Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 25

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Qupperneq 25
Vöxtur og uppskera 23 plöntunnar var stöðugur, eða í kringum 5% af uppskeru sprota, yfir allt sumarið (6. mynd). Þetta er ámóta hlutfall og Lupinus latifolius ver til æxlunar (Braatne 1989). Hjá þremur öðrum lúpínutegundum, einærri L. nanus, fjölærri og trjákenndri L arboreus og fjölærri og jarðlægri L. varicolor, sem vaxa í suðurhluta Bandaríkjanna var vægi blómhluta hins vegar mun meira (um 20-60%), enda er lífsferill og vaxtarform annað (Pitelka 1977). Fullvíst er að eitthvað hefur tapast af blómhlutum alaskalúpínunnar, einkum vegna fræfalls, er leið fram á haustið. Getur það átt einhvern þátt í að hlutfall blóm- eða fræhluta varð aldrei hærra en raun ber vitni. Yfirleitt verja plöntur stærri hluta af þurrvigt í fræmyndun en hér kemur fram hjá alaskalúpínunni (Ogden 1974). Niðurstöður okkar jafnast helst á við það sem fundið hefur verið hjá fjölærum tegundum sem verja miklu í kynlausa æxlun (Ogden 1974; Anderson & Loucks 1973). Skýringarinnar fyrir alaskalúpínuna kann að vera að leita í tiltölulega löngu æviskeiði sem býður upp á mörg tækifæri til fjölgunar. Fyrstu tvö árin ver alaskalúpínan nánast engri orku í blómgun eða fræmyndun. Þess í stað er áhersla lögð á myndun öflugrar forðarótar sem tryggir vetrarþol plöntunnar og vöxt hennar og viðgang á næstu árum. Á 3. ári virðast plönturnar almennt hefja blómgun og fræmyndun, sem er árviss úr því. Plönturnar virðast hins vegar ekki ná fullri stærð fyrr en nokkrum árum síðar (sbr. 11. mynd). Rótar-sprota hlutfall plantnanna á Korpu breyttist talsvert yfir vaxtartímann 1991 (1. tafla). Önnur mæling sem gerð var í Þjórsárdal staðfesti þessa sveiflu (2. tafla). Fyrri hluta sumars var þungi róta meiri en sprota, en á miðju sumri hafði þetta snúist við. Að hausti tóku rætur síðan aftur að vega meira en sprotinn. Þetta sýnir að í rótunum er forði efna sem er notaður til að hefja vöxt og byggja upp sprotana á vorin. Þegar líða tekur á sumarið snýst þetta við, þá flytjast efni niður í rótina og mynda þar forða sem nýtist aftur næsta vor. Samsöfnun kolvetna í rótarforða er talin hafa forgang í vaxtarferli lúpínutegunda til fjalla í N-Ameríku. Mikill rótaforði er almennt talinn vera aðlögun að stuttum vaxtartíma í næringarsnauðu umhverfi. Forðinn nýtist plöntunum til öndunar yfir þann tíma sem þær liggja í dvala og gerir þeim kleift að nýta stutt vaxtartímabil til hins ýtrasta með því að vaxa hratt í upphafi þess (Kerle 1985; Pitelka 1977). Pitelka bendir á að eðlilegt sé að fjölær planta verji meiru af orku sinni til rótarforða en æxlunar. Hún mun fá fleiri tækifæri til frædreifingar ef hún heldur velli. Á St. Helens eldfjallinu í Washington-fylki í Bandaríkjunum hafa verulegar rannsóknir verið gerðar á lúpínutegundunum L. latifolius og L. lepidus, sem numið hafa land á eyðilandi eftir gosið í fjallinu árið 1980 (Braatne 1989: Halvorson 1989; Halvorson o.fl. 1992). L. latifolius er náskyld alaskalúpínunni eins og fram hefur komið. Rannsóknir Braatne (1989) sýna að L. latifolius hefur mjög hátt hlutfall lífmassa síns bundið í rótum í lok vaxtartíma, eða frá 2 til 12 sinnum meira en í sprotum. Halvorson (1989) telur að mikill rótarforði L. latifolius sé notaður til vaxtar snemma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.