Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 58

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 58
56 4. kafli Niðurstöður í sýnum sem geind voru á Rala mæidist heildarmagn beiskjuefna í alaskalúpínu á bilinu 0,2-69,3 mg/g (10. viðauki). Hæsta gildið skar sig mjög úr og skekkir það myndina því næsthæsta gildið var nær helmingi lægra eða 35,4 mg/g. Flest sýnanna eru af sprotum en fáein af rótum. Lægstu gildin fengust fyrir rótarsýni og voru þau frá fyrri hluta sumars. Ekki komu fram skýrar breytingar á magni beiskjuefna með vaxtartíma (23. og 24. mynd). Svo virðist sem styrkleiki beiskjuefna vaxi í rótum þegar líður að lokum vaxtartímans en meiri gögn þarf til að skera úr um það. Spartein var það beiskjuefni sem hlutfallslega mest var af. Næst á eftir kom lúpanín en magn þess var þó mun minna. Fimm önnur beiskjuefni fundust, en öll í það litlum mæli að þeim er hér slegið saman í einn flokk. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða efni þetta voru, nema hvað eitt þeirra var OH-17 lúpanín, en af því var yfirleitt mest innan þessa flokks (10. viðauki). Samkvæmt NIR-greiningunum mældist beiskjuefnainnihaldið á bilinu 1,7-31,6 mg/g. Lægst gildi fengust fyrir stöngulsýni að hausti en hæst fyrir blómhluta (að mestu fræ) frá sama tíma. Mjög skýrar breytingar komu fram með vaxtartíma og milli plöntuhluta (25. mynd). I heilum lúpínusprotum frá sumrinu 1987 var styrkur beiskjuefna mestur í byrjun sumars. Styrkurinn minnkaði síðan eftir því sem leið á sumarið, hraðast fyrst, og var lægstur að hausti. Svipuð lækkun með vaxtartíma kom fram fyrir blöð og stöngla þegar einstaka plöntuhlutar eru skoðaðir í sýnunum frá 1988. Ennfremur sést að styrkur beiskjuefna mældist miklu meiri í blöðum en stönglum. Munurinn var minnstur í upphafi vaxtartímans en jókst þegar leið á. Magn beiskuefna í blómhlutanum (blóm og fræbelgir) var fyrri hluta sumars áþekkt og í blöðum en þegar kom fram í ágúst óx það mjög og varð meir en helmingi hærra en í blöðunum (25. mynd). Engin rótarsýni voru mæld með NIR-aðferð. í sýnunum fimm sem mæld voru með gasgreiningu í Bandaríkjunum reyndist beiskjuefnainnihald vera á bilinu 1,9-9,4 mg/g (meðaltal 5,6), en öll sýnin voru af heilum sprotum (11. viðauki). í NIR-mælingunni á þessum sömu sýnum var beiskjuefnainnihaldið hins vegar áætlað 7,2-19,2 mg/g (meðaltal 12,2). Þessi gasgreining á sýnunum gefur því um helmingi lægri niðurstöður en NIR-mælingin. Mjög há og marktæk fylgni var milli þessara mælinga (r=0,984; P<0,005). Samband milli niðurstaðna gasgreininga frá Rala og NIR-mælinga var mun lakara. í þeim tíu sýnum sem mæld voru með báðum aðferðum reyndist beiskjuefnainnihald samkvæmt mælingum á Rala vera á bilinu 8,0-22,2 mg/g (meðaltal 12,4) en 1,7-22,2 mg/g (meðtaltal 10,0) samkvæmt NIR-aðferð. Mjög lág fylgni og ómarktæk var milli niðurstaðna fyrir einstök sýni (r=0,303; P>0.1).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.