Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.11.2020, Qupperneq 8
STJÓRNMÁL Frumvarp Brynjars Níelssonar og nokkurra annarra þingmanna Sjálfstæðisf lokksins um refsingu við tálmun eða tak­ mörkun á umgengni foreldris við barn, fer í bága við ákvæði Barna­ sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að mati Umboðsmanns barna. Þetta kemur fram í umsögn embættisins við frumvarpið. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að tálmun eða takmörkun á umgengni sem ákveðin hefur verið með úrskurði, dómi eða dómsátt foreldra, varði allt að fimm ára fangelsi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að á árunum 2007–2016 hafi 639 úrskurðir um umgengni barna verið kveðnir upp hjá emb­ ættum sýslumanna, en 2.078 um­ gengnismálum lokið með sam­ komulagi. Á sama tímabili hafi 550 kröfur um beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni verið lagðar fram og 107 úrskurðir um beitingu dagsekta kveðnir upp hjá sýslumannsemb­ ættum. Í níu tilfellum hafi foreldri gert kröfu um aðför til að koma á umgengni hjá embættum sýslu­ manna. Umboðsmaður tekur undir að það geti verið mjög íþyngjandi fyrir börn þegar koma þarf umgengni á með aðför. Hún áréttar hins vegar að fangelsisvistun foreldris sé ekki til þess fallin að leysa úr þeim vanda sem til staðar er, þegar annað for­ eldrið ásakar hitt um að tálma umgengni við barn. „Í því felst engin lausn á þeim alvarlega vanda þegar velferð barns er stefnt í hættu á heimili annars foreldris þess, og það er sannar­ lega ekki lausn á þeim vanda þegar ásökun um tálmun á umgengni er ein birtingarmynd langvarandi ágreinings foreldra um málefni barns,“ segir í umsögninni. Umboðsmaður vísar til ákvæðis í Ba r na sát t má la Sa meinuðu þjóðanna, sem ætlað er að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, en sam­ bærilegt ákvæði er í stjórnarskrá lýðveldisins. Umboðsmaður segir frumvarpið andstætt þessum mark­ miðum Barnasáttmálans og því sé ekki hægt að mæla með samþykkt þess. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé brot gegn barni, en hafa svo engin viðurlög,“ segir Brynjar Níelsson, inntur eftir viðbrögðum við umsögn umboðsmanns. Þótt umboðsmaður styðji ekki frumvarpið er í umsögn hans lögð áhersla á að veruleg þörf sé fyrir betri þjónustu og f leiri úrræði til að sporna gegn aðstæðum sem valdi því að barn fái ekki að njóta umgengni við báða foreldra. Foreldrum í þessari stöðu standi yfirleitt engin þjónusta til boða fyrr en eftir að ágreiningur er kominn upp. Langur biðtími geri málin enn flóknari og erfiðari þegar þau komi loks til meðferðar. Að mati umboðsmanns þurfi að veita foreldrum aðstoð strax í aðdraganda skilnaðar eða sam­ búðarslita, til að komast að niður­ stöðu um þau atriði sem varði sam­ vinnu um uppeldi barns á tveimur heimilum eins og um lögheimili, forsjá og umgengni. Þannig megi koma í veg fyrir tog­ streitu milli foreldra sem valdið geti börnum mikilli vanlíðan og streitu og þar að auki komið í veg fyrir að þau fái ekki að njóta umönnunar beggja foreldra. adalheidur@frettabladid.is Fangelsun foreldris leysi ekki vanda í tálmun á umgengni Umboðsmanni barna hugnast ekki áherslan sem birtist í frumvarpi Brynjars Níelssonar um aðgerðir vegna tálmunar á umgengni foreldris við barn. Salvör telur heillavænlegra að auka þjónustu við foreldra í aðdraganda skilnaðar. Hún gagnrýnir að þeim standi fá úrræði til boða fyrr en komið er í óefni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, telur hugmyndir Brynjars og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum, gegn tálmun á umgengni foreldris við börn, ekki vera til bóta. Aukin þjónusta sé heillavænlegri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það er ekki hægt að segja að þetta sé brot gegn barni, en hafa svo engin viðurlög. Brynjar Níelsson, alþingismaður LANDBÚNAÐUR Kristján Þór Júlíus­ son, sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráðherra, hefur tilkynnt ákvörðun sína um að halda auka innlausnar­ markað með greiðslumark í sauðfé. Markaðurinn sem haldinn er að tillögu Landssamtaka sauðfjár­ bænda verður haldinn í desember næstkomandi. Markmiðið með þessum markaði er að jafna stöðu bænda innan kerfisins, þar sem greiðslumarki er beint til hópa sem framleiða með minnstum opin­ berum stuðningi. Til sölu verður greiðslumark sem innleyst var á árunum 2017 og 2018, samtals 4.757 ærgildi, auk þess sem heimilt verður að leggja fram sölu­ tilboð með sama hætti og venjulega. Innlausnarverð/söluverð er núvirt and virði beingreiðslna næstu tveggja almanaksára, 12.764 krónur á hvert ærgildi. Forgang að kaupum á 60% af því sem er til úthlutunar eiga þeir fram­ leiðendur sem eiga 200 kindur eða f leiri á haustskýrslu 2019 og hafa ásetningshlutfallið 1,6 eða hærra. Forgang að því sem þá er eftir hafa þeir framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetn­ ingshlutfallið einn eða hærra. