Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 62
60
4. kafli
sellulósi, hemisellulósi og lignín sem hryggdýr eiga í erfiðleikum með að melta, þar
sem þau mynda ekki ensím til þess. Jórturdýr geta þó nýtt sér sellulósa og hemi-
sellulósa í fóðri að tilstuðlan örvera í vömbinni sem brjóta þessi efni niður (Van Soest
1967). Trénisinnihald plantna ræður miklu um meltanleika þeirra. Trénisþættir eru
að jafnaði í minni mæli í belgjurtum en grösum og meltanleiki belgjurta helst hærri er
líður á sumarið (Ólafur Guðmundsson 1986). Hlutfall trénisþátta eykst yfirleitt í
plöntum er líður á vaxtartímann og kom það fram í mælingunum á alaskalúpínunni
þegar litið er á sprotana óskipta (15. mynd). Mikill munur kom hins vegar fram milli
plöntuhluta einkanlega fyrir NDF- og ADF-gildin sem héldust mjög lág í laufblöðum
lúpínunnar yfir allan vaxtartímann en hækkuðu hins vegar mjög í stönglum og
blómhlutum, sem innihalda miklu meira af þessum efnum en blöðin. Fáar
sambærilegar mælingar á trénisþáttum hafa verið gerðar á lúpínum. í Russel-lúpínu
hefur verið mælt NDF á mismunandi tímum sumars (Kitessa 1992). Reyndist inni-
haldið vera lágt og svolítið minna en hér kemur fram fyrir alaskalúpínuna. Svipaður
munur kom fram í NDF-innihaldi blaða og stöngla í Russel-lúpínunni og
alaskalúpínunni.
Beiskjuefni
Beiskjuefni (alkalóíðar) í lúpínum teljast til svokallaðra kínólín (quinolizidine) og
píperdín (piperidine) beiskjuefna (Wink 1983; Majak & Ogilvie 1992). Talið er að
þau séu mynduð til varnar gegn beit. Þessi efni eru öll eitruð en mismikið þó. Dýrum
getur því orðið meint af lúpínuáti og eru áhrifin allt frá því að vera mjög væg og án
eftirkasta til þess að leiða til dauða (Jóhann Þórsson og Ólafur Guðmundsson 1993).
Talið er að lúpanín og spartein séu helstu eiturefnin í lúpínum, en þau teljast bæði til
kínólín beiskjuefnanna (Davies & Stout, 1986). Vitað er að spartein og lúpanín hafa
eiginleika sem trufla starfsemi taugaboðefnisins acetilkólins (Majak & Ogilvie 1992).
í efnamælingunum á Rala kom fram að lúpínan og spartein eru algengustu
beiskjuefnin í alaskalúpínunni (23. og 24. mynd). Styrkur þessara og annarra
beiskjuefna í lúpínum ræður því hversu eitraðar og varasamar þær eru sem fæða fyrir
dýr eða jafnvel menn. En hvað segja niðurstöðurnar um alaskalúpínuna, hvert er
beiskjuefnainnihald hennar miðað við aðrar villtar eða ræktaðar lúpínutegundir?
Eins og fram hefur komið bar ekki vel saman þeim mælingum sem gerðar
voru á magni beiskjuefna í alaskalúpínunni í þessari rannsókn. Mælingar á sprotum
með gasgreiningaraðferð á Rala gáfu gildi á bilinu 2,3-69,3 mg/g, samkvæmt NIR-
aðferð frá "Poisonous Plant Research Laboratory" í Utah 1,7-31,6 mg/g og samkvæmt
gasgreiningaraðferð á sama stað 1,9-9,4 mg/g. Áreiðanlegastar af þessum mælingum
teljum við þær síðasttöldu eins og getið var um í aðferðalýsingu hér að ofan. Sterkt
samband þeirra niðurstaðna og NIR-mælinga á sömu sýnum gefa ástæðu til að ætla að
styrkur beiskjuefna í alaskalúpínunni sé um helmingi lægri en niðurstöður NIR-