Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 25.11.2020, Síða 10
LÖGREGLUMÁL Mikil ólga hefur verið síðustu daga í undir heimum Reykja víkur eftir að 28 ára fyrr­ verandi MMA bar daga maður birti mynd band af sér að ganga í skrokk á tví tugum pilti. Í kjöl farið hafa ýmis mynd bönd sem sýna of beldi og slags mál farið í dreifingu á sam fé lags miðlum, bensín sprengjum verið kastað í að minnsta kosti tvær í búðir og hótanir f logið á víxl á opinberum vettvangi. Upp haf lega at vikið milli bar­ dagamannsins og tví tuga piltsins átti sér stað helgina 14. til 15. nóv­ ember. Bar daga maðurinn birti sjálfur mynd band af á tökunum á Face book­síðu sinni seinni part sunnu dags þann 15. nóvember. Samkvæmt ummælum piltsins á samfélagsmiðlum voru f leiri við­ staddir á meðan á árásinni stóð og voru einhverjir þeirra með hnífa, sem gerði honum erfitt fyrir að verja sig. Bardagamaðurinn var í kjöl farið hand tekinn og vistaður í fanga klefa en sleppt tveimur dögum seinna. Á stæða á rásarinnar virðast vera deilur bar dagamannsins við föður piltsins en sá hinn sami var meðal annars dæmdur fyrir fíkni efna inn­ flutning árið 2000. Á rásin er ein stak lega gróf og sýnir bar dagamanninn sparka marg oft í piltinn. Það vakti einn­ ig óhug margra að heyra bar daga­ manninn hóta piltinum kyn ferðis­ legu of beldi er hann biður fé laga sinn um að fara með hann inn á klósett og níðast á honum kyn­ ferðislega. Hinn t v í tug i piltur hót aði hefndum gegn bar daga manninum á Face book­vegg hans og rifust þeir opin ber lega í at huga semdum undir mynd bandi af á rásinni áður en mynd bandið var fjarlægt. Tveimur dögum eftir að bar­ dagamaðurinn var hand tekinn, þriðju daginn 17. nóvember, kvikn­ aði eldur í íbúð hans í Úlfarsár dal. Hann var ekki heima þegar eldur­ inn kom upp og fóru af stað miklar vanga veltur um hvort þetta væri hefndar að gerð fyrir líkamsárásina. Á mið viku deginum fór í dreifingu mynd band sem sýnir tvo hettu­ klædda menn kasta bensín sprengju inn í gegnum glugga á í búðinni í Úlfarsár dal. Mennirnir tóku síðan til fótanna. Elín Agnes Kristínar dóttir, að stoðar yfir lög reglu þjónn hjá Lög ­ reglunni á höfuð borgar svæðinu, stað festi í sam tali við Frétta blaðið fyrir helgi að málið væri rann sakað sem í kveikja en enginn hefði verið hand tekinn vegna brunans. Sam k væmt slök k v i liðinu á höfuð borgar svæðinu er tjónið á í búð inni mikið. Sólar hring síðar fór í dreifingu mynd band af bar daga manninum þar sem hann hótar manni líf láti sím leiðis með hagla byssu í hend­ inni. Það mynd band virðist hins vegar hafa verið tekið upp áður en kveikt var í í búð hans, þar sem hann er heima hjá sér þegar hann tekur upp hótunina. Það er því mögu­ legt að bensín sprengjan hafi verið ein hvers konar svar við líf láts­ hótuninni. Hann heldur haglabyss­ unni fyrir framan símann og segir meðal annars: „Ég mun mæta heim til þín með þetta.