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til fram leið enda í forgangshópum skal boðið öðrum umsækjendum. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað verður fyrir kaup­ og sölutilboð í dag. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 3. desember. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er síðan til 10. des­ ember. – hó Markaður með greiðslumark í sauðfé haldinn REYK JAVÍK Hvorki stjórnendur N á t t ú r u f r æ ð i s t o f n u n a r n é Umhverfisstofnunar vissu af tæm­ ingu Árbæjarlóns fyrr en daginn sem hún var framkvæmd. Náttúrufræðistofnun telur að Orkuveita Reykjavíkur hefði átt að leita álits Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar áður en lónið var tæmt. Elliðaárdalur og Elliðavatn eru á náttúruminjaskrá og þar sem um var að ræða varan­ lega breytingu á náttúru svæðisins hefði verið best að hafa samráð við stofnanirnar. Þetta kemur fram í umsögn Nátt­ úrufræðistofnunar um tæmingu Árbæjarlóns, sem Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir. Orkuveita Reykjavíkur hefur séð um rekstur Árbæjarstíf lu í 100 ár en rafmagn hefur ekki verið unnið í Elliðaárvirkjun frá árinu 2014 og hefur því stíf lan verið rekin á tapi síðustu ár. OR ákvað, eftir ráðleggingar frá Hafrannsóknastofnun, Verkís og aðkomu Heilbrigðiseftirlits Reykja­ víkur, að tæma lónið varanlega til að koma á náttúrulegu rennsli í gegnum stíf luna svo fiskar gætu gengið upp. Var það framkvæmt þann 29. október. Náttúrufræðistofnun segist hafa fengið einn tölvupóst þann 12. október, sem tengdist tæmingu lónsins en ekki hafi verið gengið eftir því. „Gert er ráð fyrir að tæma svo­ kallaðan andapoll sem er uppi­ stöðulón ofan Árbæjarstíf lu í lok mánaðarins eftir ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar þess efnis og vera með „náttúrulegt“ rennsli í ánni allt árið um kring. Ég óska eftir að fá álit á áhrif þess á fuglalíf sem hefur myndast í kringum þetta uppistöðulón. Það má endilega hafa samband við mig þegar þessi póstur ratar á réttan stað,“  segir í tölvu­ pósti OR. Pósturinn hafi fyrir mistök verið f lokkaður sem almenn fyrirspurn um fuglalíf og ekki skráður með lokadagsetningu. Náttúrufræði­ stofnun svaraði ekki erindinu fyrr en daginn sem lónið var tæmt. Þá hafi aðili frá Umhverfisstofnun haft samband við Náttúrufræði­ stofnun og spurt hvort þau hefðu haft aðkomu að málinu, sem þau gerðu ekki. Náttúrufræðistofnun er heldur ekki kunnugt um hvort leitað var álits Umhverfisstofnunar. „Áður en til tæmingar lónsins kom hefði verið eðlilegt að tryggja að allir þeir aðilar sem eiga að koma að málinu hefðu gert það. Að öðru leyti sér Náttúrufræðistofnun ekki ástæðu til að gera athugasemdir við feril málsins, enda annarra að taka á því samkvæmt lögum,“ segir í umsögninni. Íbúar hafa lýst yfir óánægju vegna tæmingar lónsins en þeir fengu enga almennilega kynningu fyrr en greint var frá tæmingu í fjöl­ miðlum. Orkuveita Reykjavíkur ætlaði að senda kynningarbréf á alla íbúa í Árbæ þann 26. október, þremur dögum fyrir tæmingu, en þann 28. október kom í ljós að bréfið hefði aldrei farið út. Borgarráð hefur skipað sérstakan stýrihóp sem vinnur að mótvæg­ isaðgerðum í kjölfar tæmingar Árbæjarlóns. Fyrsti fundur hópsins verður í vikunni. ingunnlara@frettabladid.is Fengu ekki að vita af tæmingu Árbæjarlónsins Árbæjarlón var tæmt í lok október síðastliðins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYK JAVÍK Tveir nýir leikskólar verða opnaðir á næstunni í Reykja­ vík, einn í Safamýri og annar á Kleppsvegi. Skúli Helgason, for­ maður skóla­ og frístundaráðs, segir að stefnt verði að því að opna leik­ skólann í Safamýri haustið 2021. „Borgin á húsnæðið þar sem Safamýrarskóli var áður. Það þarf að ráðast í endurbætur en ástands­ skoðun er hafin og við fáum skýrslu á næstu vikum. Síðan verður hægt að ráðast í framkvæmdir eftir ára­ mót og gera hann hæfan til að taka á móti leikskólabörnum,“ segir Skúli. „Borgin keypti svo núverið húsnæði við Kleppsveg sem verður breytt í leikskóla. Með þessum leikskólum bætast við rúmlega 200 pláss sem voru ekki í upphaflega verkefninu.“ Með þessum nýju leikskólum verða plássin orðin rúmlega 1.000. Dalskóli er þegar kominn í notkun. Fyrir utan leikskólana í Safamýri og á Kleppsvegi er bygging þriggja annarra í undirbúningi. Meira en 500 börn yfir eins árs eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Skóla­ og frístundaráð samþykkti einróma á fundi sínum í gær að heimila leikskólum, sem hafa laus leikskólarými og hafa boðið öllum eldri börnum umsókn um leik­ skólavist að innrita yngri börn, allt niður í 12 mánaða aldur. – ab Tveir nýir leikskólar væntanlegir Með þessum leikskólum bætast við rúmlega 200 pláss sem voru ekki í upphaflega verkefninu. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.