkunýrri seríu. Ég hef greinilega ekki þolinmæði í meira en sex bækur í sömu seríu og verð að hætta áður en ég fæ leið á persónunum. Það er líka alltaf gaman að byrja á einhverju nýju. Það kemur í veg fyrir að maður endurtaki sig.“ 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.