Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 29
900 þúsund ferðamenn er fjöldinn sem fjármálaráðu- neytið miðar við í sínum áætlunum. Það myndi þýða að neikvæð efnahags- leg og samfélagsleg áhrif kreppuástandsins myndu framlengjast og aukast mjög. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda­ stjóri SAF Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að ef yfirvöld taki innan skamms réttar ákvarðanir muni ferðaþjónusta taka hraðar við sér en margir telji. Að öðrum kosti verði ferðaþjónusta lengi að jafna sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Horfa vongóð til Schengen Sumir innan ferðaþjónustunnar eru vongóðir um framhaldið vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa samþykkt til mæli ráðherr­ a ráðs Evr ópu sam bands ins um breyt ing ar á Schengen­reglu verk­ inu. Mark mið til mæl anna er að sam ræma aðgerðir vegna tak­ mark ana á landa mær um vegna COVID­19­far ald urs ins. Settir verða upp samræmdir litakóðar sem eiga að gefa til kynna stöðu faraldursins í hverju landi fyrir sig. Munu ferðatakmarkanir taka tillit til þess hver staðan er hverju sinni. Grænn lit ur þýðir að ný gengi smits er und ir 25 á hverja 100.000 íbúa og hlut fall já kvæðra sýna er und ir 4 prósentum. Má líta svo á að íbú ar þeirra landa geti ferðast frjálst á milli landa. App el sínu gul ur lit ur þýðir að ný gengi er und ir 50 en hlut fall já kvæðra sýna er 4 prósent eða meira eða ný gengi er 25­150 og hlut fall já kvæðra sýna er und ir 4 prósentum. Rauður lit ur á við í öðrum til­ vik um þar sem ný gengi er yfir 50. Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, segist treysta því að landamærin muni opnast snemma á næsta ári fyrir ferða­ menn frá „grænum“ löndum og svo koll af kolli og eftir því sem bólusetningu miðar. „Það er hins vegar mjög erfitt að gera áætl­ anir fyrir næsta sumar en margt mun skýrast á næstu vikum,“ segir hann. Björn Ragnarsson, fram­ kvæmdastjóri Kynnisferða, segir að það sé klárlega mikill upp­ safnaður ferðavilji. „Við heyrum það frá mörgum samstarfsað­ ilum okkar erlendis að áfanga­ staðir eins og Ísland verða fljótir í gang þar sem fólk mun frekar sækjast í áfangastaði þar sem er lítil mannþröng. Það verður samt sem áður mikil samkeppni á milli landa enda munu allir keppast við að fá sem flesta ferðamenn til sín,“ segir hann. Hann segir að ef annað sumar muni tapast í ferðaþjónustu verði það afar þungt fyrir fyrirtæki í atvinnugreininni. Ferðamenn bóki ferðir til Íslands í janúar, febrúar og mars. Ef ekki verði komið til sögunnar aðgerðaplan fyrir ferða- þjónustu innan skamms sé „nánast búið að eyðileggja sumarið“. Fram kemur í fyrrnefndri skýrslu að ef tvöfaldri skimun verður hliðr- að á þá vegu að fyrri skimunin eigi sér stað í heimalandi ferðamanns- ins en seinni skimunin við komu til Íslands sé gert ráð fyrir að ferða- menn verði um 800 þúsund á næsta ári. Þá er möguleiki Ásberg segist vonast til að slíku fyr- irkomulagi verði komið á f ljótlega. „Þá er möguleiki á að fá ferðamenn í febrúar og mars í norðurljósaferðir.“ Aðspurður um horfur hjá Nor- dic Visitor ef áframhaldandi tak- markanir verða við lýði segir hann að starfsmönnum muni fækka enn frekar. K r istófer Oliversson, f ram- kvæmdastjóri CenterHotels, segir: „Stóra málið fyrir okkur er fyrir- sjáanleikinn í væntanlegum aðgerð- um. Ef við fáum skýr skilaboð um aðgerðir við landamærin þá getum við strax byrjað að selja miðað við þær aðgerðir.