Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 10

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 10
8 Inngangur Árið 1987 hófu Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins sameiginlegar rannsóknir á alaskalúpínunni, en þær voru hluti afverkefninu "Nýting níturbindandi plantna í landgræðslu og landbúnaði". Verkefnið, sem var styrkt af Rannsóknaráði ríkisins tímabilið 1988- 1991, snerist aðallega um alaskalúpínuna en einnig tók það til rannsókna á smára, baunagrasi og elri. I rannsóknunum á lúpínunni var einkum fengist við frærækt og sáningu hennar í landgræðslu, nýtingu til beitar og sem áburðargjafa í skógrækt, og líf- og vistfræðilegar athuganir á tegundinni. í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður er varða líffræði lúpínunnar. Fremur takmarkaðar upplýsingar hafa legið fyrir um alaskalúpínuna, en öll þekking um hana er mjög mikilvæg vegna vaxandi nýtingar. Lúpínan er, enn sem komið er, nær eingöngu notuð til uppgræðslu lands. Löngu er ljóst að lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt. Helstu kostir hennar eru þeir að hún þarfnast ekki áburðargjafar, breiðist út af sjálfsdáðum og viðheldur sér eftir að henni hefur verið sáð eða plantað í gróðurlítið land. Flest bendir til að uppgræðsla með lúpínu sé mun ódýrari og varanlegri en sú er byggir á sáningu grasfræs og dreifingu tilbúins áburðar á gróðurrýr svæði. En lúpínan er ekki gallalaus. Komið hefur í ljós að hún breiðist ekki aðeins um ógróið land heldur getur hún einnig dreifst inn í sum gróðurlendi. Þar sem lúpínu er sáð myndar hún þéttar breiður og verður nær einráð í gróðurfari. Hún er hörð í samkeppni við lágvaxinn gróður og fækkar plöntutegundum yfirleitt í landi sem hún breiðist yfir. Eftir að lúpínan hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Þótt dæmi séu um að lúpínan taki að hörfa eftir 15-20 ár þá hefur hún sums staðar viðhaldist mun lengur og ekki látið undan síga (Borgþór Magnússon 1990, 1992). Sá tími sem lúpínan hefur vaxið hér á landi er mjög stuttur og því er erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar stóraukin notkun hennar og dreifing muni hafa. Þekkt er erlendis frá að lúpínur og aðrar níturbindandi tegundir hafí valdið usla í lífríki í nýjum heimkynnum (Miller 1988; Vitousek & Walker 1989; Lonsdale 1993; Rawlings 1993). Rétt er að skella ekki skollaeyrum við slíkum dæmum og sýna aðgát við dreifingu alaska- lúpínunnar hér á landi.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.