Fréttablaðið - 25.11.2020, Blaðsíða 18
Að mati Bjarna mætti margt betur fara í eldvörnum heimila enda sýnir nýleg
könnun sem Gallup gerði fyrir
Eldvarnabandalagið einmitt það.
Þar kemur fram að unga fólkið,
leigjendur og borgarbúar eru með
lökustu eldvarnirnar á landsvísu.
Fjöldi reykskynjara er að meðaltali
2,8 á heimilum í höfuðborginni en
3,7 á heimilum utan höfuðborgar-
svæðisins. Þá er mun algengara að
enginn eða aðeins einn reyk-
skynjari sé á heimilum í Reykjavík
en utan höfuðborgarsvæðisins.
Einnig leiðir könnunin í ljós að eld-
vörnum er víða ábótavant hjá fólki
á aldrinum 25-34 ára, leigjendum
og þeim sem búa í stærri fjölbýlis-
húsum. Í 45 prósent íbúða í leigu-
húsnæði er enginn eða aðeins einn
reykskynjari og hlutfallið er svipað
í fjölbýlishúsum með sex íbúðum
eða fleirum.
LSS hefur staðið fyrir Eldvarna-
átakinu í hátt í 30 ár og því má ætla
að vel á annað hundrað þúsund
Íslendingar hafi fengið þessa
fræðslu í gegnum tíðina. Það man
því sennilega hvert mannsbarn
sem fætt er eftir 1980 eftir að hafa
komið heim til mömmu og pabba
og þulið allt það upp sem kom fram
í eldvarnafræðslunni í skólanum.
„Frá árinu 1992 höfum við farið
í alla grunnskóla á landinu fyrir
jólin og kynnt eldvarnir fyrir
öllum átta ára börnum landsins.
Enda er þekkt að útköllum fjölgar
í kringum jól, aðallega af völdum
kertaskreytinga. Við þurfum að
finna fleiri leiðir til þess að tryggja
að það fái allir næga fræðslu um
eldvarnir. Öll fræðsla er af hinu
góða og við þurfum að viðhalda
fræðslunni yfir allt árið. Við
þurfum líka greinilega að ítreka
mikilvægi eldvarna við unga fólkið
og þá sem eru á leigumarkaði,“
segir Bjarni.
Eldfimt málefni
Það er ekki að ástæðulausu að
eldvarnafræðsla hefjist jafn-
snemma og raun ber vitni. „Við
höfum mjög góða reynslu af því
að fræðsla til barna um þessi eld-
fimu málefni skili sér í auknum
eldvörnum heima fyrir. Börnin
eru móttækileg fyrir skilaboð-
unum og eru sýnilega spennt.
Dætur mínar komu spenntar heim
eitt árið eftir eldvarnafræðslu í
skólanum sínum. Þótt þær vissu að
hér ætti allt að vera í toppstandi,
starfs míns vegna, þá vildu þær
nú samt sannreyna það. Börn eru
fljót að tileinka sér nýja vitneskju,
koma heim eftir fræðsluna og
spyrja foreldra sína út í eldvarnir
á heimilinu, hvort þau séu með
nægilega marga reykskynjara,
slökkvitæki og eldvarnateppi og
hvort flóttaleiðir séu fullnægjandi.
Þá er sniðugt að nýta tækifærið
og plana flóttaleiðir út úr húsinu,
ákveða stað úti sem skal hittast á
til þess að fullvissa sig um að allir
hafi komist út.“
Bjarni heyrði um stúlku sem
fékk fræðslu um eldvarnir í fyrra.
„Þær mæðgur höfðu kveikt á kerti
heima en þurftu svo að bregða sér
niður í þvottahús. Þá staldraði
stelpan við, þaut aftur upp stigann
og slökkti á kertinu. Maður á nefni-
lega ekki að fara frá logandi kerti,
það hafði hún lært! Ég kann margar
svona sögur sem sýna mikilvægi
þess að byrja forvarnir snemma.
Það er ekkert aldurstakmark á það
hvenær hægt er að koma í veg fyrir
eldsvoða.“
Logi og Glóð: Brennuvargur
Fræðslan er að sjálfsögðu þannig
að hún höfði til barnanna. „Áður
fyrr mættu fulltrúar í skólana og
héldu glærusýningar fyrir krakk-
ana. Þá var hvalurinn Trausti aðal-
söguhetjan og muna líklega margir
eftir honum. Við brýnum að sjálf-
sögðu alltaf sérstaklega fyrir börn-
unum að læra neyðarnúmerið utan
að, einn, einn, tveir. Frá árinu 2007
hafa slökkviálfarnir Logi og Glóð
tekið við fræðslunni og er fræðslu-
efnið nú komið í teiknimynd.“
Fræðslan fer fram í skólastofum
og í kjölfarið taka krakkarnir þátt
í Eldvarnagetrauninni. Vegleg
verðlaun eru í boði fyrir innsendar
lausnir sem afhent eru á 112-deg-
inum, 11. febrúar 2021. Rafræn skil
á lausnum verða í fyrsta sinn þetta
árið á lsos.is. Helstu styrktaraðilar
Eldvarnaátaksins eru 112, TM,
HMS, SHS, Eignarhaldsfélagið
Brunabótafélag Íslands og margir
fleiri og segir Bjarni LSS afar þakk-
látt fyrir stuðninginn.
