Fréttablaðið - 25.11.2020, Side 34

Fréttablaðið - 25.11.2020, Side 34
Virðisaukaskattur er ein stærsta tekjulind íslenska þjóðarbúsins, það er stað- reynd. Í ljósi þess virðist þó sem þróun regluverksins í kringum skattheimtuna hafa setið á hak- anum og ekki fengið þá athygli sem ætla mætti miðað við samfélags- þróun og þróun skattalöggjafar í þeim löndum sem við Íslendingar berum okkur saman við. Breytingar í þá átt að regluverkið í kringum skattheimtu v irðisaukaskatt s aðlagist viðskiptalífi nútímans virðast koma seint, ef þær koma á annað borð. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi skattheimtunnar og eftirlits með skilum skatttekna í því ástandi sem nú ríkir, þegar ríkissjóður verður af gríðarlegum skatttekjum á hverjum degi. Í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um víðtæka skattskyldu allra þeirra sem stunda viðskipti á Íslandi, falli viðskiptin á annað borð undir gildissvið laganna. Það þýðir að erlendu fyrirtæki ber, líkt og íslensku fyrirtæki, að upplýsa skattyfirvöld um viðskipti sem það stundar hér á landi, innheimta virðisaukaskatt af tekjum vegna starfseminnar og skila honum til ríkissjóðs. Rétt er að benda á að skilaskyldan á virðisaukaskattinum getur verið á hinn veginn og fallið á íslenskan kaupanda þjónustu. Íslenskur kaupandi verður þannig gerður ábyrgur fyrir greiðslu virðis- aukaskattsins ef erlent fyrirtæki sem íslenskur kaupandi stundar viðskipti við, fer ekki eftir fyrir- mælum laganna. Veg na hnat t væðinga r inna r streymir hingað til lands, bók- staf lega, þjónusta erlendra fyrir- tækja sem aldrei fyrr. Má þar nefna þjónustu fyrirtækja sem bjóða upp á bókunarþjónustu og erlendar streymisveitur af þreyingarefnis á borð við Netf lix og Amazon sem eru skráðar á VSK-skrá og í fyrir- tækjaskrá Skattsins. Erlendum fyrirtækjum sem selja rafræna eða stafræna þjónustu yfir landamæri til neytenda á Íslandi er nú gert kleift að tilkynna starfsemi sína hér á landi og skila virðisauka- skatti sem þau innheimta á Íslandi á rafrænni vefgátt Skattsins með nokkuð skilvirkum og einföldum hætti. Um nokkurt skeið hafa sam- bærilegar reglur verið í gildi innan Evrópusambandsins (ESB) fyrir atvinnufyrirtæki með heimilisfesti fyrir utan sambandið sem selja slíka þjónustu til neytenda í ESB. Úrræði þetta hefur verið kallað „einföld skráning“ og kom inn í regluverk virðisaukaskatts á Íslandi fyrir tilstuðlan Efnahags- og framfara- stofnunninnar (OECD). Það verður að segjast að þetta úrræði sé gleði- tíðindi fyrir ríkissjóð, sem hefur verið og er vafalaust hlunnfarinn skatttekjum vegna óupplýstrar starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi á hverjum degi. Erlendum fyrirtækjum sem sækja tímabundið hingað til lands í þeim tilgangi að afhenda hér lausafé og/ eða veita hér áþreifanlega þjónustu til dæmis í tengslum við bygg- inga- og mannvirkjaframkvæmdir, stendur ekki sambærilegt úrræði til boða. Hér er átt við fyrirtæki sem eru með takmarkaða tekjuskatts- skyldu hér á landi vegna tímabund- innar viðveru. Þessi erlendu fyrir- tæki hafa þó skyldum að gegna við að innheimta virðisaukaskatt við sölu lausafjár eða sölu á áþreifan- legri skattskyldri þjónustu vegna hinnar víðtæku skattskyldu virðis- aukaskatts. Þeim standa þó til boða önnur úrræði, til dæmis að verða sér út um svokallaðan „VSK-umboðs- mann“, skrá útibú erlenda félags- ins