Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 24
Landsnet hefur tilkynnt stórnotendum flutnings-kerfis raforku á Íslandi að frá og með janúar næ st koma nd i mu n i gjaldskrá fyrirtækisins hækka um 5,5 prósent. Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir iðn- aðarráðherra segir að ráðgert sé að leggja fram breytingar á raforku- lögum á komandi vorþingi, þar sem byggt verður á yfirstandandi greiningarvinnu sem snýr að tekju- mörkum Landsnets. Samhliða birtingu skýrslu þýska ráðgjafarfyrirtækisins Fraunhofer um samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með tilliti til raforkukostn- aðar, tilkynnti iðnaðarráðuneytið að Deloitte á Íslandi hefði verið ráðið til að greina fyrirkomulag f lutnings og dreifingu raforku á Íslandi. „Til að bregðast við gagn- rýni og ólíkum sjónarmiðum sem fram hafa komið, meðal annars á leyfða arðsemi, fjármagnskostnað, rekstrarkostnað og f leira, hefur ráðuneytið fengið Deloitte til að vinna óháða greiningu og rýni á lagalegu umhverfi við setningu tekjumarka sérleyfisfyrirtækja. Hluti af greiningunni er að leggja mat á hvaða atriði hafa áhrif á reiknuð tekjumörk, og með hvaða hætti, ásamt samanburði við önnur lönd,“ sagði í tilkynningu ráðu- neytisins. Þórdís Kolbrún segist reikna með því að úttekt Deloitte á regluverki í kringum f lutningskerfi raforku hér á landi muni fela í sér tillögur til úrbóta, en niðurstöður vinnunnar eiga að liggja fyrir í byjrun næsta árs. Ráðherrann segir jafnframt að f ljótlega muni línur skýrast varð- andi eignarhald Landsnets, en lengi hefur verið rætt um að ríkissjóður kaupi fyrirtækið, sem nú er í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkubús Vestfjarða og Orkuveitu Reykja- víkur. „Ráðgert er að leggja fram frumvarp á vorþingi um breytingu á raforkulögum, sem byggt verður á þessari greiningarvinnu, ásamt öðru efni sem unnið er að sem stendur. Um er að ræða faglega, óháða rýni á framangreindu reglu- verki og beitingu þess, með áherslu á samkeppnishæfni út frá flutnings- og dreifikostnaði raforku, tækifæri til hagræðingar og aukinnar skil- virkni, og jöfnun orkukostnaðar í landinu,“ segir iðnaðarráðherra. „Greining Deloitte snýr að reglu- verki um setningu tekjumarka Landsnets og dreifiveitna, sem stýra gjaldskrám þessara sérleyfis- fyrirtækja. Lagt verður mat á hvaða atriði hafa áhrif á tekjumörkin og með hvaða hætti, ásamt saman- burði við önnur lönd. Einnig verður lagt mat á hvernig eftirliti og eftir- fylgni með setningu tekjumarka er háttað, meðal annars hvernig kröfu um hagræðingu er fylgt eftir,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Í nýlegri skýrslu þýska fyrirtækisins Fraunhofer um samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með tilliti til raf- orkukostnaðar, kemur fram að f lutningskostnaður stórnotenda hér á landi sé almennt sambæri- legur við Quebec í Kanada en hins vegar almennt hærri en í Noregi og Þýskalandi. Þess er vænst að skýrsla Deloitte varpi ljósi á leiðir til að styrkja samkeppnishæfni Íslands hvað þetta varðar.“ Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í desember um að taka upp viðræður við núverandi eigendur Landsnets um kaup á fyrirtækinu. „Beint eignarhald ríkisins á Lands- neti mun gera Landsnet hæfara til að sinna sínum mikilvægu hlut- verkum og skýra og skerpa hlutverk aðila á raforkumarkaði,“ segir Þór- dís Kolbrún. Hún bætir því við að úttekt Deloitte eigi einnig að svara því hvernig eftirliti og eftirfylgni Orkustofnunar með tekjumörkum Landsnets sé háttað. Kannað verði hvort ef la þurfi starf Orkustofn- unar eða endurskoða verkferla og forgangsröðun verkefna. Veginn f jármagnskostnaður Landsnets, sem er metinn einu sinni á ári af sérstakri nefnd Orku- stofnunar, er af mörgum sagður of hár. Það orsaki svo það að gjald- skrá Landsnets sé með þeim hætti að hún grafi undan samkeppnis- hæfni íslensks orkumarkaðar, en flutningskostnaður stórnotenda er jafnan 6 dalir á megavattstund. Greint hefur verið frá því að hinn metni, vegni fjármagnskostnaður Landsnets endurspegli ekki raun- verulegan fjármagnskostnað fyrir- tækisins. Það er ekki síst vegna þeirra breytna sem lagðar eru til grundvallar. Einkum hefur notkun 10 ára hlaupandi meðaltals skulda- tryggingarálags íslenska ríkisins verið gagnrýnd, en skuldatrygg- ingaálag Íslands var enn þá í hæstu hæðum á fyrri hluta undanliðins áratugar þar sem mál á borð við Ice- save-deiluna höfðu ekki enn verið leidd til lykta. 