“ Hann segir að ef það fáist skýr skilaboð um að landið verði opnað, til dæmis 1. mars, þá sé hægt að byrja að selja af krafti frá þeim degi. „Því seinna sem við byrjum því erf- iðara verður að ná sumarvertíðinni og verðin verða enn lægri en þau eru orðin nú.“ Festa ekki ferðir í óvissu Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að ferðaskrifstofur og f lugfélög séu ekki reiðubúin að festa ferðir hingað til lands á meðan óvissa ríkir um framhald núverandi aðgerða og óvissa sé um almennar forsendur mögulegra breytinga á sóttvarnaaðgerðum. „Það er því gríðarmikilvægt að stjórnvöld tilkynni sem allra fyrst um það hvernig sóttvarnaaðgerðum verði háttað frá áramótum, það er veiti fyrirsjáanleika um það hvaða forsendur muni liggja til grund- vallar ákvörðunum um þær og við hverju megi búast í útfærslum miðað við hverjar forsendur fyrir sig. Á meðan þetta er ekki tilkynnt tapar samfélagið miklum verð- mætum í hverri viku, það er verð- mætum sem annars væru nú að verða til með bókunum ferðaskrif- stofa á Íslandsferðum næsta sumar og haust,“ segir hann. Jóhannes Þór segir að ferða- menn mæti ekki í lok maí eins og skrúfað væri frá krana. „Ferðirnar þarf að selja og bóka með fyrirvara. Því þurfum við að fá úr því skorið núna sem fyrst hvernig þessu verður háttað inn í næsta ár.“ Þurfa fyrirvara Styrmir Þór nefnir auk þess að það taki tíma að koma starfseminni í gang. Til að mynda sé ekki farið með ferðamenn upp á jökla án leið- sagnar vel þjálfaðs starfsfólks. Það taki tíma að endurmennta starfs- liðið. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar, segir að það myndi muna miklu fyrir rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu ef ferðamenn yrðu 800 þúsund. „Með sjö til átta hundruð þúsund ferða- menn ættum við allavega að ná upp undir núllið í rekstrinum sem væri frábært næsta skref.“ Hann segir að tapið í ár verði umtalsvert. Hörð samkeppni Kristófer segir að ljóst sé að sam- keppnin næsta sumar verði „mjög hörð alþjóðlega“ og verðin verði umtalsvert lægri ef fram fer sem horfir. Ásberg segir að það verði engu að síður erfitt fyrir rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu að fá um 800 til millj- ón ferðamenn til landsins. Misjafnt sé eftir tegund fyrirtækja hve erfitt sé að draga saman seglin. Hótel hérlendis hafi verið reist til að taka á móti 2,5 milljónum ferðamanna, erfitt sé fyrir þann rekstur að fækka herbergjum. Rútufyrirtækin eigi örðugt með að selja rútur en bíla- leigur geti selt úr bílaf lotanum. Aðrir viðmælendur nefna sömu- leiðis að hvalaskoðunarfyrirtæki eigi erfitt með að fækka bátum. Sigfús B. Sigfússon, forstjóri Hertz á Íslandi, segir að bílaleigan hafi notið góðs af því að bílasala hafi aukist og því getað selt hraðar úr f lotanum en gert var ráð fyrir. „Ég myndi treysta mér til að reka fyrirtækið á núlli miðað við 40-50 prósent af starfsemi síðasta árs með færra starfsfólki og færri bílum.“ Hann nefnir að 40-50 prósenta samdráttur á milli ára á næsta ári sé bjartsýnasta rekstraráætlun Hertz. 