í fyrirtækjaskrá eða þá hrein- lega að stofna dótturfélag vegna tekjuöf lunar á Íslandi. Það mætti þó velta vöngum um vilja erlendra fyrirtækja með takmarkaða skatt- skyldu til að nýta sér þessi úrræði og þá hvort það hindri að erlent fyrir- tæki framfylgi íslenskum rétti með þeim af leiðingum að ríkissjóður beri skaða af. VSK-umboðsmaður er lögaðili eða einstaklingur sem gegnir stöðu umboðsmanns erlenda fyrirtækis- ins. Í lögum um virðisaukaskatt er skortur á efnislegri umfjöllun um réttarstöðu og hlutverk VSK- umboðsmanns. Þetta úrræði, bygg- ir í raun á ákvæði í reglugerð sem tók gildi árið 1990. Framkvæmd skattyfirvalda í tengslum við þetta úrræði byggir á stuttri umfjöllun í handbók um virðisaukaskatt sem gefin var út árið 1998. Almennt gilda sömu reglur um innheimtu og skil á virðisaukaskatti og hjá íslenskum aðilum. VSK-umboðs- maður ber þó sameiginlega, með erlenda atvinnufyrirtækinu, ábyrgð á skilum virðisaukaskatts fyrir hönd erlends fyrirtækis vegna við- skipta sem það stundar hér á landi og framkvæmir skil erlenda fyrir- tækisins í eigin nafni. Þetta þýðir að íslenski umboðsmaðurinn og einstaklingur í hans fyrirsvari (ef um lögaðila er að ræða) getur borið ábyrgð á virðisaukaskattsskilum erlenda félagsins í sex ár. Þetta gæti átt við ef erlendi lögaðilinn hefur ekki upplýst umboðsmann sinn um öll þau viðskipti sem hann stundar á Íslandi. Til að tryggja sig gegn því að það misfarist hjá erlenda atvinnufyrirtækinu að standa við skattalegar skuldbindingar hér á landi, hafa íslenskir umboðsmenn til dæmis brugðið á þann leik að kalla eftir tryggingu fyrir áföllum sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við hlutverk sitt fyrir erlendan aðila. Hvað ef erlendu fyrirtæki tekst ekki að verða sér úti um íslenskan umboðsmann? Skráir það útibú hér á landi eða stofnar það dótturfélag í þeim eina tilgangi að skila virðis- aukaskatti vegna þjónustu sem það veitir hér á landi yfir stutt og afmarkað tímabil? Eða sleppir það hreinlega bara að upplýsa skattyfir- völd um viðveru sína á Íslandi? Reynslan af einfaldara úrræði fyrir erlend fyrirtæki sem selja hingað þjónustu yfir landamæri með rafrænum hætti hefur sýnt aukinn áhuga þeirra á að standa í skilum á virðisaukaskatti og jafn- vel að þau geri upp gamlar syndir af eigin frumkvæði og greiði van- goldinn virðisaukaskatt í ríkissjóð nokkur ár aftur í tímann. Í Noregi hefur verið farin sú leið að heimila erlendum fyrir- tækjum, sem eru með heimilis- festi í landi sem er aðildarríki að EES-samningum, að skrá sig beint á norsku virðisaukaskattsskrána, án aðkomu þarlends umboðsmanns. Í Danmörku er ekki gerð krafa um VSK-umboðsmann og geta erlend félög sem stunda viðskipti innan danskrar lögsögu almennt skráð sig með rafrænum hætti á heima- síðu danskra skattyfirvalda. Það má því spyrja sig hvers vegna sambærilegt úrræði standi ekki erlendum fyrirtækjum með tak- markaða skattskyldu sem veita áþreifanlega þjónustu hér á landi til boða til að stuðla að auknum skatt- tekjum og skilvirkni regluverksins. Vegna hnattvæð­ ingarinnar streymir hingað til lands, bókstaf­ lega, þjónusta erlendra fyrirtækja sem aldrei fyrr. Er íslenska þjóðarbúið hlunnfarið um skatttekjur vegna starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi?   