Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 22
Þegar [...] útlit er fyrir að ávöxtun verði lægri en verðbólga er takmarkaður áhugi á að festa peninga hvort sem er í innlánum eða skuldabréfum. Gunnar Bald­ vinsson, fram­ kvæmdastjóri Almenna lífeyris­ sjóðsins 70% 65% 60% ✿ Hlutfall óbundinna innlána (innlendir aðilar) 60% 60% 61% 61% 61% 62% 64% 65% 65% 66% 66% 65% 65% 31 .1 0. 19 30 .1 1. 19 31 .1 2. 19 31 .1 .2 0 29 .2 .2 0 31 .3 .2 0 30 .4 .2 0 31 .5 .2 0 30 .6 .2 0 31 .7 .2 0 31 .8 .2 0 30 .9 .2 0 31 .1 0. 20 HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS 200 150 100 ✿ Innlán lífeyrissjóða (milljarðar króna) HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS 31 .1 0. 19 30 .1 1. 19 31 .1 2. 19 31 .1 .2 0 29 .2 .2 0 31 .3 .2 0 30 .4 .2 0 31 .5 .2 0 30 .6 .2 0 31 .7 .2 0 31 .8 .2 0 30 .9 .2 0 31 .1 0. 20 Lífeyrissjóðir hafa ekki fjár-fest í ríkisskuldabréfum, sértryggðum skuldabréf-um og bundnum innlán-um í miklum mæli, vegna þess að ávöxtunin er ekki viðunandi. Auk þess vilja sjóðirnir hafa svigrúm til að grípa tækifæri sem bjóðast á markaðinum. Þetta segja framkvæmdastjórar lífeyris- sjóða sem Markaðurinn ræddi við. „Sögulega hefur þörf ríkisins fyrir langtímafjármögnun verið fyrst og fremst mætt af lífeyrissjóðum. Í vor var eins og lífeyrissjóðum væri ætlað fremur lítið hlutverk í fjármögnun ríkissjóðs. Annað hefur komið á daginn og þróun útboða og ávöxt- unarkröfu ríkisbréfa sýnir að lang- tímavextir í landinu fara þangað sem lífeyrissjóðir vilja hafa þá,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræð- ingur í skuldabréfum hjá markaðs- viðskiptum Arion banka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagðist hafa áhyggjur af því að líf- eyrissjóðirnir væru að mestu fjar- verandi þegar kemur að því að fjár- magna bankakerfið og eins ríkissjóð, með kaupum á ríkisskuldabréfum á markaði. „Ég hefði viljað sjá lífeyrissjóðina, sem eiga um 200 milljarða á inn- lánsreikningum, binda þá fjármuni í meira mæli í bankakerfinu. Þeir eru eðlilega með mikið af innlánum en þau eru mikið til óbundin og því er ekki grundvöllur fyrir bankana til að miðla þeim áfram í útlán, til dæmis til fyrirtækja. Þetta er áhyggjuefni sérstaklega þegar fram í sækir,“ sagði seðlabankastjóri í viðtali við Frétta- blaðið í síðustu viku. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, segir að sjóðurinn hlusti þegar seðlabankastjóri eða aðrir á markaði tjá sig. Verkefni stjórnenda sjóðsins sé hins vegar að fylgja fjár- festingastefnunni og gæta hagsmuna sjóðfélaga. „Þegar vextir eru orðnir það lágir að útlit er fyrir að ávöxtun verði lægri en verðbólga á sama tíma, er takmarkaður áhugi á að festa pen- inga hvort sem er í innlánum eða skuldabréfum. Þetta á sérstaklega við þegar útlit er fyrir að fjárfest- ingarkostum kunni að fara fjölgandi eins og nú er,“ segir Gunnar. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir að sjóðurinn sé með hluta af sínum innlánum bund- inn til lengri tíma. „Kjör bankanna hafa lækkað töluvert á síðustu miss- erum og því hefur sjóðurinn dregið úr bundnum innlánum og fjárfest í öðrum sambærilegum afurðum,“ bætir hún við. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs, segir að hátt hlutfall óbundinna innlána geti meðal annars gefið til kynna að fjárfestar sjái tækifæri til fjárfestinga til skemmri tíma og kjósi þar af leiðandi ekki að binda innlán sín í miklum mæli hjá bönkunum til lengri tíma. „Annars má almennt gera ráð fyrir að mikil óvissa og f lökt á markaði sé líklegt til að draga úr áhuga fjárfesta á að binda innlán sín, þeir kjósi frekar að hafa nægt laust fé til reiðu þegar og ef tækifæri gefast við slíkar aðstæður,“ bætir hann við. Horfa til annarra kosta Eignarhald lífeyrissjóða á ríkis- skuldabréfum sem hlutfall af heildarmagni, hefur lækkað úr 40 prósentum niður í 37 prósent frá áramótum. Eign sjóða á ríkisbréfum Vilja síður binda fé á of lágum vöxtum Lífeyrissjóðir hafa sýnt lítinn áhuga á ríkisbréfum, óverðtryggðum bankabréfum og bundnum innlánum. Ávöxtunin ekki í sam- ræmi við lögfest viðmið og þurfa að geta gripið tækifæri á markaði. Langtímavextir fara þangað sem lífeyrissjóðirnir vilja hafa þá. Eignarhald lífeyrissjóða á ríkisbréfum hefur minnkað hlutfallslega frá áramótum og lækkað úr 40 prósentum í 37 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is hefur aukist um 10 milljarða á sama tíma og útgefin bréf hafa aukist um 66 milljarða. „Í ljósi þeirrar ávöxtunarkröfu sem gerð er til lífeyrissjóða og þess lágvaxtaumhverfis sem við búum við í dag, hefur sjóðurinn horft meira til annarra fjárfestingarkosta,“ segir Harpa, en LSR er stór eigandi ríkis- og sértryggðra skuldabréfa. Lífeyrissjóðir núvirða skuld- bindingar sínar miðað við 3,5 pró- senta vexti umfram verðbólgu, en sú ákvörðun tók mið af útlánsvöxtum Íbúðalánasjóðs á tíunda áratugnum. Síðan þá hafa vextir lækkað töluvert. Fer í hlutafé og fyrirtækjabréf Innlán lífeyrissjóða í bankakerfinu jukust töluvert á fyrstu mánuðum ársins. Frá áramótum og til loka apríl jukust innlán sjóðanna um 40 millj- arða króna, eða úr 142 milljörðum og upp í 182 milljarða. Eftir það komst á jafnvægi. Staðan fór hæst í 192 millj- arða í lok september en lækkaði svo um 10 milljarða í október. „Þetta gefur til kynna að lífeyris- sjóðirnir séu að finna fjármagni farveg í kosti sem skila hærri arð- semi en ríkisbréf, til að mynda fyrir- tækjaskuldabréf og hlutabréf,“ segir Stefán Broddi. Það sé jákvætt að því leyti að fjármagnið fari í að styðja við atvinnufyrirtæki. Seðlabankastjóri nefndi einnig að hann vildi fara varlega í peninga- prentun með veðlánaviðskiptum, sem felst í því að fjármagna banka- kerfið með því að taka við sér- tryggðum bréfum frá þeim, heldur væri „eðlilegra að lífeyrissjóðirnir kæmu að slíkri fjármögnun“. Lífeyrissjóðir keypt 18 prósent af sértryggðri útgáfu Landsbankans Mikil ásókn í óverðtryggð íbúða­ lán hjá bönkunum hefur aukið fjármögnunarþörf þeirra fyrir óverðtryggð skuldabréf. Um þetta var fjallað í síðustu tveimur ritum Fjármálastöðugleika, sem er gefið út af Seðlabankanum. „Erfiðlega hefur