Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 28

Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 28
Ég get ekki hugsað það til enda, hvað verður um fyrirtæki í ferða-þjónustu, ef sömu sótt-varnaráðstafanir verða við landamærin langt inn á næsta ár.“ Þetta segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Öllum sem koma til Íslands er skylt að fara í COVID-19 próf, dvelja í sóttkví í fimm daga og fara í annað próf. Umræddar sóttvarnaráðstaf- anir verða í óbreyttri mynd til að minnsta kosti 1. febrúar. Næsta ákvörðun um fyrirkomulag á landa- mærum verður tekin eigi síðar en 15. janúar. Frá og með 10. desember verða vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild og veita undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Drepur allt „Núverandi fyrirkomulag drepur allt. Ef ferðaþjónustan er ekki gjaldþrota nú þegar þá verður hún það innan tíðar. Ef það á að bjarga verðmætum verður að breyta þessu hratt,“ segir hann. Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, segir að það sé ljóst að það muni engir ferðamenn koma til landsins ef þessar aðgerðir á landamærunum verði áfram við lýði. Ásberg segir á að landamæri Evr- ópulanda séu almennt opin, þó ekki á Íslandi sem hafi hvað mestra hags- muna að gæta af ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu hefur hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu verið um átta prósent frá árinu 2016 til 2019. Fram hefur komið í fjölmiðlum að hún hafi skapað um þriðjung af gjald- eyristekjum landsins sem nú skili sér ekki til þjóðarbúsins. Í nýlegri skýrslu frá starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðu- neytisins er talið að nærri 100 þús- und ferðamenn muni sækja landið heim árið 2021 ef núverandi fyrir- komulag verður á landamærum allt árið. Til samanburðar komu 459 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands árið 2010 og 2,3 milljónir árið 2018. Fer niður á sumrin Sty rmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Arctic Adventures, segir að í baráttunni við COVID-19 hafi aldrei legið fyrir meiri upplýs- ingar en nú. Veiran hafi farið niður síðasta sumar á Vesturlöndum eftir þungan vetur, óháð sóttvörnum. Stjórnvöld hljóti að taka það til grundvallar og ákveði að opna fyrir ferðamenn í sumar. Auk þess sé ljóst að það styttist í bóluefni gegn veirunni. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Núverandi fyrirkomulag drepur allt Fáir ferðamenn munu koma til landsins ef núverandi sóttvarnareglur verða viðhafðar við landamærin í sumar. Ferðaþjónustan, ræður illa við að vera áfram svo gott sem tekjulaus næsta sumar. Sagt er að grípa þurfi til aðgerða strax til að bjarga sumrinu. Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að ef yfirvöld taki innan skamms réttar ákvarðanir muni ferðaþjónusta taka hraðar við sér en margir telji. Að öðrum kosti verði ferðaþjónusta lengi að jafna sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Helmingur atvinnulausra tengdur Rúmlega helmingur fólks á at- vinnuleysisskrá í október kom úr atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu og verslun. Að- flutt vinnuafl og svæði sem reiða sig á ferðaþjónustu hafa fengið þungan skell en rúmur fimmt- ungur erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði og svipað hlutfall meðal íbúa á Suðurnesjum var án atvinnu í mánuðinum, segir í Peningamálum Seðlabankans. Þá hefur langtímaatvinnulausum, það er þeim sem hafa verið án vinnu í ár eða lengur, fjölgað en þegar farsóttin skall á hafði þegar dregið úr umsvifum í hag- kerfinu eftir uppgang undanfar- inna ára. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi verði 11,3 prósent í desember. Ef starfs- fólk á hlutabótaleið, sem sagt í minnkuðu starfshlutfalli, er talið með, verði atvinnuleysi 12,2 prósent. Í október var heildarat- vinnuleysi 11,1 prósent. Seðla- bankinn spáir því að atvinnuleysi verði liðlega tíu prósent á næsta ári, en í þeim tölum er ekki horft til þeirra sem eru á hlutabótum. Núverandi fyrir- komulag drepur allt. Ef ferðaþjónustan er ekki gjaldþrota nú þegar þá verður hún það innan tíðar. Ásberg Jónsson, framkvæmda- stjóri Nordic Visitor ✿ Gjaldeyristekjur 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 20 13 Á1 20 13 Á2 20 13 Á3 20 13 Á4 20 14 Á1 20 14 Á2 20 14 Á3 20 14 Á4 20 15 Á1 20 15 Á2 20 15 Á3 20 15 Á4 20 16 Á1 20 16 Á2 20 16 Á3 20 16 Á4 20 17 Á1 20 17 Á2 20 17 Á3 20 17 Á4 20 18 Á1 20 18 Á2 20 18 Á3 20 18 Á4 20 19 Á1 20 19 Á2 20 19 Á3 20 19 Á4 20 20 Á1 20 20 Á2 HEIMILD: HAGSTOFAN n Sjávarafurðir n Álafurðir n Ferðamenn 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.