Reykskynjarar eru
mikilvægasta eldvörnin
Bjarni þreytist seint á að ítreka
það að reykskynjarar eru og verða
alltaf mikilvægasta eldvörnin. „Það
vita vinir mínir allt of vel þegar ég
kem í heimsókn og rýni í loftin.
Reykskynjarar bjarga manns-
lífum. Þeir vekja okkur og láta vita
ef upp kemur eldur í húsinu. Ég sé
þetta frá fyrstu hendi í vinnunni. Í
Gallup-könnuninni sést það svart
á hvítu að eldvörnum er mjög
ábótavant víða, og sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu. Það er langt
í frá nóg að vera með einn reyk-
skynjara í íbúðinni, hvað þá engan.
Sjálfur er ég með níu reykskynjara
í mínu húsi. Fólk gleymir því að
í dag eru raftæki í hleðslu í nær
hverju einasta rými íbúðar. Því
símar, fartölvur, spjaldtölvur og
annað þarf að hlaða eftir notkun.
Hleðslutæki hitna mörg hver mjög
mikið og ef það er til dæmis sæng
yfir raftæki eða hleðslutæki, þá
er voðinn vís. Reykskynjararnir
skipta hér meginmáli og vegna
þeirra bregðumst við fyrr við ef
eldur kemur upp af völdum raf-
tækja eða annars.“
Bendir Bjarni á að það sé meg-
inatriði að vera viss um að reyk-
skynjararnir geri sitt gagn. „Góð
regla er að prófa þá mánaðarlega,
og alls ekki sjaldnar en þrisvar á
ári. Skipta þarf um rafhlöðu í reyk-
skynjurum árlega nema annað sé
gefið upp af framleiðanda. Til eru
reykskynjarar sem hafa rafhlöðu
sem endist í 10 ár en þá þarf samt
að prófa jafn oft.“ Þess má geta að
1. desember er dagur reykskynjar-
ans. Þá er tilvalið að nýta þann
dag í að prófa reykskynjarana á
heimilinu og skipta um rafhlöður.“
Slökkvitæki og eldvarnateppi
eru einnig mjög mikilvægur eld-
varnabúnaður. Þessi tæki skal
alltaf staðsetja rétt svo þau komi
að gagni ef eldur kemur upp.
Eldvarnateppi skulu ekki vera of
nálægt eldavélinni svo hægt sé
að komast í það ef eldur kemur
upp í kringum eldavélina. Einnig
skulu slökkvitæki vera staðsett við
helstu flóttaleið út úr húsinu svo
að ekki þurfi að hlaupa inn í hús
til þess að sækja það. Það er heldur
ekki nóg að kaupa bara slökkvi-
tæki og gleyma því svo. Það þarf að
fara með það í skoðun reglulega, að
minnsta kosti á tveggja til þriggja
ára fresti og láta athuga þrýsting,
innsigli og ástand hylkisins. Þá
er afar mikilvægt að þekkja að
minnsta kosti tvær mismunandi
flóttaleiðir út úr hverri íbúð.
Aldrei brýnni en nú
Það hefur líka komið á daginn að
fræðsla um eldvarnir hefur sjaldan
verið brýnni en einmitt núna.
„Staðreyndin er sú að það hafa
orðið allt of mörg banaslys í elds-
voðum í ár. Og þau hafa ekki verið
jafnmörg síðan árið 1979. Bruninn
við Bræðraborgarstíg var okkur
mjög dýr, sem og aðrir eldsvoðar
sem urðu á Akureyri, í Borgarfirði
og Grafningi. Það koma alltaf upp
vangaveltur um hvort eldvarnir
hafi verið í lagi þegar upp koma
eldsvoðar þar sem fólk lætur lífið
og hvort eitthvað hefði betur mátt
fara.
Við megum heldur ekki gleyma
öllum þeim sem eiga um sárt að
binda eftir eldsvoða á árinu og
hafa orðið fyrir andlegu áfalli og
heilsu- og eignatjóni. Það er því til
mikils að vinna að koma í veg fyrir
að eldur komi upp og tryggja það
einnig að hægt sé að bregðast við
hratt og örugglega ef eldur kemur
upp.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Bjarni mælir með að fólk nýti dag reykskynjarans, 1. desember, til þess að skipta um rafhlöður í reykskynjurum og athuga hvort þeir virki ekki sem skyldi.
Slökkvistöðin í Mosfellsbæ er staðsett í þessu glæsilega húsi við Skarhólabraut 1. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í 45 prósent íbúða í
leiguhúsnæði er
enginn eða aðeins einn
reykskynjari og hlut-
fallið er svipað í fjöl-
býlishúsum með sex
íbúðum eða fleiri.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R