Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 38
19.11.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 25. nóvember 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Hagkerfið og loftslagið eru ekki svo ólík kerfi, bæði óhemjuflókin og háð sam- spili ótalmargra breyta. Flækju- stigið gerir sérfræðingum á hvoru sviði erfitt fyrir að spá nákvæm- lega um hver útkoman verður. Þeir reyna eftir fremsta megni að leggja mat á næmni hvers þáttar gagn- vart öðrum en matið nær aldrei að fanga samspilið í heild sinni sem er einnig háð aðstæðum hverju sinni. Grundvallarlögmálin eru þó talin liggja fyrir. Að öðru óbreyttu mun aukning peningamagns í umferð hækka verðlag og eins hækkar hitastigið ef kolefnislosun eykst. Hagfræðingar og loftslags- vísindamenn hafa í sjálfu sér ekki áhyggjur af aukningunni heldur því að allt fari úr böndunum ef aukningin er of hröð. Jákvætt endurkast, það er þegar tvær breytur magna hvor aðra upp, er þekkt fyrirbæri í báðum greinum. Þegar íslenska hagkerfið gengur í gegnum samdrátt sem á sér enga hliðstæðu í hagsögu samtímans er nauðsynlegt að bæði ríkis- stjórnin og Seðlabankinn stígi inn af fullum þunga. Um það deila fáir. Yfirvöld sem fara með hagstjórn eru hins vegar undir miklum þrýstingi og þá er tilhneigingin oft sú að gefa of lausan tauminn. Ríkisstjórnin keppist við að friða sem flesta með fjárútlátum fyrir kosningar og fjármálamarkaður- inn kallar eftir því að Seðlabank- inn beiti magnbundinni íhlutun, það er uppkaupum á ríkisskulda- bréfum, af fullum krafti til þess að fjármagna halla ríkissjóðs og halda niðri vöxtum á markaði. Ekki er úr vegi að rifja upp ummæli seðlabankastjóra vorið 2013, þá dósents við Háskóla Íslands, á málstofu sem Seðla- bankinn stóð fyrir: „Allar óðaverð- bólgur stafa af miklum fjárlaga- halla sem er fjármagnaður með seðlaprentun.“ Þessari upprifjun er ekki ætlað að gefa í skyn að óða- verðbólga sé á næsta leiti. Áður en prentvélarnar fara á yfirsnúning er þó kannski rétt að staldra aðeins við. Magnbundin íhlutun er nýtt hagstjórnartæki hér á landi og verður notuð í hagkerfi sem er enn að laga sig að nýjum veruleika lágra vaxta. Eins og stjórnendur Seðlabankans hafa ítrekað að undanförnu þá gilda ekki alltaf sömu lögmál í peningamálum á Íslandi annars vegar og á nálægum myntsvæðum hins vegar. Af þessum ástæðum var hug- hreystandi að heyra varúðar- sjónarmið Gunnars Jakobssonar, varaseðlabankastjóra fjármála- stöðugleika, á Peningamálafundi sem Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir í síðustu viku. Gunnar sagði að Seðlabanki Íslands yrði að hafa það í huga að erfitt gæti reynst að vinda ofan af magnbundinni íhlutun þegar að því kemur. Á ótroðnum slóðum getur fyrir- hyggja reynst dýrmæt. Prentvélar á yfirsnúningi Er hugsi yfir nærveru Seðla- bankans og þeim grímu- lausu eignastýringarskila- boðum til lífeyrissjóða sem nálgast brot á 2 metra reglunni.  Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu tl.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR REYKJANESBÆR SELFOSS Atvinnuleysi þokast líkast til upp á við meðan ferðamenn eru sendir í sóttkví við komuna til landsins, en það minnkar hratt eftir að landið verður opnað að nýju. Þetta kemur fram í spá sem Hagfræðistofnun hefur birt. Hagfræðistofnun telur þrennt stuðla að því að atvinnuleysi geti minnkað hratt. Í fyrsta lagi sé ekki ástæða til að ætla annað en að ferðalög hefj- ist af krafti þegar ferðahömlur eru úr sögunni. Í öðru lagi séu sumir þeirra sem áður unnu við ferðaþjónustu að sinna öðru eða farnir úr landi. Og í þriðja lagi ýti lækkun krónunnar undir eftir- spurn eftir innlendri framleiðslu. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir að fallið verði í einu vetfangi frá kröfu um sóttkví í júlí 2021. Árið 2020 hefur rúmum fimm prósentum vinnuafls skort vinnu að jafnaði, en í spánni er gert ráð fyrir að hlutfallið verði að jafnaði um sjö pró- sent á fyrri hluta árs 2021 og að það fari hæst í níu prósent í maímánuði. – þfh Atvinnuleysi getur minnkað hratt Sigurður Jóhannes- son, forstöðumaður Hagfræðistofnunar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.