Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 31

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 31
Áhrif sláttar 29 Endurvöxtur í sláttureitum Aðferðir Gerðar voru athuganir á endurvexti lúpínu á akrinum á Korpu, sem áður var lýst í 1. kafla þessa rits. Fylgst var með lúpínureitum sem slegnir voru á þriggja vikna fresti sumurin 1987 og 1988 (sjá 1. kafla). Þann 20. september 1988 og þann 21. júní 1989 var þekja, hæðarvöxtur og blómgun lúpínunnar endurmetin í reitunum. Greint var á milli ungplantna og eldri plantna sem höfðu náð sér eftir slátt. Þekja var metin með sjónmati og verður að skoðast sem gróft mat. Þann 23. ágúst 1989 var síðan slegin 1x5 m rönd úr öllum sláttureitunum frá 1987 og 1988. Uppskera hvers reits fyrir sig var vegin á staðnum og votvigt fundin. Þurrefnisinnihald hlutsýna af uppskerureitum var fundið með þurrkun í ofni við 60 °C. Þurrvigt uppskeru var síðan áætluð eftir því. Niðurstöður Áhrif af slætti fóru mjög eftir hvenær slegið var. Við endurmat í september 1988 kom í ljós að þegar slegið var um mánaðarmótin maí-júní náði lúpínan að vaxa upp aftur og jafnvel blómstra á sama sumri. í reitum sem slegnir voru á þessum tíma, eða í ágústlok, hafði lúpínan náð aftur 90-100% þekju ári eftir slátt. Þegar slegið var í júnílok eða í júlí var þekjan hins vegar innan við 5% að ári. Öfugt samband var hins vegar á milli sláttutíma og þekju ungra lúpínuplantna, sem höfðu vaxið upp af fræi eftir sláttinn. Ári eftir slátt höfðu þær 20-25% þekju í reitum sem slegnir voru í júnílok og júlí, en einungis tæplega 5% þekju er slegið var á fyrsta eða síðasta sláttutíma (3. tafla). Annað endurmat var gert í júní 1989. Niðurstöður þess voru á sömu lund og áður (12. mynd, c og d; sjá einnig 10.-14. ljósmynd). Reitir sem slegnir voru á fyrsta og síðasta sláttutíma 1987 sýndu mestan endurvöxt. Þekja eldri plantna var 70-80% og hæð um 65 cm. Rýrastur var endurvöxtur á reitum sem slegnir voru í júnílok og um miðjan júlí. Þekja eldri plantna var þar innan við 5% og hæð um 45 cm. Reitir sem slegnir voru í ágústbyrjun lágu mitt á milli með um 35% þekju og hæð um 60 cm. Lúpínan náði að blómstra í öllum reitum nema tveimur sem slegnir voru um miðjan júlí. Þekja ungplantna var sem fyrr mest í reitum þar sem eldri plöntumar höfðu látið undan síga. Þær höfðu 10-20% þekju og um 20 cm á hæð. Var þar einkum um að ræða ungplöntur á 2. ári. Hafa ber í huga að endurmatið 1989 fór fram í júní en endurmatið 1988 fór fram í september. Ekki er því hægt að bera þekju beint saman á milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.