Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 58

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 58
56 4. kafli Niðurstöður í sýnum sem geind voru á Rala mæidist heildarmagn beiskjuefna í alaskalúpínu á bilinu 0,2-69,3 mg/g (10. viðauki). Hæsta gildið skar sig mjög úr og skekkir það myndina því næsthæsta gildið var nær helmingi lægra eða 35,4 mg/g. Flest sýnanna eru af sprotum en fáein af rótum. Lægstu gildin fengust fyrir rótarsýni og voru þau frá fyrri hluta sumars. Ekki komu fram skýrar breytingar á magni beiskjuefna með vaxtartíma (23. og 24. mynd). Svo virðist sem styrkleiki beiskjuefna vaxi í rótum þegar líður að lokum vaxtartímans en meiri gögn þarf til að skera úr um það. Spartein var það beiskjuefni sem hlutfallslega mest var af. Næst á eftir kom lúpanín en magn þess var þó mun minna. Fimm önnur beiskjuefni fundust, en öll í það litlum mæli að þeim er hér slegið saman í einn flokk. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða efni þetta voru, nema hvað eitt þeirra var OH-17 lúpanín, en af því var yfirleitt mest innan þessa flokks (10. viðauki). Samkvæmt NIR-greiningunum mældist beiskjuefnainnihaldið á bilinu 1,7-31,6 mg/g. Lægst gildi fengust fyrir stöngulsýni að hausti en hæst fyrir blómhluta (að mestu fræ) frá sama tíma. Mjög skýrar breytingar komu fram með vaxtartíma og milli plöntuhluta (25. mynd). I heilum lúpínusprotum frá sumrinu 1987 var styrkur beiskjuefna mestur í byrjun sumars. Styrkurinn minnkaði síðan eftir því sem leið á sumarið, hraðast fyrst, og var lægstur að hausti. Svipuð lækkun með vaxtartíma kom fram fyrir blöð og stöngla þegar einstaka plöntuhlutar eru skoðaðir í sýnunum frá 1988. Ennfremur sést að styrkur beiskjuefna mældist miklu meiri í blöðum en stönglum. Munurinn var minnstur í upphafi vaxtartímans en jókst þegar leið á. Magn beiskuefna í blómhlutanum (blóm og fræbelgir) var fyrri hluta sumars áþekkt og í blöðum en þegar kom fram í ágúst óx það mjög og varð meir en helmingi hærra en í blöðunum (25. mynd). Engin rótarsýni voru mæld með NIR-aðferð. í sýnunum fimm sem mæld voru með gasgreiningu í Bandaríkjunum reyndist beiskjuefnainnihald vera á bilinu 1,9-9,4 mg/g (meðaltal 5,6), en öll sýnin voru af heilum sprotum (11. viðauki). í NIR-mælingunni á þessum sömu sýnum var beiskjuefnainnihaldið hins vegar áætlað 7,2-19,2 mg/g (meðaltal 12,2). Þessi gasgreining á sýnunum gefur því um helmingi lægri niðurstöður en NIR-mælingin. Mjög há og marktæk fylgni var milli þessara mælinga (r=0,984; P<0,005). Samband milli niðurstaðna gasgreininga frá Rala og NIR-mælinga var mun lakara. í þeim tíu sýnum sem mæld voru með báðum aðferðum reyndist beiskjuefnainnihald samkvæmt mælingum á Rala vera á bilinu 8,0-22,2 mg/g (meðaltal 12,4) en 1,7-22,2 mg/g (meðtaltal 10,0) samkvæmt NIR-aðferð. Mjög lág fylgni og ómarktæk var milli niðurstaðna fyrir einstök sýni (r=0,303; P>0.1).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.