Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 22

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 22
20 1. kafli Uppskera róta og sprota stakra plantna á Korpu og í Þjórsárdal Aðferðir Korpa árið 1991. Lúpínuakur á Korpu var valinn til mælinga. Þrjár mælingar voru gerðar yfir sumarið: 19. júní, 19. júlí og 3. september. Á hverjum sláttutíma voru valdar 5 plöntur sem uxu einar sér og voru á stærðarbilinu 5-30 stönglar. Sprotar (ofanvöxtur) hverrar plöntu voru klipptir og fjarlægðir. Stungið var umhverfis plönturnar og hnausunum lyft, jarðvegur hristur úr þeim og rótum safnað. Reynt var að ná rótum sem skorist höfðu sundur og leyndust dýpra. Fullvíst má telja að einhver hluti rótanna hafi ekki náðst með þessari aðferð. Sprotum og rótum hverrar plöntu var haldið aðskildum. Jarðvegur var síðan þveginn af rótum yfir sigti, og neðsti hluti stöngla sem fylgdi rótunum var skorinn af og settur með sprotunum. Sýnin voru þurrkuð í ofni við 60 °C og þyngd sprota og rótar hverrar plöntu fundin. Þjórsárdalur árið 1993. Sandasvæði á Vikrum í Þjórsárdal (norðan vegar að Hjálparfossi) var valið til mælinga. Tvær mælingar voru gerðar yfir sumarið. Sú fyrri 7. og 8. júlí. Þá voru valdar 30 plöntur sem uxu einar sér og þeim skipt í þrjá stærðarflokka: I = 1-14 stönglar, II = 15-30 stönglar og III >30 stönglar. Fjöldi stöngla var talinn, auk blómstöngla, og hæð plantnanna var mæld. Síðari mælingin var gerð 8. september. Þá voru teknar 13 plöntur (5 af flokki I og 4 af II og III). Plöntumar voru teknar upp og meðhöndlaðar á sama hátt og á Korpu 1991 að því undanskildu að allur jarðvegur, sem mokaður var upp í kringum plönturnar, var sigtaður í gegnum sigti með 1,1 cm möskvum. Með þessari aðferð nást ekki örsmáar fínrætur sem slitna auðveldlega í sundur og smjúga í gegnum sigtið. Er því um eitthvert vantmat á rótarþunga að ræða. Niðurstöður Við uppskerumælingar á heilum plöntum á Korpu 1991 kom í ljós að hlutfall þurrvigtar milli sprota og róta var breytilegt eftir árstíma (1. tafla). í júní vógu rætur plantnanna að meðaltali 22% njeira en sprotar. Mánuði síðar hafði þetta hlutfall hins vegar snúist við og rætumar vora orðnar 64% léttari en sprotarnir. í september voru rætumar aftur orðnar mun þyngri en sprotamir, eða 68% þyngri að meðaltali.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.