gengið fyrir bankana að auka við aðra inn­ lenda markaðsfjármögnun en sértryggð skuldabréf. Kaupendur að sértryggðu bréfunum hafa einkum verið Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir,“ segir í ritinu. Með breytingu á starfsemi Íbúðalána­ sjóðs er aukin óvissa um mögu­ lega kaupendur að bréfunum. „Auk þess hefur aukin ásókn í óverðtryggð lán hjá bönkunum aukið fjármögnunarþörf þeirra með óverðtryggðum skuldabréf­ um. Eftirspurn lífeyrissjóða hefur þó fremur verið í verðtryggð skuldabréf og hefur það áhrif á fjármögnunarkjör bankanna.“ Landsbankinn staðfestir í svari við fyrirspurn Markaðarins að eftirspurn lífeyrissjóða hafi fremur verið í verðtryggð skulda­ bréf bankans. „Á þessu ári hafa lífeyrissjóðir keypt um 18% af þeim sértryggðu skuldabréfum sem Landsbankinn hefur gefið út.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Birtu lífeyrissjóðs, brást við ummælum seðlabankastjóra í færslu á Facebook í síðustu viku. Þar sagðist hann vera „hugsi yfir nær- veru Seðlabankans og þeim grímu- lausu eignastýringarskilaboðum til lífeyrissjóða sem nálgast orðið brot á 2 metra reglunni“. Engar opinberar tölur varpa ljósi á eignarhald lífeyrissjóða á sér- tryggðum skuldabréfum bankanna, sem nema alls 520 milljörðum króna, en Ólafur gat sér þess til að sjóðirnir ættu um 55 prósent af útgefnum, sér- tryggðum bréfum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, áður Íbúða- lánasjóður, ætti mikið magn. „Af þessum tölum skynja ég nú ekki beint fjarveru lífeyrissjóða, frekar en of mikla nærveru þeirra á markaði. Hann er klárlega vandrataður þessi gullni meðalvegur,“ sagði Ólafur. Þrjár leiðir í boði Stefán Broddi segir að þrjár leiðir séu í boði, miðað við stöðuna á markað- inum í dag. Langtímavextir geta hækkað þangað til lífeyrissjóðirnir og kannski erlendir fjárfestar sjá hag sinn í að kaupa ríkisbréfin á ný. „Önnur leið er að Seðlabankinn komi inn og fjármagni halla ríkis- sjóðs að mestu leyti á lægri ávöxt- unarkröfu, jafnvel neikvæðri raun- ávöxtunarkröfu,“ segir hann. Þriðja leiðin er síðan að ríkissjóður gefi út skuldabréf erlendis og skipti þeim fyrir krónur í Seðlabankanum. Það eykur krónur í umferð. Ef krónur aukast aftur í umferð skapast aftur svigrúm fyrir bankana til að fjármagna skammtímaskuldir ríkissjóðs. „Það gerðist í upphafi krísunnar, en nú eru merki um að þetta lausafé sé ekki lengur til staðar. Hægt hefur á vexti peningamagns og það dróst saman í síðasta mánuði. Nú eru ekki lengur hæg heimatökin fyrir ríkið að fjármagna sig stutt í gegnum bankakerfið.“ 800 700 600 500 400 300 200 100 0 ✿ Eignarhald lífeyrissjóða á ríkisbréfum (milljarðar króna) Lífeyrissjóðir Ríkisbréf alls 31.12. 2019 31.12. 2019 31.10. 2020 31.10. 2020 HEIMILD: LÁNAMÁL RÍKISINS Í ljósi þeirrar ávöxtunarkröfu sem gerð er til lífeyrissjóða og þess lágvaxtaumhverfis sem við búum við í dag, hefur sjóðurinn horft meira til annarra fjár- festingar- kosta. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda­ stjóri LSR 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.