623 milljarðar króna eru á óbundnum reikningum heimilanna. Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Mörg nágrannaríki, sem Ísland ber sig saman við, hafa þann hátt á að áhættu- vogir fyrir skuldbindingar sveitar- félaga eru þær sömu og áhættuvogir fyrir skuldbindingar ríkisins en það skilar sér í bættum lánakjörum fyrir sveitarfélög. Samkvæmt reglum Fjármála- eftirlits Seðlabanka Íslands hafa áhættuskuldbindingar sveitarfélaga, sem gefnar eru út og fjármagnaðar í heimamynt þeirra, áhættuvogina 20 prósent. Hærri áhættuvog þýðir að banki þarf að binda meira eigið fé vegna skuldbindingarinnar, en það hefur áhrif á vaxtakjör. Skuld- bindingar ríkissjóðs hafa hins vegar áhættuvogina 0 prósent, sem skilar sér í hagstæðum vaxtakjörum. Evrópska bankaeftirlitsstofnunin heldur utan um lista yfir lönd í Evr- ópusambandinu þar sem áhættu- vogir fyrir skuldbindingar sveitar- félaga eru þær sömu og áhættuvogir fyrir skuldbindingar ríkisins. Listinn sýnir að meirihluti nágrannaríkja hefur þann hátt á. Má þar nefna Sví- þjóð, Danmörku, Finnland, Bret- land, Holland og Þýskaland. Óttar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, sagði nýlega í samtali við Fréttablaðið að Fjármálaeftirlitið gæti lækkað vexti sem sveitarfélög greiða af lánum frá fjármálafyrirtækjum um allt að 50 punkta, eða 0,5 prósentustig, með einu pennastriki. „Þarna gæti hið opinbera gert lánveitingar banka til sveitarfélaga ódýrari með einu pennastriki. Ef reglurnar yrðu færðar til samræmis við það sem gengur og gerist í Evr- ópusambandinu, held ég að lækkun vaxta á þessum lánum geti numið allt að 50 punktum,“ sagði Óttar og benti á að samkvæmt lögum væri ekki hægt að taka sveitarfélög til gjaldþrotaskipta. „Þeir sem hafa biðlund þurfa ekki að sæta neinum afskriftum á lánum til íslenskra sveitarfélaga,“ sagði hann. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Fjármálaeftirlit Seðlabankans sem sneri að því hvort íslenska eftirlits- stofnunin viðhefði strangari túlkun en almennt gildir í þessum efnum. „Á listanum sem þú vísar til má sjá sveitarfélög í 11 af 28 ríkjum í ESB og Bretland er eitt af þessum ell- efu ríkjum. Það er því í minnihluta aðildarríkjanna sem áhættuvogir fyrir skuldbindingar sveitarfélaga eru þær sömu og áhættuvogir fyrir skuldbindingar ríkisins,“ segir í svari eftirlitsins. „Að mati Fjármálaeftirlitsins gera hvorki núgildandi skattheimtu- heimildir íslenskra sveitarstjórna né stofnanafyrirkomulag þeirra það að verkum að hægt sé að líta á að enginn munur sé á áhættu milli áhættuskuldbindinga vegna þeirra og áhættuskuldbindinga vegna íslenska ríkisins,“ segir jafnframt í svari eftirlitsstofnunarinnar sem mun þó áfram fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi og bregðast við ef tilefni er til. – þfh Strangari reglur um skuldir sveitarfélaga en hjá grannríkjum Austurríki Belgía Danmörk Finnland Þýskaland Litháen Lúxemborg Holland Spánn Svíþjóð Bretland ✿ Lönd með sömu áhættuvogir fyrir ríki og sveitarfélög Boða 5,5 prósenta hækkun á gjaldskrá stórnotenda 2021 Iðnaðarráðherra segir breytinga að vænta á raforkulögum í vor. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir hækkun á gjaldskrá Landsnets óskiljanlega. Forstjóri Landsvirkjunar segir hækkunina sýna að úrbóta sé þörf á regluverki Landsnets. Landsvirkjun geti ekki velt kostnaði yfir á viðskiptavini sína. Afkoma Landsvirkjunar versnar vegna hækkunar Landsnets. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sýnir að úrbóta er þörf á regluverki um Landsnet „Þetta sýnir að úrbóta er þörf á regluverkinu í kringum Landsnet, á sama tíma að við reynum að standa með viðskiptavinum okk- ar á erfiðum tímum með auknum sveigjanleika og tímabundnum verðlækkunum, þá hækka gjald- skrár Landsnets,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj- unar. Landsvirkjun er í dag stærsti eigandi Landsnets, en Hörður hefur áður stutt það að Landsnet færist í eigu ríkissjóðs. Lands- virkjun stendur jafnframt að baki meirihluti tekna Landsnets. Í eldri raforkusamningum Lands- virkjunar gagnvart stórnotendum er flutningskostnaður innifalinn í heildarverðinu. „Við getum ekki velt þessu yfir á okkar viðskipta- vini,“ segir Hörður, en afkoma Landsvirkjunar mun því versna sem nemur gjaldskrárhækkunum Landsnets, vegna samninga með inniföldum flutningskostnaði. Hörður Arnarson Beint eignarhald ríkisins á Landsneti mun gera Landsnet hæfara til að sinna sínum mikil- vægu hlutverkum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, iðnaðarráðherra Óbundin innlán heimilanna hafa aukist um 18 prósent frá áramótum, eða samtals um 95 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán námu samtals 623 milljörðum króna í lok október, samanborið við 528 milljarða króna í byrjun árs, og hafa aldrei verið meiri í krónum talið samkvæmt tölum Seðlabankans sem ná aftur til ársins 2003. Fjallað var um mikla aukningu á óbundnum innlánum heimilanna í Markaðinum í haust. Þar sagði Valdimar Ármann, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, að óbundin innlán gætu leitað í áhættusamari fjárfestingar þegar fram í sækir. „Ef það þarf ekki að ganga á sparnaðinn til að halda uppi neyslu má sjá fyrir sér að hann muni á endanum leita í áhættusamari fjár- festingar þar sem raunávöxtunar- möguleikar innlánsreikninga eru afar takmarkaðir eins og er, og gefa neikvæða raunávöxtun eftir vaxta- lækkunarferli Seðlabankans,“ sagði Valdimar. Verðbólga hefur aukist frá því í vor og var 3,6 prósent í október. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði um 3,7 prósent að meðaltali fram á næsta ár en taki þá að hjaðna enda slakinn í þjóðarbúinu mikill. Miðað við mælda verðbólgu er neikvæð raunávöxtun óbundinna innlána töluverð. Samk væmt vaxtatöf lum viðskiptabankanna voru nafnvextir á veltireikningum einungis 0,05 prósent og óbundnir bankareikningar, miðað við innlán sem eru innan við milljón krónur, báru einungis 0,25 prósenta vexti. Raunávöxtun verður því neikvæð um 3,35 til 3,55 prósent ef vextir og verðbólga verða áfram á sömu slóðum. „Einhverjir munu kannski ekki átta sig almennilega á ávöxtuninni fyrr en þeir fá áramótayfirlitið. Það er fyrst núna sem tólf mánaða ávöxtun er að fara hratt niður og eftir tólf mánuði verður hún enn lakari. Þetta tekur tíma að síast inn,“ sagði Valdimar Ármann í umfjöllun Markaðarins í haust. – þfh Óbundin innlán heimila aukist um 95 milljarða Tímasetningin með ólíkindum Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, segir algerlega óskiljanlegt að Landsnet ætli að hækka gjaldskrá sína í janúar: „Hækkunin leggst á öll heimili og fyrirtæki landsins, langt umfram almenna hækkun verðlags á Íslandi og tímasetning- in er með ólíkindum. Í fyrsta lagi vegna þess sem sýnt hefur verið fram á, að arðsemi fyrirtækisins er langt umfram það sem ætla má hjá fyrirtæki með lögbundnum tekjumörkum. Í öðru lagi vegna þess að nýútkomin skýrsla Fraun- hofer um íslenska raforkumark- aðinn sýndi með óyggjandi hætti að flutningskostnaður raforku á Íslandi er allt of hár. Í þriðja lagi vegna þess að iðnaðarráðherra hefur nýlega óskað eftir úttekt á fyrirkomulagi flutnings raforku á Íslandi með tilliti til kostnaðar notenda, sem er nú þegar mjög íþyngjandi. Ástæða þess er að allir eru sammála um að vandinn sé raunverulegur en ekki er vitað hvar hann liggur nákvæmlega. Það þarf að greina til hlítar og gera viðeigandi ráðstafanir." Sigurður Hannesson Verðbólga mælist nú 3,6 prósent. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.