Áhugavert er að fylgj-ast með þeim miklu breytingum sem eru að verða við nyrsta haf Rússlands. Mikil nútímavæðing á sér stað í rússneskum sjávarútvegi með kröfum um betri fiskvinnslu- tækni og afkastagetu fiskiskipa og fjárfestingarátaki til framþróunar sjávarútvegs og fiskeldis. Íslensk tæknifyrirtæki á heimsmælikvarða sem bjóða vinnslutækni sjávar- útvegs ættu að róa á þann hafsjó tækifæra. Loftslagsbreytingar við nyrsta haf Rússneska landsvæðið nær yfir um helming norðurskautssvæðis heimsins. Alvarlegar af leiðingar loftslagsbreytinga á norðurslóð- um eru æ sýnilegri: Veðuröfgar, ný hitamet slegin, sífreri og hafís hopar. Rússar hafa markað stefnu um nauðsynlegar aðgerðir til að hægja á þessum breytingum. Stjórn- völd hafa undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar á borð Parísarsam- komulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Miklar breytingar á norður- slóðum þýða einnig tæk ifæri fyrir Rússa. Fyrir voru þessi svæði einangruð af ís og harðneskjulegu veðurfari en nú hopar ísinn æ meir til norðurs. Ný landsvæði rík af auðlindum opnast, sem og Norð- austursiglingaleiðin sem lengst af hefur verið ísilögð og ófær. Skip geta nú siglt þessa leið um helming ársins. Norðurslóðastefna Rússa Norðurslóðastefna Rússa sem tók gildi árið 2008 lýtur að fjórum þjóðarhagsmunum þeirra: Í fyrsta lagi er nýting auðlinda og tækifæra sem koma til vegna breytinga á norðurslóðum. Í öðru lagi er árang- ursrík efnahags- og félagsþróun sem tekur tillit til einstakrar nátt- úru heimskautasvæðisins. Í þriðja lagi að tryggja frið og samvinnu. Í fjórða lagi að nýta til fulls þau tæki- færi sem opnast með Norðaustur- siglingaleiðinni. Framtíð Rússa liggur að miklu leyti á norðurslóðum. Þar er um fimmtungur rússnesks landsvæð- is. Þaðan kemur um fjórðungur útf lutnings Rússa og þar er um fimmtungur allrar iðnaðarfram- leiðslu landsins. Vegna þessa hafa Rússar ráðist í margvíslegar aðgerðir til að endur- byggja innviði við nyrstu höf sem margir voru yfirgefnir fyrir 20-25 árum. Á sama tíma vilja Rússar styrkja yfirráð sín á norðurslóðum, meðal annars til að tryggja heildar- öryggi Norðaustursiglingaleiðar- innar. Nútímavæðing sjávarútvegs Sjávarútvegstækni í Rússlandi hefur löngum þótt standa samkeppnis- þjóðum að baki. Stór hluti fiskiskipa var smíðaður á níunda og tíunda ára- tug síðustu aldar. Meðalaldur þeirra er um og yfir 30 ár og því komin yfir áætlaðan nýtingartíma. Að sama skapi er fiskvinnslutækni að miklu leyti úr sér gengin. Þrýstingur er því mikill á að smíða nýrri og betri fiskiskip og stóraukna fjárfestingu í vinnslutækni á sjó og í landvinnslu, sem og innviðum þeim tengdum. Rússnesk stjórnvöld kynntu árið 2009 aðgerðir til endurbóta í sjávar- útvegi þar sem horft var til ársins 2020. Meginmarkmið var sjálf- bærni og endurheimt fiskistofna ásamt umtalsverðri uppbyggingu fiskeldis. Undir merkjum aukinnar samkeppnishæfni yrðu Rússa leið- andi í fiskveiðum. Hærra tæknistig vinnslu og flota Það kallaði á þróun frá hráefnisút- flutningi til meiri verðmætasköp- unar sem knúin yrði áfram með nýsköpun á virðiskeðjum og sjálf- bærri nýtingu auðlinda. Hækka skyldi tæknistig fiskvinnslu og f iskiskipaf lotans í innlendum skipasmíðastöðvum. Byggja átti upp innviði fyrir fiskvinnslu sem og fyrir þjónustu við fiskiskipa- f lotann. Styrkja skyldi fiskifræði og sjávarútvegstækni og þjálfa hæft starfsfólk. Auka átti skilvirkni fisk- veiðistjórnunar ríkisins, styrkja