“ Ekki er vitað að hverjum hótunin beindist. Sam kvæmt heimildum Frétta­ blaðsins fylgdist lög reglan náið með gangi mála en hún á kvað síðan að skerast í leikinn síðast­ liðinn fimmtudag. Lög regla réðst í um fangs miklar að gerðir á höfuð­ borgar svæðinu og hand tók tvo karl menn, annar þeirra var bar­ daga maðurinn umtalaði. Hand­ tökurnar voru fram kvæmdar með að stoð sér sveitar ríkis lög reglu­ stjóra á tveimur mis munandi stöðum og þá voru hús leitir einnig framkvæmdar. Sam kvæmt heim­ ildum Frétta blaðsins var bar daga­ maðurinn úr skurðaður í tveggja vikna gæslu varð hald. Um hádegisbilið síðastliðinn föstudag birti Frétta blaðið síðan mynd band af því þegar bensín­ sprengju er kastað í íbúð á Freyju­ götunni. Á mynd bandinu sést maður stíga út úr bíl og kasta bensín sprengju beint á húsið. Annar aðili þakkar honum svo fyrir og segir við mann­ inn: „Þú færð þetta svo marg falt fokking borgað.“ Svo vel vildi til að ekki kviknaði í húsinu á Freyju götu en svo virðist sem gernings mennirnir hafi farið húsavillt í að gerðum sínum þar sem í búarnir sem bensín sprengjan beindist lík legast að f luttu þaðan út fyrir þremur vikum, sam kvæmt upplýsingum frá nú verandi í búum hússins. Ekki er vitað ná kvæm lega hvernig sú bensín sprengja tengist á tökunum sem hafa verið í gangi síðustu daga en sam kvæmt í búum hússins átti at vikið sér stað sömu helgi og fyrstu slags málin milli piltsins og bar daga­ mannsins, 14. og 15. nóvember. Lög reglan lýsti síðan eftir Ævari Annel Val garðs syni síðasta föstudag, einum degi eftir að hún hóf aðgerðir gegn bar dagamanninum en Ævar Annel mun vera tví tugi pilturinn í þessum á tökum. Hann hefur enn ekki gefið sig fram. mhj@frettabladid.is Meðal fórnarlambanna voru sex börn. Tveir karlmenn hafa verið handteknir í aðgerð- um lögreglu síðustu daga og lögreglan hefur lýst eftir þriðja einstaklingnum sem grunaður er um að eiga þátt í undirheimaátökunum. Átökin í undi rheimunum hafa sprottið fram á sjónarsviðið Líkamsárásir, hótanir og íkveikjur hafa einkennt átök sem átt hafa sér stað í undirheimum Reykjavíkur síðustu daga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerðir fyrir helgi og handtók tvo menn með að- stoð sérsveitarinnar. Leit stendur yfir að tvítugum manni sem grunur er um að hafi tekið þátt í átökunum. Bensínsprengju var kastað inn í þetta húsnæði sem stendur við Freyjugötu í miðbæ Reykjavíkur. Þar sáust greinileg ummerki á vegg hússins í kjölfar þess að sprengjan sprakk. FRÉTTABLAÐIÐ/ARI ÞÝSK ALAND Markus Söder, for­ sætisráðherra Bæjaralands, hyggst loka skíðasvæðunum í fylkinu yfir hátíðirnar til þess að „koma í veg fyrir annað Ischgl“. Ischgl er skíðaþorpið austurríska þar sem fjölmargir smituðust af COVID­ 19 í upphafi árs, þar á meðal tugir Íslendinga. Stendur nú yfir mála­ rekstur austurrísku neytendasam­ takanna VSV, vegna yfirhylmingar yfirvalda í Týról­héraði og valda­ mikilla skíðalyftufyrirtækja. „Við getum ekki farið í þessi sígildu skíðaferðalög,“ sagði Söder fyrir fund með Angelu Merkel kanslara um hertar samkomutak­ markanir. „Helst myndi ég vilja sjá samrýmdar reglur í Evrópu, að skíðalyfturnar yrðu lokaðar og engin skíðaferðalög neins staðar.“ Bæjaraland er rétt eins og Austur­ ríki afar vinsælt skíðasvæði, sér­ staklega um hátíðirnar. Lýsti Söder áhyggjum af því að Þjóðverjar myndu fara yfir landamærin til Austurríkis á skíði. Minnti hann á reglur um sóttkví enda sé Austur­ ríki skilgreint sem áhættusvæði vegna COVID­19. „Ef við ætlum að halda landamærunum opnum verður að vera samkomulag um skíðaferðalög. Annars verður þetta erfitt,“ sagði hann. – khg Vill koma í veg fyrir annað Ischgl-mál Við getum ekki farið í þessi sígildu skíðaferðalög. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands BANDARÍKIN Hvert vígið fellur nú af öðru í baráttu Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta um að reyna að snúa úrslitum kosn­ inganna. Michigan­fylki vottaði sigur Joes Biden á mánudagskvöld. Á þriðjudag vottaði Pennsylv­ aníufylki og Nevada einnig, viku á undan áætlun. Þessi þrjú ríki eru meðal þeirra sex sem Trump hefur barist hvað harðast við að snúa. Georgía vottaði úrslit í síðustu viku. Eiga því aðeins tvö lykilfylki eftir að votta sín úrslit, Wisconsin þar sem Trump fór fram á endurtalningu í Milwaukee borg, og Arizóna Phoenixborg í Arizona­fylki hefur þegar vottað sigur Bidens en fylkið sem heild vottar eftir viku ásamt Wisconsin. Þó að Trump myndi ná að snúa báðum þessum fylkjum myndi það ekki duga. Þá hefur allt gengið á afturfótun­ um hjá lögfræðiteymi Trumps. Lög­ fræðingurinn Sidney Powell hefur verið tekin úr teyminu. Hennar málflutningur hefur byggt á sam­ særiskenningum um að George Sorros og Hugo Chavez, hinn löngu látni forseti Venesúela, hafi haft áhrif á talninguna. Powell hefur einnig bergmálað samsæriskenn­ ingar hópsins Qanon á samfélags­ miðlum. Þrátt fyrir að Trump sé enn víg­ reifur á Twitter og neiti að gefast upp steig hann fyrsta skrefið í að viðurkenna ósigur á mánudags­ kvöld. Eftir að Michigan­fylki vott­ aði sigur Bidens sendi Emily Mur­ phy, yfirmaður stoðþjónustunnar GSA, Biden bréf þar sem honum var tjáð að stjórnarskiptin gætu hafist. Á Twitter sagðist Trump hafa beðið Murphy að gera þetta en með ákvörðun hennar fær stjórnar­ skiptateymi aðgang að fjármagni og upplýsingum til að skiptin gangi vel fyrir sig. – khg Fylkin votta eitt af öðru sigur Bidens í kosningunum Donald Trump virðist vera farinn að játa sig sigraðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Stoðþjónusta alríkisins hefur afhent Biden fjármagn og aðgang að upplýsingum. MEXÍKÓ Maður sem lögreglan hefur nefnt Roberto N var handtekinn á mánudag, ásamt tveimur öðrum, grunaður um morð á níu með­ limum mormónasafnaðar á síðasta ári. Maðurinn er talinn leiðtogi eiturlyfjahringsins La Linea, sem eru undirsamtök hins volduga Jua­ rez­hrings í norðurhluta Mexíkó. Gengur hann undir viðurnefninu „hinn mállausi“. Fórnarlömbin voru þrjár konur og sex börn sem tilheyrðu LaBaron­ söfnuðinum, sem klauf sig frá hinni opinberu mormónakirkju í Banda­ ríkjunum snemma á 20. öldinni og f lutti sig um set til Mexíkó. Fórnarlömbin voru öll með bæði mexíkóskan og bandarískan ríkis­ borgararétt. Þann 4. nóvember voru konurnar á ferð með börnin sín nálægt borg­ inni Chihuahua þegar byssumenn hófu skothríð á bíla þeirra. Alls voru 14 börn í bílunum og átta þeirra komust lífs af. Talið er að meðlimir La Linea séu að stórum hluta fyrrverandi lög­ reglumenn sem Roberto hafi fengið til liðs við sig. Ástæða árásarinnar er lögreglunni ekki kunn, en grunur leikur á að byssumennirnir hafi haldið að í bílunum væru meðlimir annars eiturlyfjahrings. Roberto og vitorðsmenn hans tveir hafa verið f luttir til höfuð­ borgarinnar Mexíkóborgar. Áður höfðu tveir aðrir meðlimir La Linea verið handteknir í tengslum við morðin. – khg Handteknir fyrir morð á níu mormónum 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.