100 til 200 milljarðar Jóhannes Þór segir að það sé ljóst að ef núverandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum verði í gildi fram 400 350 300 250 200 150 100 50 0 n Neysla erlendra ferðamanna n Neysla innlendra ferðamanna 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 ✿ Neysla innlendra og erlendra ferðamanna í milljörðum króna HEIMILD: HAGSTOFAN 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 ✿ Fjöldi ferðamanna með flugi 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 HEIMILD: HAGSTOFAN ✿ Fjöldi launþega í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustu 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 20 09 jú lí 20 10 jú lí 20 11 jú lí 20 12 jú lí 20 13 jú lí 20 14 jú lí 20 15 jú lí 20 16 jú lí 20 17 jú lí 20 18 jú lí 20 19 jú lí á næsta vor eða yfir næsta sumar þá muni tap á útf lutningstekjum geta hlaupið á bilinu 100 til 200 milljarðar. „Það er algerlega ljóst að ef núver- andi sóttvarnaaðgerðir verða áfram í gildi fram á og yfir næsta sumar þá mun viðspyrna ferðaþjónustunnar verða lítil sem engin og atvinnu- leysi í greininni haldast í svipuðum tölum og nú er. Það myndi þýða að neikvæð efnahagsleg og samfélags- leg áhrif kreppuástandsins myndu framlengjast og aukast mjög,“ segir hann. Ásberg bendir á að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu séu rekin með tapi um þessar mundir. Hann spyr hvers vegna hluthafar ættu að borga með rekstrinum þegar það sé ómögulegt að vita hvað þurfi að gera það lengi. Ferðaþjónusta endurræsi hagkerfið Styrmir Þór segir að ef endurræsa eigi hagkerfið þurfi ferðaþjónusta að fara aftur í gang. Hún byggi á miklum fjölda starfsfólks. Margir sérfræðingar eru sam- mála því. Hópur fagfólks telur mikilvægt að nýsköpun og tækni verði ein af undirstöðum hag- kerfisins en það mun taka mörg ár að byggja upp nokkurn fjölda af nýjum sprotafyrirtækjum. Aftur á móti geti ferðamönnum fjölgað til þess að gera hratt, einkum ef COVID-bóluefni kemst í almenna dreifingu og smit fari minnkandi. Það væri mikil lyftistöng fyrir hag- kerfið á erfiðum tímum. Ásberg segir að ef yfirvöld taki innan skamms réttar ákvarðanir muni ferðaþjónusta taka hraðar við sér en margir telji. Haldi yfirvöld fast við sinn keip verði atvinnu- leysi langvarandi og það muni taka ferðaþjónustu langan tíma að jafna sig. „Boltinn er hjá stjórnvöldum,“ segir hann. Styrmir Þór segir að landið verði í reynd lokað fyrir ferðamönnum í sumar verði Ísland sem ferðaþjón- ustuland ekki endurreist með auð- veldum hætti. Hann vekur athygli á að fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfi hafa tiltekinn lágmarksfjölda starfsmanna til að viðhalda lágmarksþekkingu á starf- seminni innan fyrirtækisins. Sjái starfsmenn ekki fram á að hafa neitt við að vera á daginn leiti þeir annað. „Einungis besta starfsfólkið okkar er eftir [eftir uppsagnir, innsk. blm.]. Það getur fengið vinnu ann- ars staðar,“ segir Styrmir Þór. Fram hefur komið að ef COVID- 19 skimunin verði breytt á þann veg að ferðamenn mega fara í skimun í heimalandinu, til dæmis, fjórum dögum fyrir brottför og svo aftur við komuna, sé gert ráð fyrir 800 þúsund ferðamönnum á næsta ári. Annars megi reikna með um 100 þúsund ferðamönnum. Ríkið reiknar með ferðamennsku Jóhannes Þór bendir á að fjármála- ráðuneytið hafi sett sem viðmið um tekjuöflun ríkisins að eiga megi von á um 900 þúsund ferðamönnum til landsins á árinu 2021. Rétt er að nefna að Seðlabankinn gerir ráð fyrir að liðlega 750 þúsund erlendir ferðamenn komi til lands- ins á næsta ári og á þeim gögnum reiknar bankinn með því að hag- vöxtur verði 2,3 prósent árið 2021. MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.