reglu- og stofnanaumhverfi, ýta undir hvata til atvinnustarfsemi og fjárfestinga í sjávarútvegi. Hvatt var til alþjóðlegt samstarfs. Þessi stefna var metin og endur- skoðuð árið 2015. Í ljós kom að einungis fjórðungur fiskiskipaflot- ans hafði verið endurnýjaður. Ný endurskoðuð metnaðarfull stefna miðar við árið 2030. Meiri áhersla er á atvinnusköpun, lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa, fæðu- öryggi og lýðheilsusjónarmið. Auka þyrfti framleiðni vinnuaf ls og hagnað sjávarútvegsfyrirtækja. Heildarframlag sjávarútvegs til landsframleiðslu á að auka um fimm prósent á ári. Krafa um betri fiskvinnslutækni Megináhersla er á nútímavæðingu sjávarútvegs, innviði, fiskvinnslu sem og fiskiskip. Þetta kallar á aukna framleiðslu sjávarafurða, betri fiskvinnslutækni og afkasta- getu fiskiskipa, fjárfestingarátak til framþróunar sjávarútvegs og fisk- eldis. Ýmsir hvatar styðja við þessa stefnu. Útgerðum býðst viðbótar- kvóti gegn smíði nýrra fiskiskipa. Niðurstaðan er að fá ef nokkur lönd uppfæra flota sinn hraðar en Rúss- ar. Það er þrátt fyrir tímabundnar efnahagsþrengingar Rússa. Dag- blaðið Financial Times greinir til að mynda frá því í nóvember að rússneska rúblan hafi á árinu fallið um 23 prósent miðað við banda- ríkjadollar. Stöðufundur með Pútín Nýverið var greint frá vinnufundi Vladimirs Pútín, forseta Rússlands, og Ilya Shestakov, yfirmanns sjávar- útvegsmála Rússneska sambands- ríkisins. Stjórnvöld birta á netinu orðrétt samtal þeirra. Shestakov sagði sjávarútveg landsins vera efnahagslega sterkan og hann skipi nú þriðja sæti yfir stærstu atvinnugreinarnar á eftir fjármálastarfsemi og námuvinnslu. Hann spáði því að ársafli landsins færi yfir fimm milljónir tonna. Að auki væri vöxtur fiskeldis mikill. Í ár sé gert ráð fyrir 17 prósenta aukn- ingu fiskeldis, framleiðsla á laxi tvö- faldist og verði 100 þúsund tonn. Hann greindi frá fjárfestingar- áætlun stjórnvalda: Þegar hefði verið tilkynnt um smíði 107 skipa. Alls eru það 56 skip, sem smíðuð verða innan ramma uppboðs á krabba- veiðum, auk smíði 35 annarra skipa. Afgangurinn er áætluð smíði sem er hluti af stuðningsaðgerð iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Af þessum 107 skipum hafa fjögur þegar verið af hent viðskiptavinum og ellefu verið sjósett. Shestakov sagði að auk þeirra ell- efu fiskvinnsluverksmiðja á landi sem byggðar hafa verið, geri áætlanir ráð fyrir uppbyggingu 25 til viðbótar. Hafsjór tækifæra Það liggja mörg tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í að nútímavæða rússneskan sjávarútveg. Íslensk tæknifyrirtæki sem þjónusta sjáv- arútveg á borð við Völku, Marel, Frost, Héðin, Vöku, Hampiðjuna, Naust Marine, Rafeyri, Samey, Slippinn, Skagann3X og fleiri, hafa sýnt að þau eru á heimsmælikvarða þegar kemur að vinnslutækni í sjáv- arútvegi. Þau ættu að sækja hlut- deild í þeirri miklu nútímavæðingu sem á sér stað í rússneskum sjávar- útvegi. Slíkt kallar á þor, þolinmæði og þekkingu. Þeir fiska sem róa. Nútímavæðing sjávarútvegs í Rússlandi  Kristinn Jónasson lögmaður hjá KPMG Law Olga Fedorova viðskiptalög- fræðingur frá Alþjóðastofnun rússneska utanríkisráðu- neytisins Íslensk tæknifyrir­ tæki sem þjónusta sjávarútveg ættu að sækja hlutdeild í þeirri miklu nútímavæðingu sem á sér stað í rússneskum sjávar­ útvegi. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.